Ólafur um samband sitt við Alfreð: „Baunaði á hann í fjölmiðlum ef þess þurfti og hann tók því“ Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2020 10:00 Ólafur í þættinum á fimmtudagskvöldið. vísir/s2s Ólafur Kristjánsson segir að samband hans og Alfreðs Finnbogasonar hafi verið gott tímabilið 2010 er Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í karlaflokki. Ólafur hafi gert miklar kröfur á Alfreð. Ólafur var gestur Gumma Ben á Sportinu í kvöld þar sem hann gerði upp tímabilið en Ólafur var óhræddur við að gagnrýna Alfreð meðal annars í fjölmiðlum. Hann var spurður út í samband sitt við Alfreð þetta tímabil. „Ég held að ég hafi alltaf verið þannig að þeim sem ég hef mikla trú á og finnst hafa mikla hæfileika, þá geri ég kröfur og ég er smámunasamur,“ sagði Ólafur. „Ég ýti á menn og gerði það við Alfreð. Hann tók því mjög vel. Árið 2008 var hann fúll að vera ekki í byrjunarliðinu á móti Keflavík og var settur á bekkinn og skoraði. Þá fagnaði hann með því að setjast niður eins og hann væri á bekknum. Við vorum fram og til baka. Ég held að hann hafi gott af því.“ Ólafur segir að þetta hafi ekki háð þeim í seinni tíma en Alfreð spilar eins og kunnugt er í dag með Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni. „Í okkar samskiptum seinna hef ég ekki fundið fyrir því að það voru gerðar til hans kröfur. Hann gat alveg tekið því. Hann var með bilaðan metnað og svakalega hæfileika. Þá finnst mér það skylda míns sem þjálfara að gera kröfur.“ „Í alvöru elítu umhverfi þar sem þú býrð til sigurvegara þá gera menn kröfur. Það að gera ekki kröfur þá ertu að svíkjast undan sem þjálfari. Ég baunaði á hann og stundum í fjölmiðlum ef það þurfti. Hann tók því eins og karlmaður og hefur vonandi þroskast við það.“ Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Óli Kristjáns um Alfreð árið 2010 Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski boltinn Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Ólafur Kristjánsson segir að samband hans og Alfreðs Finnbogasonar hafi verið gott tímabilið 2010 er Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í karlaflokki. Ólafur hafi gert miklar kröfur á Alfreð. Ólafur var gestur Gumma Ben á Sportinu í kvöld þar sem hann gerði upp tímabilið en Ólafur var óhræddur við að gagnrýna Alfreð meðal annars í fjölmiðlum. Hann var spurður út í samband sitt við Alfreð þetta tímabil. „Ég held að ég hafi alltaf verið þannig að þeim sem ég hef mikla trú á og finnst hafa mikla hæfileika, þá geri ég kröfur og ég er smámunasamur,“ sagði Ólafur. „Ég ýti á menn og gerði það við Alfreð. Hann tók því mjög vel. Árið 2008 var hann fúll að vera ekki í byrjunarliðinu á móti Keflavík og var settur á bekkinn og skoraði. Þá fagnaði hann með því að setjast niður eins og hann væri á bekknum. Við vorum fram og til baka. Ég held að hann hafi gott af því.“ Ólafur segir að þetta hafi ekki háð þeim í seinni tíma en Alfreð spilar eins og kunnugt er í dag með Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni. „Í okkar samskiptum seinna hef ég ekki fundið fyrir því að það voru gerðar til hans kröfur. Hann gat alveg tekið því. Hann var með bilaðan metnað og svakalega hæfileika. Þá finnst mér það skylda míns sem þjálfara að gera kröfur.“ „Í alvöru elítu umhverfi þar sem þú býrð til sigurvegara þá gera menn kröfur. Það að gera ekki kröfur þá ertu að svíkjast undan sem þjálfari. Ég baunaði á hann og stundum í fjölmiðlum ef það þurfti. Hann tók því eins og karlmaður og hefur vonandi þroskast við það.“ Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Óli Kristjáns um Alfreð árið 2010 Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski boltinn Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira