Læknir telur öryggi annarra heimilismanna á Eir tryggt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. maí 2020 11:39 Mikil áhersla hefur verið lögð á það að tryggja að smit komi upp ekki upp á hjúkrunarheimilunum hér á landi meðal annars með því að setja á heimsóknarbann. Læknir á hjúkrunarheimilinu Eir segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að kórónuveiran breiðist ekki út meðal heimilismanna eftir að skjólstæðingur hjúkrunarheimilisins greindist með veiruna. Ekkert nýtt smit hefur greinst á heimilinu Kona sem dvaldi á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar var flutt á Landspítalann eftir að grunur kom upp á föstudaginn um að hún væri smituð af kórónuveirunni. Ríflega tuttugu manns til viðbótar dvöldu á deildinni. Sigurbjörn Björnsson er læknir á Eir. „Við gripum til þeirra ráðstafana að einangra og setja deildina sem þessi einstaklingur var á í sóttkví. Þessi einstaklingur átti ekki heima hjá okkur heldur var tímabundið í endurhæfingu og fór inn á Landspítala. Við settum jafnframt einstaklinga sem höfðu komið inn á deildina sem starfsmenn og geta verið í smithættu, þeir fóru í sóttkví eins og lög gera ráð fyrir.“ Hátt í tvö hundruð manns dvelja að jafnaði á Eir. Sigurbjörn segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að veiran breiði ekki úr sér á heimilinu. Þá segir hann endurhæfingardeildina vera alveg aðskilda frá annarri starfsemi og því litlar líkur á að íbúar utan þeirrar deildar hafi smitast. „Í raun höfum við ekki áhyggjur af því en við förum bara eftir hefðbundnum fyrirmælum og reiknum með því að það muni vera nægilegt til að verja öryggi allra heimilismanna,“ segir Sigurbjörn. Til stóð að byrja að aflétta heimsóknarbanni á Eir á morgun. „Það var ákveðið að framlengja heimsóknarbannið í að minnsta kosti viku tíma og við munum síðan endurmeta það núna í vikunni hversu lengi það verður í framhaldinu.“ Sigurbjörn segir aðstandendur sýna málinu skilning. „Allir aðstandendur hafa verið vel upplýstir og hafa tekið þessu afskaplega vel og hafa fullan skilning á að við viljum fara að öllu með gát,“ segir Sigurbjörn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Staðfest að kona smitaðist á Eir Skjólstæðingur á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir sóttvarnalæknir en grunur kom upp um smitið í gær og var konan þá flutt af hjúkrunarheimilinu á Landspítalann. 2. maí 2020 17:44 Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. 1. maí 2020 22:36 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Sjá meira
Læknir á hjúkrunarheimilinu Eir segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að kórónuveiran breiðist ekki út meðal heimilismanna eftir að skjólstæðingur hjúkrunarheimilisins greindist með veiruna. Ekkert nýtt smit hefur greinst á heimilinu Kona sem dvaldi á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar var flutt á Landspítalann eftir að grunur kom upp á föstudaginn um að hún væri smituð af kórónuveirunni. Ríflega tuttugu manns til viðbótar dvöldu á deildinni. Sigurbjörn Björnsson er læknir á Eir. „Við gripum til þeirra ráðstafana að einangra og setja deildina sem þessi einstaklingur var á í sóttkví. Þessi einstaklingur átti ekki heima hjá okkur heldur var tímabundið í endurhæfingu og fór inn á Landspítala. Við settum jafnframt einstaklinga sem höfðu komið inn á deildina sem starfsmenn og geta verið í smithættu, þeir fóru í sóttkví eins og lög gera ráð fyrir.“ Hátt í tvö hundruð manns dvelja að jafnaði á Eir. Sigurbjörn segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að veiran breiði ekki úr sér á heimilinu. Þá segir hann endurhæfingardeildina vera alveg aðskilda frá annarri starfsemi og því litlar líkur á að íbúar utan þeirrar deildar hafi smitast. „Í raun höfum við ekki áhyggjur af því en við förum bara eftir hefðbundnum fyrirmælum og reiknum með því að það muni vera nægilegt til að verja öryggi allra heimilismanna,“ segir Sigurbjörn. Til stóð að byrja að aflétta heimsóknarbanni á Eir á morgun. „Það var ákveðið að framlengja heimsóknarbannið í að minnsta kosti viku tíma og við munum síðan endurmeta það núna í vikunni hversu lengi það verður í framhaldinu.“ Sigurbjörn segir aðstandendur sýna málinu skilning. „Allir aðstandendur hafa verið vel upplýstir og hafa tekið þessu afskaplega vel og hafa fullan skilning á að við viljum fara að öllu með gát,“ segir Sigurbjörn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Staðfest að kona smitaðist á Eir Skjólstæðingur á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir sóttvarnalæknir en grunur kom upp um smitið í gær og var konan þá flutt af hjúkrunarheimilinu á Landspítalann. 2. maí 2020 17:44 Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. 1. maí 2020 22:36 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Sjá meira
Staðfest að kona smitaðist á Eir Skjólstæðingur á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir sóttvarnalæknir en grunur kom upp um smitið í gær og var konan þá flutt af hjúkrunarheimilinu á Landspítalann. 2. maí 2020 17:44
Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. 1. maí 2020 22:36