Stefnir á að spila hér heima í sumar og hefur ekki gefið landsliðið upp á bátinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2020 16:30 Anna Björk stefnir á að vinna sæti sitt til baka í íslenska landsliðinu. Vísir/Getty Anna Björk Kristjánsdóttir, atvinnumaður hjá PSV í Hollandi, stefnir á að spila á Íslandi í sumar. Þetta staðfesti hún í hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn. Þar fór hún yfir víðan völl og ræddi feril sinn hér á landi sem og erlendis. Alls lék miðvörðurinn knái 168 leiki fyrir KR og Stjörnuna áður en hún fór í atvinnumennsku. Fyrst til Svíþjóðar en þaðan fór hún til Hollands á síðasta ári. Nú er ljós að hún mun spila á Íslandi í sumar. Hulda Mýrdal, annar þáttastjórnanda Heimavallarins og fyrrum leikmaður KR, ÍR, Fram og Einherja, ræddi mögulega heimkomu Önnu í sumar í ljósi þess að enginn fótbolti verður spilaður í Hollandi fyrr en í fyrsta lagi 1. september næstkomandi. „Ég er að skoða það,“ sagði Anna aðspurð hvort hún ætlaði að spila á Íslandi í sumar. „Ég er að tala við einhver lið. Ætla ekki að henda því fram núna þar sem þetta er komið svo stutt á veg þar sem það er ekki langt síðan ég frétti það að deildinni yrði slaufað úti. Þá fór ég aðeins að hugsa hvað ætti að taka við næst,“ sagði Anna þegar Hulda þrýsti á hana með hvaða lið hún væri að tala við. Það er samt sem áður ljóst að Anna Björk myndi styrkja öll lið Pepsi Max deildarinnar. „Fór að hugsa hvort það væri ekki sniðugt að koma heim og spila þar sem óvissuástand er í heiminum núna. Um leið og ég fór að hugsa um það varð ég spennt fyrir því. Fékk smá fiðring í magann en það eru mörg lið á Íslandi að gera flotta hluti og eru með frábæra umgjörð.“ Að lokum var Anna spurð hvort hún hefði spilað sinn síðasta landsleik en hún lék síðast með liðinu á síðasta ári. Alls hefur hún leikið 43 landsleiki. „Ég vil ekki meina það. Mér líður vel í líkamanum og finnst ég eiga mörg ár eftir. Stefni á að halda mér í landsliðinu og set metnað minn í það.“ „Er ekkert bara að hugsa um að vera í landsliðinu heldur vill ég komast aftur í byrjunarliðið. Er að hugsa um hvernig ég get bætt mig og minnt á mig. Er ekki að koma til Íslands því ég er södd eða neitt þannig. Sé alveg fyrir mér að spila á Íslandi í sumar og sjá svo hvað tekur við eftir það,“ sagði Anna Björk að lokum. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjá meira
Anna Björk Kristjánsdóttir, atvinnumaður hjá PSV í Hollandi, stefnir á að spila á Íslandi í sumar. Þetta staðfesti hún í hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn. Þar fór hún yfir víðan völl og ræddi feril sinn hér á landi sem og erlendis. Alls lék miðvörðurinn knái 168 leiki fyrir KR og Stjörnuna áður en hún fór í atvinnumennsku. Fyrst til Svíþjóðar en þaðan fór hún til Hollands á síðasta ári. Nú er ljós að hún mun spila á Íslandi í sumar. Hulda Mýrdal, annar þáttastjórnanda Heimavallarins og fyrrum leikmaður KR, ÍR, Fram og Einherja, ræddi mögulega heimkomu Önnu í sumar í ljósi þess að enginn fótbolti verður spilaður í Hollandi fyrr en í fyrsta lagi 1. september næstkomandi. „Ég er að skoða það,“ sagði Anna aðspurð hvort hún ætlaði að spila á Íslandi í sumar. „Ég er að tala við einhver lið. Ætla ekki að henda því fram núna þar sem þetta er komið svo stutt á veg þar sem það er ekki langt síðan ég frétti það að deildinni yrði slaufað úti. Þá fór ég aðeins að hugsa hvað ætti að taka við næst,“ sagði Anna þegar Hulda þrýsti á hana með hvaða lið hún væri að tala við. Það er samt sem áður ljóst að Anna Björk myndi styrkja öll lið Pepsi Max deildarinnar. „Fór að hugsa hvort það væri ekki sniðugt að koma heim og spila þar sem óvissuástand er í heiminum núna. Um leið og ég fór að hugsa um það varð ég spennt fyrir því. Fékk smá fiðring í magann en það eru mörg lið á Íslandi að gera flotta hluti og eru með frábæra umgjörð.“ Að lokum var Anna spurð hvort hún hefði spilað sinn síðasta landsleik en hún lék síðast með liðinu á síðasta ári. Alls hefur hún leikið 43 landsleiki. „Ég vil ekki meina það. Mér líður vel í líkamanum og finnst ég eiga mörg ár eftir. Stefni á að halda mér í landsliðinu og set metnað minn í það.“ „Er ekkert bara að hugsa um að vera í landsliðinu heldur vill ég komast aftur í byrjunarliðið. Er að hugsa um hvernig ég get bætt mig og minnt á mig. Er ekki að koma til Íslands því ég er södd eða neitt þannig. Sé alveg fyrir mér að spila á Íslandi í sumar og sjá svo hvað tekur við eftir það,“ sagði Anna Björk að lokum.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjá meira