Kanada bannar hríðskotavopn eftir versta fjöldamorð í sögu landsins Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2020 23:36 Trudeau forsætisráðherra tilkynnti um bannið í dag. Myndin er úr safni. AP/Sean Kilpatrick/The Canadian Press Sala á hríðskotarifflum verður bönnuð í Kanada í kjölfar mannskæðustu skotárásar í sögu landsins fyrir tveimur vikum. Justin Trudeau, forsætisráðherra, kynnti bannið í dag og sagði vopn að þessu tagi aðeins hönnuð til að drepa eins margt fólk og hægt er á sem skemmstum tíma. Vopnaður maður skaut 22 manns til bana á Nova Scotia-fylki fyrir tæpum tveimur vikum. Hann notaði meðal annars hríðskotariffil við ódæðið. „Það eru engin not og enginn staður fyrir slík vopn í Kanada,“ sagði Trudeau þegar hann kynnti bannið. Vísaði hann einnig til þess þegar karlmaður sem var haldinn hatri á femínisma skaut fjórtán konur til bana í Montreal árið 1989. Bannið mun náð til kaupa, sölu, flutnings, innflutnings og notkunar tiltekin hríðskotavopn. Það tekur gildi strax með reglugerðarbreytingu ríkisstjórnarinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þeir sem eiga vopn af þessu tagi fá tvö ár til að losa sig við þau. Trudeau sagði að þeim yrði bættur skaðinn. Skoðanakönnun sem birtist í dag sýndi 78% stuðning við bann á hríðskotavopn. Engu að síður fordæmdi Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsflokksins, helsta stjórnarandstöðuflokks landsins, bannið. Fullyrti hann að bannið væri óskilvirkt og að það refsaði löghlýðnum borgurum. „Mikill meirihluti byssuglæpa er framinn með illa fengnum skotvopnum. Ekkert af því sem Frjálslyndi flokkur Trudeau kynnti í dag tekur á því vandamáli,“ sagði Scheer. Kanada Tengdar fréttir Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01 22 nú látnir eftir árásina í Nova Scotia Lögregla fann fleiri lík í brunarústum sem morðinginn skildi eftir sig. 22. apríl 2020 06:57 Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Sala á hríðskotarifflum verður bönnuð í Kanada í kjölfar mannskæðustu skotárásar í sögu landsins fyrir tveimur vikum. Justin Trudeau, forsætisráðherra, kynnti bannið í dag og sagði vopn að þessu tagi aðeins hönnuð til að drepa eins margt fólk og hægt er á sem skemmstum tíma. Vopnaður maður skaut 22 manns til bana á Nova Scotia-fylki fyrir tæpum tveimur vikum. Hann notaði meðal annars hríðskotariffil við ódæðið. „Það eru engin not og enginn staður fyrir slík vopn í Kanada,“ sagði Trudeau þegar hann kynnti bannið. Vísaði hann einnig til þess þegar karlmaður sem var haldinn hatri á femínisma skaut fjórtán konur til bana í Montreal árið 1989. Bannið mun náð til kaupa, sölu, flutnings, innflutnings og notkunar tiltekin hríðskotavopn. Það tekur gildi strax með reglugerðarbreytingu ríkisstjórnarinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þeir sem eiga vopn af þessu tagi fá tvö ár til að losa sig við þau. Trudeau sagði að þeim yrði bættur skaðinn. Skoðanakönnun sem birtist í dag sýndi 78% stuðning við bann á hríðskotavopn. Engu að síður fordæmdi Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsflokksins, helsta stjórnarandstöðuflokks landsins, bannið. Fullyrti hann að bannið væri óskilvirkt og að það refsaði löghlýðnum borgurum. „Mikill meirihluti byssuglæpa er framinn með illa fengnum skotvopnum. Ekkert af því sem Frjálslyndi flokkur Trudeau kynnti í dag tekur á því vandamáli,“ sagði Scheer.
Kanada Tengdar fréttir Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01 22 nú látnir eftir árásina í Nova Scotia Lögregla fann fleiri lík í brunarústum sem morðinginn skildi eftir sig. 22. apríl 2020 06:57 Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01
22 nú látnir eftir árásina í Nova Scotia Lögregla fann fleiri lík í brunarústum sem morðinginn skildi eftir sig. 22. apríl 2020 06:57
Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36