Innlent

Tvö „N“ tekin af ríkis­lög­reglu­stjóra

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Merki embættis Ríkislögreglustjóra hefur tekið breytingum. Tvö „N“ hafa verið tekin af og er það gert til þess að framfylgja lögum um embættið.
Merki embættis Ríkislögreglustjóra hefur tekið breytingum. Tvö „N“ hafa verið tekin af og er það gert til þess að framfylgja lögum um embættið. Vísir/Egill

Árvökulir vegfarendur hafa tekið eftir því að búið er að fjarlægja tvö “N” úr merki ríkislögreglustjóra á húsnæði embættisins við Skúlagötu.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sem tók við embætti Ríkislögreglustjóra 16. mars síðastliðinn, segir í samtali við fréttastofu að í raun sé verið að framfylgja lögreglulögum frá árinu 1996 með breytingunni. Í fimmtu grein laganna er fjallað um embættið og hlutverk þess og þar er það ávallt tilgreint án greinis.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, á fundi almannavarna og landlæknis nýveriðLögreglan/Júlíus

Verið rangt frá því núverandi húsnæði var merkt

Breytingar urðu í embættinu um áramótin þegar Haraldur Johannessen lét af störfum eftir 22 ár í starfi. Lög um embættið voru sett árið 1996 og það svo stofnað ári síðar. Haraldur var skipaður ríkislögreglustjóri árið 1998.

Fyrst um sinn var starfsemi ríkislögreglustóra rekin í húsakynnum RLR, Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem var lagt niður við stofnum embættisins. Árið 2000 fluttist starfsemin frá Auðbrekku 6, í Kópavogi, og í núverandi húsnæði að Skúlagötu 21. Um það leiti voru merkingar settar utan á húsið, en að því virðist verið rangar frá upphafi.

Breytingar fylgja nýjum stjórnendum

Sigríður Björk, ríkislögreglustjóri, segir í samtali við fréttastofu að eðlilegt sé að starfsemin taki einhverjum breytingum með nýjum stjórnanda. Hún segir að verið sé að gera breytingar á húsnæði embættisins og ein af þeim hafi verið að laga merkingar í samræmi við lög um starfsemina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×