Færri með niðurgang en fleiri með kynsjúkdóm Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2020 21:48 Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans er í Fossvogi. Vísir/Egill Tíðni öndunarfærasýkinga og niðurgangspesta var miklu lægri í aprílmánuði á þessu ári en undanfarin ár. Sóttvarnalæknir telur að það megi þakka ábyrgri hegðun fólks og þeim sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til í samfélaginu. Aðra sögu er þó að segja um tíðni kynsjúkdóma. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að sóttvarnaraðgerðir almennings virðist bera mikinn árangur, ekki bara í baráttunni gegn Covid-19. „Við sjáum það núna að ef við berum það saman bara á milli ára, til dæmis að tíðni öndunarfærasýkinga og niðurgangspesta er miklu miklu minni til dæmis í apríl heldur en hún hefur verið á undanförnum árum,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Sem að í mínum huga þýðir þaðað þessar aðgerðir allar sem hafa verið í gangi hér, samfélagslegu aðgerðirnar og eins aðgerðir og viðbrögð einstaklinga, hreinlætisaðgerðir og svo framvegis hafa bara hreinlega skilað sér í því að við erum að sjá miklu minna af pestum heldur en venjulega. Þetta á þó ekki við um alla smitsjúkdóma. „Kynsjúkdómarnir eru öðruvísi, það er greinilegt að menn hafa ekki virt tveggja metra regluna alla veganna á sumum sviðum. Við erum með aukningu á lekanda og sárasótt, því miður. Við höfum verið að berjast mikið í því á undanförnum árum að lækka þá tíðni en við höfum ekki getað einbeitt okkur eins mikið að þessum sjúkdómum eins og við hefðum viljað útaf covid en við þurfum að snúa okkur að því,“ segir Þórólfur. Alls hafa í átján hundruð hafa greinst með Covid-19 en einn greindist síðasta sólarhring. 99 eru í einangrun en tæplega sautján hundruð hafa náð bata. Þrír eru á sjúkrahúsi veikir af covid-19 en alls eru sextán á sjúkrahúsi að þeim meðtöldum sem glíma við eftirköst sjúkdómsins. Enginn er á gjörgæslu. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Tíðni öndunarfærasýkinga og niðurgangspesta var miklu lægri í aprílmánuði á þessu ári en undanfarin ár. Sóttvarnalæknir telur að það megi þakka ábyrgri hegðun fólks og þeim sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til í samfélaginu. Aðra sögu er þó að segja um tíðni kynsjúkdóma. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að sóttvarnaraðgerðir almennings virðist bera mikinn árangur, ekki bara í baráttunni gegn Covid-19. „Við sjáum það núna að ef við berum það saman bara á milli ára, til dæmis að tíðni öndunarfærasýkinga og niðurgangspesta er miklu miklu minni til dæmis í apríl heldur en hún hefur verið á undanförnum árum,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Sem að í mínum huga þýðir þaðað þessar aðgerðir allar sem hafa verið í gangi hér, samfélagslegu aðgerðirnar og eins aðgerðir og viðbrögð einstaklinga, hreinlætisaðgerðir og svo framvegis hafa bara hreinlega skilað sér í því að við erum að sjá miklu minna af pestum heldur en venjulega. Þetta á þó ekki við um alla smitsjúkdóma. „Kynsjúkdómarnir eru öðruvísi, það er greinilegt að menn hafa ekki virt tveggja metra regluna alla veganna á sumum sviðum. Við erum með aukningu á lekanda og sárasótt, því miður. Við höfum verið að berjast mikið í því á undanförnum árum að lækka þá tíðni en við höfum ekki getað einbeitt okkur eins mikið að þessum sjúkdómum eins og við hefðum viljað útaf covid en við þurfum að snúa okkur að því,“ segir Þórólfur. Alls hafa í átján hundruð hafa greinst með Covid-19 en einn greindist síðasta sólarhring. 99 eru í einangrun en tæplega sautján hundruð hafa náð bata. Þrír eru á sjúkrahúsi veikir af covid-19 en alls eru sextán á sjúkrahúsi að þeim meðtöldum sem glíma við eftirköst sjúkdómsins. Enginn er á gjörgæslu.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira