Aldrei fengið leið á burstagerð þrátt fyrir rúm 60 ár í starfi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. maí 2020 18:50 Burstagerð á sér margra áratuga sögu hér á Íslandi og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Elsti starfsmaðurinn hefur framleitt bursta í sextíu ár. Framleiðsla hófst þegar Hróbjartur Árnason, burstagerðarmeistari, stofnaði Burstagerðina 1. maí 1930. Hróbjartur er eini Íslendingurinn sem fékk meistarabréf í þessari iðn og var því brautryðjandi á þessu sviði hér á landi. Burstagerð á Íslandi á sér langa sögu og hefur framleiðsla verið hér í 90 ár. Þvottaburstar sem notaðir eru til að mynda við að kústa bíla á bílaþvottaplani hafa verið framleiddir hér í áratugi. Kjartan Gunnarsson, burstagerðarmaður hefur starfað í faginu í rúm 60 ár og ætlar sér að halda áfram.Vísir/Jóhann K. Enn að eftir rúm 60 ár í starfi Fyrirtækið og framleiðslan hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá fyrsta degi. Þegar best lét voru 14 manns við framleiðslu en í dag er einn eftir og hefur hann framleitt bursta í yfir 60 ár. „Ég byrjaði 1959 niður á Laugavegi. Það hefur mikið breyst síðan. Þá var handnýtt dálítið af burstum og svoleiðis,“ segir Kjartan Gunnarsson, burstagerðarmaður. Í gegnum áratugina hefur tækninni fleytt fram en tækin sem notuð eru við burstagerðina hér á landi eru frá áttunda áratugnum. Kjartan segir að eftirspurn hafi á síðustu árum aukist. „Það jókst mikið eftirspurn eftir sér framleiddum burstum eftir hrunið,“ segir Kjartan. Friðrik Hróbjartsson tók við rekstrinum af föður sínum þegar hann var 16 eða 17 ára og hefur komið að framleiðslunni síðan.Vísir/Jóhann K. Tók við rekstrinum af föður sínum á sautjánda ári Friðrik Hróbjartsson tók við rekstrinum af föður sínum á sínum tíma og þannig hefur fyrirtækið erfst á milli kynslóða. „Ég tók við rekstrinum þegar ég var 16 eða 17 ára samhliða skólagöngu og búinn að vera í þessu síðan nema nú er sonurinn tekinn við,“ segir Friðrik Hróbjartsson, sonur stofnanda fyrirtækisins. Kjartan segist hvergi á förum þrátt fyrir langan starfsaldur „Ég er lítið fyrir að skipta ef mér líkar staðurinn þar sem ég er. Þetta eru búin að vera mjög góð ár,“ Hefur aldrei komið sá dagur að þér hafi fundist þetta leiðinlegt? „Nei, aldrei,“ segir Kjartan og brosir. Garðabær Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Burstagerð á sér margra áratuga sögu hér á Íslandi og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Elsti starfsmaðurinn hefur framleitt bursta í sextíu ár. Framleiðsla hófst þegar Hróbjartur Árnason, burstagerðarmeistari, stofnaði Burstagerðina 1. maí 1930. Hróbjartur er eini Íslendingurinn sem fékk meistarabréf í þessari iðn og var því brautryðjandi á þessu sviði hér á landi. Burstagerð á Íslandi á sér langa sögu og hefur framleiðsla verið hér í 90 ár. Þvottaburstar sem notaðir eru til að mynda við að kústa bíla á bílaþvottaplani hafa verið framleiddir hér í áratugi. Kjartan Gunnarsson, burstagerðarmaður hefur starfað í faginu í rúm 60 ár og ætlar sér að halda áfram.Vísir/Jóhann K. Enn að eftir rúm 60 ár í starfi Fyrirtækið og framleiðslan hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá fyrsta degi. Þegar best lét voru 14 manns við framleiðslu en í dag er einn eftir og hefur hann framleitt bursta í yfir 60 ár. „Ég byrjaði 1959 niður á Laugavegi. Það hefur mikið breyst síðan. Þá var handnýtt dálítið af burstum og svoleiðis,“ segir Kjartan Gunnarsson, burstagerðarmaður. Í gegnum áratugina hefur tækninni fleytt fram en tækin sem notuð eru við burstagerðina hér á landi eru frá áttunda áratugnum. Kjartan segir að eftirspurn hafi á síðustu árum aukist. „Það jókst mikið eftirspurn eftir sér framleiddum burstum eftir hrunið,“ segir Kjartan. Friðrik Hróbjartsson tók við rekstrinum af föður sínum þegar hann var 16 eða 17 ára og hefur komið að framleiðslunni síðan.Vísir/Jóhann K. Tók við rekstrinum af föður sínum á sautjánda ári Friðrik Hróbjartsson tók við rekstrinum af föður sínum á sínum tíma og þannig hefur fyrirtækið erfst á milli kynslóða. „Ég tók við rekstrinum þegar ég var 16 eða 17 ára samhliða skólagöngu og búinn að vera í þessu síðan nema nú er sonurinn tekinn við,“ segir Friðrik Hróbjartsson, sonur stofnanda fyrirtækisins. Kjartan segist hvergi á förum þrátt fyrir langan starfsaldur „Ég er lítið fyrir að skipta ef mér líkar staðurinn þar sem ég er. Þetta eru búin að vera mjög góð ár,“ Hefur aldrei komið sá dagur að þér hafi fundist þetta leiðinlegt? „Nei, aldrei,“ segir Kjartan og brosir.
Garðabær Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira