Aldrei fengið leið á burstagerð þrátt fyrir rúm 60 ár í starfi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. maí 2020 18:50 Burstagerð á sér margra áratuga sögu hér á Íslandi og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Elsti starfsmaðurinn hefur framleitt bursta í sextíu ár. Framleiðsla hófst þegar Hróbjartur Árnason, burstagerðarmeistari, stofnaði Burstagerðina 1. maí 1930. Hróbjartur er eini Íslendingurinn sem fékk meistarabréf í þessari iðn og var því brautryðjandi á þessu sviði hér á landi. Burstagerð á Íslandi á sér langa sögu og hefur framleiðsla verið hér í 90 ár. Þvottaburstar sem notaðir eru til að mynda við að kústa bíla á bílaþvottaplani hafa verið framleiddir hér í áratugi. Kjartan Gunnarsson, burstagerðarmaður hefur starfað í faginu í rúm 60 ár og ætlar sér að halda áfram.Vísir/Jóhann K. Enn að eftir rúm 60 ár í starfi Fyrirtækið og framleiðslan hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá fyrsta degi. Þegar best lét voru 14 manns við framleiðslu en í dag er einn eftir og hefur hann framleitt bursta í yfir 60 ár. „Ég byrjaði 1959 niður á Laugavegi. Það hefur mikið breyst síðan. Þá var handnýtt dálítið af burstum og svoleiðis,“ segir Kjartan Gunnarsson, burstagerðarmaður. Í gegnum áratugina hefur tækninni fleytt fram en tækin sem notuð eru við burstagerðina hér á landi eru frá áttunda áratugnum. Kjartan segir að eftirspurn hafi á síðustu árum aukist. „Það jókst mikið eftirspurn eftir sér framleiddum burstum eftir hrunið,“ segir Kjartan. Friðrik Hróbjartsson tók við rekstrinum af föður sínum þegar hann var 16 eða 17 ára og hefur komið að framleiðslunni síðan.Vísir/Jóhann K. Tók við rekstrinum af föður sínum á sautjánda ári Friðrik Hróbjartsson tók við rekstrinum af föður sínum á sínum tíma og þannig hefur fyrirtækið erfst á milli kynslóða. „Ég tók við rekstrinum þegar ég var 16 eða 17 ára samhliða skólagöngu og búinn að vera í þessu síðan nema nú er sonurinn tekinn við,“ segir Friðrik Hróbjartsson, sonur stofnanda fyrirtækisins. Kjartan segist hvergi á förum þrátt fyrir langan starfsaldur „Ég er lítið fyrir að skipta ef mér líkar staðurinn þar sem ég er. Þetta eru búin að vera mjög góð ár,“ Hefur aldrei komið sá dagur að þér hafi fundist þetta leiðinlegt? „Nei, aldrei,“ segir Kjartan og brosir. Garðabær Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Burstagerð á sér margra áratuga sögu hér á Íslandi og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Elsti starfsmaðurinn hefur framleitt bursta í sextíu ár. Framleiðsla hófst þegar Hróbjartur Árnason, burstagerðarmeistari, stofnaði Burstagerðina 1. maí 1930. Hróbjartur er eini Íslendingurinn sem fékk meistarabréf í þessari iðn og var því brautryðjandi á þessu sviði hér á landi. Burstagerð á Íslandi á sér langa sögu og hefur framleiðsla verið hér í 90 ár. Þvottaburstar sem notaðir eru til að mynda við að kústa bíla á bílaþvottaplani hafa verið framleiddir hér í áratugi. Kjartan Gunnarsson, burstagerðarmaður hefur starfað í faginu í rúm 60 ár og ætlar sér að halda áfram.Vísir/Jóhann K. Enn að eftir rúm 60 ár í starfi Fyrirtækið og framleiðslan hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá fyrsta degi. Þegar best lét voru 14 manns við framleiðslu en í dag er einn eftir og hefur hann framleitt bursta í yfir 60 ár. „Ég byrjaði 1959 niður á Laugavegi. Það hefur mikið breyst síðan. Þá var handnýtt dálítið af burstum og svoleiðis,“ segir Kjartan Gunnarsson, burstagerðarmaður. Í gegnum áratugina hefur tækninni fleytt fram en tækin sem notuð eru við burstagerðina hér á landi eru frá áttunda áratugnum. Kjartan segir að eftirspurn hafi á síðustu árum aukist. „Það jókst mikið eftirspurn eftir sér framleiddum burstum eftir hrunið,“ segir Kjartan. Friðrik Hróbjartsson tók við rekstrinum af föður sínum þegar hann var 16 eða 17 ára og hefur komið að framleiðslunni síðan.Vísir/Jóhann K. Tók við rekstrinum af föður sínum á sautjánda ári Friðrik Hróbjartsson tók við rekstrinum af föður sínum á sínum tíma og þannig hefur fyrirtækið erfst á milli kynslóða. „Ég tók við rekstrinum þegar ég var 16 eða 17 ára samhliða skólagöngu og búinn að vera í þessu síðan nema nú er sonurinn tekinn við,“ segir Friðrik Hróbjartsson, sonur stofnanda fyrirtækisins. Kjartan segist hvergi á förum þrátt fyrir langan starfsaldur „Ég er lítið fyrir að skipta ef mér líkar staðurinn þar sem ég er. Þetta eru búin að vera mjög góð ár,“ Hefur aldrei komið sá dagur að þér hafi fundist þetta leiðinlegt? „Nei, aldrei,“ segir Kjartan og brosir.
Garðabær Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent