Strætó veitt undanþága frá tveggja metra reglunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2020 19:16 Strætó fær undanþágu frá tveggja metra reglunni frá og með mánudeginum. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hefur frá og með 4. maí næstkomandi veitt Strætó undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum, tveggja metra reglunni, að því leyti að miða hámarksfjölda fólks í vögnum við þrjátíu manns. Þá eru ítrekuð þau tilmæli að viðskiptavinir Strætó sýni varkárni í samskiptum og umgengni, þvoi hendur og spritti reglulega, hósti og hnerri í olnbogabót og takmarki snertingar á snertifleti. Þá á alls ekki að ferðast með Strætó ef grunur leikur á smiti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó en þar segir jafnframt: „Frá og með 4. maí næstkomandi mun Strætó auka tíðnina á leið 1 á annatímum. Leiðin mun aka á 15 mínútna fresti milli klukkan 06:35-08:35 á morgnana og milli klukkan 15:12-17:12 síðdegis. Framhurð strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu verður enn lokuð og farþegar munu áfram ganga inn um mið- eða aftari dyr vagnsins. Innra rými strætisvagnanna verður áfram skipt upp í tvo hluta. Borði er strengdur yfir fremsta hluta vagnanna til þess aðskilja svæði vagnstjóra og svæði farþega. Fargjöld verða greidd í vagninum með því að halda Strætókorti eða Strætóappinu á lofti í átt að vagnstjóra. Vert er að benda sérstaklega á að vegna fjöldatakmarkana verður ekki unnt að taka á móti leik- og grunnskólahópum í vagna Strætó. Hópa- og tómstundakort verða því ekki í gildi á meðan fjarlægðartakmarkanir eru til staðar. Aukavagnar munu fylgja eftirtöldum ferðum frá og með 4. maí: Leið 6 – kl. 7:36 frá Ártúni í átt að Hlemmi. Leið 3 – kl. 7:21 frá Mjódd í átt að Hlemmi. Leið 3 – kl. 7:51 frá Mjódd í átt að Hlemmi. Leið 12 – kl. 07:07 frá Breiðhöfða/Ártúni í átt að Skeljanesi Leið 12 – kl. 07:31 frá Hlemmi í átt að Mjódd Leið 12 – kl. 07:56 frá Mjódd í átt að Hlemmi Leið 15 – kl. 07:01 frá Flyðrugranda í átt að Reykjavegi Leið 15 – kl. 07:45 frá Reykjavegi í átt að Ártúni Síðdegis verða aukavagnar til staðar á bakvakt og verða þeir sendir inn á leiðir þar sem álag er mikið. Peningar eða farmiðar Við mælum með að flestir viðskiptavinir noti strætókort eða strætóappið til þess að fækka snertiflötum um borð í vagninum. Þeir sem þurfa að greiða fyrir farið með pening eða farmiðum geta sett fargjaldið ofan í bráðbirgðabauka sem eru til staðar í hluta vagnaflotans. Það verða engir skiptimiðar í boði á meðan rými vagnanna er skipt í tvennt. Þeir farþegar sem ætla að skipta um vagn skulu bíða með að setja pening eða miða í baukinn þar til komið er um borð í síðasta vagn ferðarinnar. Það nægir fyrir farþega með pening eða farmiða að láta vagnstjórann vita að þeir ætli sér að skipta um vagn.“ Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur frá og með 4. maí næstkomandi veitt Strætó undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum, tveggja metra reglunni, að því leyti að miða hámarksfjölda fólks í vögnum við þrjátíu manns. Þá eru ítrekuð þau tilmæli að viðskiptavinir Strætó sýni varkárni í samskiptum og umgengni, þvoi hendur og spritti reglulega, hósti og hnerri í olnbogabót og takmarki snertingar á snertifleti. Þá á alls ekki að ferðast með Strætó ef grunur leikur á smiti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó en þar segir jafnframt: „Frá og með 4. maí næstkomandi mun Strætó auka tíðnina á leið 1 á annatímum. Leiðin mun aka á 15 mínútna fresti milli klukkan 06:35-08:35 á morgnana og milli klukkan 15:12-17:12 síðdegis. Framhurð strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu verður enn lokuð og farþegar munu áfram ganga inn um mið- eða aftari dyr vagnsins. Innra rými strætisvagnanna verður áfram skipt upp í tvo hluta. Borði er strengdur yfir fremsta hluta vagnanna til þess aðskilja svæði vagnstjóra og svæði farþega. Fargjöld verða greidd í vagninum með því að halda Strætókorti eða Strætóappinu á lofti í átt að vagnstjóra. Vert er að benda sérstaklega á að vegna fjöldatakmarkana verður ekki unnt að taka á móti leik- og grunnskólahópum í vagna Strætó. Hópa- og tómstundakort verða því ekki í gildi á meðan fjarlægðartakmarkanir eru til staðar. Aukavagnar munu fylgja eftirtöldum ferðum frá og með 4. maí: Leið 6 – kl. 7:36 frá Ártúni í átt að Hlemmi. Leið 3 – kl. 7:21 frá Mjódd í átt að Hlemmi. Leið 3 – kl. 7:51 frá Mjódd í átt að Hlemmi. Leið 12 – kl. 07:07 frá Breiðhöfða/Ártúni í átt að Skeljanesi Leið 12 – kl. 07:31 frá Hlemmi í átt að Mjódd Leið 12 – kl. 07:56 frá Mjódd í átt að Hlemmi Leið 15 – kl. 07:01 frá Flyðrugranda í átt að Reykjavegi Leið 15 – kl. 07:45 frá Reykjavegi í átt að Ártúni Síðdegis verða aukavagnar til staðar á bakvakt og verða þeir sendir inn á leiðir þar sem álag er mikið. Peningar eða farmiðar Við mælum með að flestir viðskiptavinir noti strætókort eða strætóappið til þess að fækka snertiflötum um borð í vagninum. Þeir sem þurfa að greiða fyrir farið með pening eða farmiðum geta sett fargjaldið ofan í bráðbirgðabauka sem eru til staðar í hluta vagnaflotans. Það verða engir skiptimiðar í boði á meðan rými vagnanna er skipt í tvennt. Þeir farþegar sem ætla að skipta um vagn skulu bíða með að setja pening eða miða í baukinn þar til komið er um borð í síðasta vagn ferðarinnar. Það nægir fyrir farþega með pening eða farmiða að láta vagnstjórann vita að þeir ætli sér að skipta um vagn.“
Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira