4.210 manns hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2020 17:20 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. Fjölmargar tilkynningar bárust stofnuninni í gær og þá bættist heilmikið við í dag að sögn Unnar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, en rætt var við hana í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hópuppsagnirnar vera hjá stærri fyrirtækjum og það sé alltaf dálítill fjöldi starfsmanna undir í hverri uppsögn. „Mér sýnist þetta vera langmest í ferðaþjónustunni og það eru þá fyrirtæki sem eru að segja öllu sínu starfsfólki upp og eru þá að stefna að því að fara í svona hýði þangað til að eitthvað rætist úr. Það má segja að þetta hafi legið í loftinu undanfarna daga frá því að ríkisstjórnin kynnti þessi úrræði,“ segir Unnur. Þá bendir hún á að þessar tölur komi ekki inn í tölfræði um atvinnuleysi strax. „Þetta fólk er allt að fara inn í uppsagnarfrestinn. Þetta er í rauninni þannig að þetta fer út úr okkar kerfi núna aftur inn í sínar gömlu stöður í sinni vinnu, vinnur sinn uppsagnarfrest og síðan sjáum við til eftir þrjá mánuði, sem er nú algengasti uppsagnarfresturinn, hvort að eitthvað hafi rofað til. Við verðum að vona það mjög heitt og innilega að allt þetta fólk komi ekki inn á atvinnuleysisskrá,“ segir Unnur. Mikið álag hefur verið hjá Vinnumálastofnun undanfarið og hafa verið ráðnir inn hátt í þrjátíu manns vegna anna. Greiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði gætu dregist í einhverjum tilfellum vegna anna. „Það er töf hjá greiðslum hjá þeim sem hafa farið á villulista. Það er til dæmis fólk sem er að fá greitt í minnkuðu starfshlutfalli, ef mikið hefur verið fiktað, það hefur kannski byrjað í 25% vinnu, svo hefur verið hækkað upp í 50% og svo aftur lækkað. Tölvukerfið fer dálítið á hliðina við þetta og við þurfum svolítið að handvinna þetta og það veldur því að þetta tefst. Þetta er eitt af dæmunum,“ segir Unnur en viðtalið við hana í heild sinni má heyra hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. Fjölmargar tilkynningar bárust stofnuninni í gær og þá bættist heilmikið við í dag að sögn Unnar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, en rætt var við hana í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hópuppsagnirnar vera hjá stærri fyrirtækjum og það sé alltaf dálítill fjöldi starfsmanna undir í hverri uppsögn. „Mér sýnist þetta vera langmest í ferðaþjónustunni og það eru þá fyrirtæki sem eru að segja öllu sínu starfsfólki upp og eru þá að stefna að því að fara í svona hýði þangað til að eitthvað rætist úr. Það má segja að þetta hafi legið í loftinu undanfarna daga frá því að ríkisstjórnin kynnti þessi úrræði,“ segir Unnur. Þá bendir hún á að þessar tölur komi ekki inn í tölfræði um atvinnuleysi strax. „Þetta fólk er allt að fara inn í uppsagnarfrestinn. Þetta er í rauninni þannig að þetta fer út úr okkar kerfi núna aftur inn í sínar gömlu stöður í sinni vinnu, vinnur sinn uppsagnarfrest og síðan sjáum við til eftir þrjá mánuði, sem er nú algengasti uppsagnarfresturinn, hvort að eitthvað hafi rofað til. Við verðum að vona það mjög heitt og innilega að allt þetta fólk komi ekki inn á atvinnuleysisskrá,“ segir Unnur. Mikið álag hefur verið hjá Vinnumálastofnun undanfarið og hafa verið ráðnir inn hátt í þrjátíu manns vegna anna. Greiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði gætu dregist í einhverjum tilfellum vegna anna. „Það er töf hjá greiðslum hjá þeim sem hafa farið á villulista. Það er til dæmis fólk sem er að fá greitt í minnkuðu starfshlutfalli, ef mikið hefur verið fiktað, það hefur kannski byrjað í 25% vinnu, svo hefur verið hækkað upp í 50% og svo aftur lækkað. Tölvukerfið fer dálítið á hliðina við þetta og við þurfum svolítið að handvinna þetta og það veldur því að þetta tefst. Þetta er eitt af dæmunum,“ segir Unnur en viðtalið við hana í heild sinni má heyra hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira