Lífið

Heimilisfólkið ljómaði þegar Ingó stóð fyrir brekkusöng á Hrafnistu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ingó fór á kostum í Hafnarfirðinum í dag
Ingó fór á kostum í Hafnarfirðinum í dag vísir/vilhelm

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, stóð fyrir brekkusöng á Hrafnistu í Hafnarfirði klukkan tvö í dag. Upptöku frá söngnum má sjá að neðan.

Ingó hefur í nokkur ár stýrt brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og því mikill reynslubolti á því sviði.

Komið var fyrir útilegubúnaði á sviðinu og voru starfsmenn Hrafnistu sumir hverjir í útilegufatnaði til að búa til sem best andrúmsloft.

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis leit við og fangaði stemninguna á myndum sem sjá má hér að neðan.

Tökumaður Stöðvar 2 fangaði vænan hluta brekkusöngsins á upptöku.

Klippa: Heimilisfólkið ljómaði þegar Ingó stóð fyrir brekkusöng á Hrafnistu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×