Fordæmalaus notkun á orðinu fordæmalaus í faraldrinum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2020 11:54 Fordæmalaust. Mynd/Greynir.is Ýmis orð sem alla jafna hafa ekki fengið mikið pláss í daglegu tali landsmanna hafa öðlast nýjan sess í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Þetta sýnir nýtt tól sem tekur saman tíðni þeirra orða sem notuð hafa verið í fjölmiðlum yfir ákveðið tímabil. Þannig má til dæmis sjá að notkun á orðinu fordæmalaus er því sem næst fordæmalaus ef miðað er við ár aftur í tímann. Hið umrædda tól má finna á Greyni, sem er málgreinir fyrir íslensku, sem Vilhjálmur Þorsteinsson stendur fyrir. Greynir les nýjustu fréttir og greinar jafnóðum á helstu fréttamiðlum Íslands og úr þessu verður heljarinnar gagnagrunnur sem hægt er að leita í. Gjörgæsla og öndunarvél virðast haldast í hendur Með nýjustu viðbótinni við Greyni, sem nálgast má hér, er hægt að sjá hversu oft tiltekin orð eru notuð í vefmiðlum hér á landi yfir ákveðinn tíma. Leita má að hvaða orðum sem er og tólið sýnir hversu oft orðið hefur komið fyrir. Til gamans hefur Vísir tekið saman nokkur orð sem komist hafa á flug á meðan faraldurinn hefur gengið hér yfir, orð sem alla jafna hafa ekki verið mikið notuð í daglegu tali, fyrr en á síðustu vikum og mánuðum. Besta dæmið er ef til vill orðið fordæmalaus en mörgum hefur verið tíðrædd um að nú séu fordæmalausir tímar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér að ofan hefur orðinu alltaf skotið upp við og við undanfarið ár, en ekkert í líkingu við 13. mars þegar orðinu brá fyrir 43 sinnum á íslenskum vefmiðlum. Þetta á við um fleiri orð á borð við smit. Orðið mátti finna á vefmiðlum einu sinni til tvisvar á dag, stundum oftar, þangað til í febrúar þegar orðanotkunin fór á flug og náði hún hámarki 23 mars þegar orðið smit var notað 198 sinnum í íslenskum vefmiðlum. Orðið smit reyndist smitandi.Mynd/Greynir.is Þá hefur orðið talsverð aukning á orðinu handþvottur, enda hefur verið lögð mikil áhersla á þess að landsmenn þvoi hendurnar vel, svo hefta megi útbreiðslu kórónuveirunnar. Handþvotturinn sækir á.Mynd/Greynir.is Landsmenn hafa auk þess ekki farið varhluta af orðunum gjörgæsla og öndunarvél. Þessi orð hafa verið hluti af daglegum upplýsingafundum almannavarna. Skiptunum fer þó fækkandi, líklega í réttu hlutfalli við það hversu vel hefur gengið að útskrifa sjúklinga af gjörgæsludeild. Þessi orð haldast í hendur.Mynd/Greynir.is En hvað með kórónuveiruna sjálfa? Líkt og smitum fer notkun orðsins niður á við.Mynd/Greynir.is Leika sér má með fleiri orð inni á Greynir.is Íslenska á tækniöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Ýmis orð sem alla jafna hafa ekki fengið mikið pláss í daglegu tali landsmanna hafa öðlast nýjan sess í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Þetta sýnir nýtt tól sem tekur saman tíðni þeirra orða sem notuð hafa verið í fjölmiðlum yfir ákveðið tímabil. Þannig má til dæmis sjá að notkun á orðinu fordæmalaus er því sem næst fordæmalaus ef miðað er við ár aftur í tímann. Hið umrædda tól má finna á Greyni, sem er málgreinir fyrir íslensku, sem Vilhjálmur Þorsteinsson stendur fyrir. Greynir les nýjustu fréttir og greinar jafnóðum á helstu fréttamiðlum Íslands og úr þessu verður heljarinnar gagnagrunnur sem hægt er að leita í. Gjörgæsla og öndunarvél virðast haldast í hendur Með nýjustu viðbótinni við Greyni, sem nálgast má hér, er hægt að sjá hversu oft tiltekin orð eru notuð í vefmiðlum hér á landi yfir ákveðinn tíma. Leita má að hvaða orðum sem er og tólið sýnir hversu oft orðið hefur komið fyrir. Til gamans hefur Vísir tekið saman nokkur orð sem komist hafa á flug á meðan faraldurinn hefur gengið hér yfir, orð sem alla jafna hafa ekki verið mikið notuð í daglegu tali, fyrr en á síðustu vikum og mánuðum. Besta dæmið er ef til vill orðið fordæmalaus en mörgum hefur verið tíðrædd um að nú séu fordæmalausir tímar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér að ofan hefur orðinu alltaf skotið upp við og við undanfarið ár, en ekkert í líkingu við 13. mars þegar orðinu brá fyrir 43 sinnum á íslenskum vefmiðlum. Þetta á við um fleiri orð á borð við smit. Orðið mátti finna á vefmiðlum einu sinni til tvisvar á dag, stundum oftar, þangað til í febrúar þegar orðanotkunin fór á flug og náði hún hámarki 23 mars þegar orðið smit var notað 198 sinnum í íslenskum vefmiðlum. Orðið smit reyndist smitandi.Mynd/Greynir.is Þá hefur orðið talsverð aukning á orðinu handþvottur, enda hefur verið lögð mikil áhersla á þess að landsmenn þvoi hendurnar vel, svo hefta megi útbreiðslu kórónuveirunnar. Handþvotturinn sækir á.Mynd/Greynir.is Landsmenn hafa auk þess ekki farið varhluta af orðunum gjörgæsla og öndunarvél. Þessi orð hafa verið hluti af daglegum upplýsingafundum almannavarna. Skiptunum fer þó fækkandi, líklega í réttu hlutfalli við það hversu vel hefur gengið að útskrifa sjúklinga af gjörgæsludeild. Þessi orð haldast í hendur.Mynd/Greynir.is En hvað með kórónuveiruna sjálfa? Líkt og smitum fer notkun orðsins niður á við.Mynd/Greynir.is Leika sér má með fleiri orð inni á Greynir.is
Íslenska á tækniöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira