Jón Arnór segir Brenton besta útlendinginn sem spilað hefur á Íslandi Anton Ingi Leifsson skrifar 2. apríl 2020 14:00 Jón Arnór var afar hrifinn af körfuboltakappanum Brenton Birmingham rétt eins og fleiri hér á landi. vísir/getty/samsett Jón Arnór Stefánsson segir að Brenton Birmingham sé besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á Íslandi. Brenton er í dag kominn með íslenskan ríkisborgararétt en Jón Arnór segir að hann hafi verið afar erfiðan viðureignar. Brenton kom fyrst til Íslands árið 1998 og lék lengst af með Njarðvík en einnig lék hann þrjú tímabil með Grindavík. Hann hefur nánast dvalið hér á landi síðan 1998 með stuttu stoppi hjá Rueil Pro Basket í Frakklandi og London Towers í Bretlandi árin 2002 og 2003. Jón Arnór var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar var hann beðinn um að velja erfiðustu andstæðinganna sína á ferlinum. Þar var Brenton á lista Jóns. „Ég þurfti að dekka þetta kvikindi alltaf þegar ég var að spila á móti honum. Hann var rosalega svona „hurky jurky“. Hvernig ætlaru að þýða það? Hann leit út fyrir að vera hægur en allt í einu fer hann af stað með fintu. Alveg ótrúlega erfitt að halda sér fyrir framan hann í vörninni,“ sagði Jón og hélt áfram að hrósa Brenton: „Svo gat hann skotið þriggja stiga skotum og mikill íþróttamaður. Hann var svo frábær varnarmaður. Hann var að dekka mig þá varnarlega og maður átti erfitt með það.“ Brenton er kominn með íslenskan ríkisborgararétt í dag en aðspurður hvort að þetta væri besti erlendi leikmaðurinn sem hér hefur leikið svaraði Jón: „Já. Hiklaust. Þeir hafa verið nokkrir góðir en Brenton er klárlega á mínum lista sá besti sem hefur spilað í deildinni allra tíma.“ Brenton átti frábæran feril á Íslandi. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Hann var valinn í úrvalsliðið í þrígang og árið 2006 var hann meðal annars valinn leikmaður ársins. Klippa: Sportið í kvöld - Jón Arnór um Brenton Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski körfuboltinn Sportið í kvöld Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson segir að Brenton Birmingham sé besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á Íslandi. Brenton er í dag kominn með íslenskan ríkisborgararétt en Jón Arnór segir að hann hafi verið afar erfiðan viðureignar. Brenton kom fyrst til Íslands árið 1998 og lék lengst af með Njarðvík en einnig lék hann þrjú tímabil með Grindavík. Hann hefur nánast dvalið hér á landi síðan 1998 með stuttu stoppi hjá Rueil Pro Basket í Frakklandi og London Towers í Bretlandi árin 2002 og 2003. Jón Arnór var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar var hann beðinn um að velja erfiðustu andstæðinganna sína á ferlinum. Þar var Brenton á lista Jóns. „Ég þurfti að dekka þetta kvikindi alltaf þegar ég var að spila á móti honum. Hann var rosalega svona „hurky jurky“. Hvernig ætlaru að þýða það? Hann leit út fyrir að vera hægur en allt í einu fer hann af stað með fintu. Alveg ótrúlega erfitt að halda sér fyrir framan hann í vörninni,“ sagði Jón og hélt áfram að hrósa Brenton: „Svo gat hann skotið þriggja stiga skotum og mikill íþróttamaður. Hann var svo frábær varnarmaður. Hann var að dekka mig þá varnarlega og maður átti erfitt með það.“ Brenton er kominn með íslenskan ríkisborgararétt í dag en aðspurður hvort að þetta væri besti erlendi leikmaðurinn sem hér hefur leikið svaraði Jón: „Já. Hiklaust. Þeir hafa verið nokkrir góðir en Brenton er klárlega á mínum lista sá besti sem hefur spilað í deildinni allra tíma.“ Brenton átti frábæran feril á Íslandi. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Hann var valinn í úrvalsliðið í þrígang og árið 2006 var hann meðal annars valinn leikmaður ársins. Klippa: Sportið í kvöld - Jón Arnór um Brenton Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski körfuboltinn Sportið í kvöld Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira