Eigandi Brescia segir að liðið muni gefa alla leiki ef tímabilið hefst aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2020 15:00 Massimo Cellino ásamt Marion Balotelli sem gekk til liðs við Brescia síðasta sumar. vísir/getty Massimo Cellino, eigandi ítalska úrvalsdeildarliðsins Brescia, sem Birkir Bjarnason leikur með, segir að liðið muni gefa alla leiki ef keppni í ítölsku deildinni hefst aftur í vetur. Líkt og alls staðar í Evrópu, nema í Hvíta-Rússlandi, hefur keppni í ítalska fótboltanum verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Ítalía hefur orðið sérstaklega illa úti vegna kórónuveirunnar en rúmlega 13.000 manns hafa látist af völdum hennar þar í landi. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvort keppni í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið 2019-20 lýkur. Cellino segir að það væri glapræði að hefja leik aftur. „Við erum hætt. Ekkert lið snýr aftur til baka eins og það var, leikirnir yrðu að fara fram fyrir luktum dyrum og þetta myndi stefna heilsu leikmannanna í hættu,“ sagði Cellino við Gazetta dello Sport. „Það væri brjálæði að byrja aftur. Ef þeir neyða okkur til þess gefum við alla leiki sem eftir eru af virðingu við íbúa Brescia og þá sem hafa látist af völdum veirunnar,“ bætti Cellino við. Hann hefur verið sakaður um að hugsa fyrst og fremst um eigin hagsmuni en Brescia er á botni ítölsku deildarinnar, níu stigum frá öruggu sæti. Brescia myndi því augljóslega græða á því ef tímabilið yrði flautað af og þurrkað út ef svo má segja. Birkir hefur leikið fimm leiki fyrir Brescia síðan hann kom til liðsins í janúar. Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Fleiri fréttir Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins Sjá meira
Massimo Cellino, eigandi ítalska úrvalsdeildarliðsins Brescia, sem Birkir Bjarnason leikur með, segir að liðið muni gefa alla leiki ef keppni í ítölsku deildinni hefst aftur í vetur. Líkt og alls staðar í Evrópu, nema í Hvíta-Rússlandi, hefur keppni í ítalska fótboltanum verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Ítalía hefur orðið sérstaklega illa úti vegna kórónuveirunnar en rúmlega 13.000 manns hafa látist af völdum hennar þar í landi. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvort keppni í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið 2019-20 lýkur. Cellino segir að það væri glapræði að hefja leik aftur. „Við erum hætt. Ekkert lið snýr aftur til baka eins og það var, leikirnir yrðu að fara fram fyrir luktum dyrum og þetta myndi stefna heilsu leikmannanna í hættu,“ sagði Cellino við Gazetta dello Sport. „Það væri brjálæði að byrja aftur. Ef þeir neyða okkur til þess gefum við alla leiki sem eftir eru af virðingu við íbúa Brescia og þá sem hafa látist af völdum veirunnar,“ bætti Cellino við. Hann hefur verið sakaður um að hugsa fyrst og fremst um eigin hagsmuni en Brescia er á botni ítölsku deildarinnar, níu stigum frá öruggu sæti. Brescia myndi því augljóslega græða á því ef tímabilið yrði flautað af og þurrkað út ef svo má segja. Birkir hefur leikið fimm leiki fyrir Brescia síðan hann kom til liðsins í janúar.
Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Fleiri fréttir Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins Sjá meira