Rúnar Alex rólegur yfir ákvörðun Frakka og nýtur fæðingarorlofsins Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 07:00 Rúnar Alex Rúnarsson í leik með Dijon gegn PSG. VÍSIR/GETTY Ekki verður spilaður aftur fótbolti í Frakklandi fyrr en í fyrsta lagi í september, vegna kórónuveirufaraldursins, og tímabilinu er því lokið hjá Rúnari Alex Rúnarssyni, markverði Dijon. Það var ljóst á mánudag að tímabilið í Frakklandi yrði blásið af en enn á þó eftir að ákveða nákvæmlega hvernig tímabilið verður gert upp. Rúnar Alex og félagar voru í 16. sæti þegar hlé var gert á deildinni, þremur stigum frá fallsæti. „Ég held að þetta hafi fyrst og fremst verið rétt ákvörðun. Ég held að það séu rétt skilaboð út í samfélagið að þegar það er sett á útgöngubann þá eigir þú ekki heldur að spila fótbolta. Það er vissulega skrýtið að vera kominn í sumarfrí 13. mars en heilsa fólks á að vera í fyrsta sæti,“ sagði Rúnar Alex í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Honum hefur ekki leiðst í útgöngubanninu enda tiltölulega nýorðinn pabbi: „Ég er með sex mánaða gamalt barn heima þannig að ég hef bara verið í fæðingarorlofi. Það hefur verið mjög fínt. Ég get farið út og labbað hringinn í kringum húsið og svo reyni ég að hreyfa mig eitthvað hér heima. Ég er búinn að setja upp smá ræktaraðstöðu hérna, en dagarnir eru svo sem voðalega svipaðir,“ sagði Rúnar Alex. Eftir að hafa misst sæti sitt í byrjunarliði Dijon til Alfred Gomis náði Rúnar Alex því aftur þegar Gomis meiddist í febrúar. Hann hafði náð sér vel á strik þegar kórónuveirufaraldurinn setti allt úr skorðum. „Þetta tímabil er búið að vera upp og ofan. Tímabilið byrjaði þannig að það var kominn nýr þjálfari sem vildi stilla upp sínu eigin liði og keypti nýjan markmann, og það hafði ekkert með mína frammistöðu að gera því ég var búinn að standa mig vel í þeim leikjum sem ég fékk. Það var því mjög súrt að vera settur á bekkinn. En svo vann ég mig inn í liðið með smáheppni, strákurinn meiðist, og ég var kominn á mjög gott ról og sáttur með mína spilamennsku svo það var súrt að tímabilinu skyldi ljúka svona snemma. Ég var að standa mig vel og hefði fengið að spila næstu leiki, og við náðum í fín úrslit. Það hefði verið skemmtilegt að byggja ofan á þetta og sjá hvort við hefðum farið eitthvað ofar í deildinni, en heilsa fólks á alltaf að vera í fyrsta sæti og það þýðir lítið að spá í þetta,“ sagði Rúnar Alex sem hyggur nú á heimleið og ætlar að æfa með KR í sumar. Hann fer svo aftur til Dijon í júlí. Klippa: Sportið í dag - Tímabilinu lokið hjá Rúnari Alex Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Franski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Ekki verður spilaður aftur fótbolti í Frakklandi fyrr en í fyrsta lagi í september, vegna kórónuveirufaraldursins, og tímabilinu er því lokið hjá Rúnari Alex Rúnarssyni, markverði Dijon. Það var ljóst á mánudag að tímabilið í Frakklandi yrði blásið af en enn á þó eftir að ákveða nákvæmlega hvernig tímabilið verður gert upp. Rúnar Alex og félagar voru í 16. sæti þegar hlé var gert á deildinni, þremur stigum frá fallsæti. „Ég held að þetta hafi fyrst og fremst verið rétt ákvörðun. Ég held að það séu rétt skilaboð út í samfélagið að þegar það er sett á útgöngubann þá eigir þú ekki heldur að spila fótbolta. Það er vissulega skrýtið að vera kominn í sumarfrí 13. mars en heilsa fólks á að vera í fyrsta sæti,“ sagði Rúnar Alex í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Honum hefur ekki leiðst í útgöngubanninu enda tiltölulega nýorðinn pabbi: „Ég er með sex mánaða gamalt barn heima þannig að ég hef bara verið í fæðingarorlofi. Það hefur verið mjög fínt. Ég get farið út og labbað hringinn í kringum húsið og svo reyni ég að hreyfa mig eitthvað hér heima. Ég er búinn að setja upp smá ræktaraðstöðu hérna, en dagarnir eru svo sem voðalega svipaðir,“ sagði Rúnar Alex. Eftir að hafa misst sæti sitt í byrjunarliði Dijon til Alfred Gomis náði Rúnar Alex því aftur þegar Gomis meiddist í febrúar. Hann hafði náð sér vel á strik þegar kórónuveirufaraldurinn setti allt úr skorðum. „Þetta tímabil er búið að vera upp og ofan. Tímabilið byrjaði þannig að það var kominn nýr þjálfari sem vildi stilla upp sínu eigin liði og keypti nýjan markmann, og það hafði ekkert með mína frammistöðu að gera því ég var búinn að standa mig vel í þeim leikjum sem ég fékk. Það var því mjög súrt að vera settur á bekkinn. En svo vann ég mig inn í liðið með smáheppni, strákurinn meiðist, og ég var kominn á mjög gott ról og sáttur með mína spilamennsku svo það var súrt að tímabilinu skyldi ljúka svona snemma. Ég var að standa mig vel og hefði fengið að spila næstu leiki, og við náðum í fín úrslit. Það hefði verið skemmtilegt að byggja ofan á þetta og sjá hvort við hefðum farið eitthvað ofar í deildinni, en heilsa fólks á alltaf að vera í fyrsta sæti og það þýðir lítið að spá í þetta,“ sagði Rúnar Alex sem hyggur nú á heimleið og ætlar að æfa með KR í sumar. Hann fer svo aftur til Dijon í júlí. Klippa: Sportið í dag - Tímabilinu lokið hjá Rúnari Alex Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Franski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira