Lykilatriði að fá börnin á æfingar í maí: „Fundist þetta mjög erfitt“ Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2020 22:00 Pálmar Ragnarsson hlakkar til að hitta iðkendur sína aftur í næstu viku eftir hið óvænta hlé. MYND/STÖÐ 2 SPORT Pálmar Ragnarsson, körfuboltaþjálfari í yngri flokkum Vals, segir mikilvægt að fá börn í innanhússíþróttum aftur inn á æfingar í maí til að klára tímabilið almennilega og hindra brottfall í sumar. „Þvílíkt sem að við erum spennt hérna í Valsheimilinu að fara að byrja aftur,“ segir Pálmar í Sportinu í dag, en yngri flokkar mega hefja æfingar að nýju 4. maí eftir að hafa verið í fríi vegna samkomubanns af völdum kórónuveirufaraldursins. Pálmar, sem einnig hefur þjálfað börn hjá KR og Fjölni, segir mikilvægt að fá krakka aftur á æfingar fyrir sumarfríið: „Það er algjört lykilatriði að fá þau inn núna áður en tímabilið formlega klárast, sem ætti að vera í lok maí hjá okkur. Það að ná þeim inn aftur núna og enda tímabilið almennilega, taka góðar æfingar áður en fólk fer í sumarfrí, er lykilatriði til að ná þeim inn næsta haust held ég.“ Pálmar segir ljóst að margir krakkar séu orðnir ansi óþreyjufullir að fá að mæta aftur í íþróttasalinn eftir hið óvænta hlé: „Maður bjóst ekki við þessu. Þetta kom aftan að manni. Tveimur vikum áður sá maður aldrei fyrir að þetta væri bara að fara að enda og að engar æfingar yrðu í einhverja mánuði. Auðvitað var þetta erfitt og krökkunum hefur fundist þetta mjög erfitt. Ég er búinn að heyra sögur af mínum börnum heima hjá sér að springa gjörsamlega úr orku sem þau vantar að losna við, og er erfitt að losna við nema í íþróttasalnum. Ég er með svo ung börn, sjö ára og yngri, að þau fara ekki endilega ein út að leika sér um allt,“ segir Pálmar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Æfingar barna að hefjast að nýju Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Krakkar Valur Sportið í dag Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Pálmar Ragnarsson, körfuboltaþjálfari í yngri flokkum Vals, segir mikilvægt að fá börn í innanhússíþróttum aftur inn á æfingar í maí til að klára tímabilið almennilega og hindra brottfall í sumar. „Þvílíkt sem að við erum spennt hérna í Valsheimilinu að fara að byrja aftur,“ segir Pálmar í Sportinu í dag, en yngri flokkar mega hefja æfingar að nýju 4. maí eftir að hafa verið í fríi vegna samkomubanns af völdum kórónuveirufaraldursins. Pálmar, sem einnig hefur þjálfað börn hjá KR og Fjölni, segir mikilvægt að fá krakka aftur á æfingar fyrir sumarfríið: „Það er algjört lykilatriði að fá þau inn núna áður en tímabilið formlega klárast, sem ætti að vera í lok maí hjá okkur. Það að ná þeim inn aftur núna og enda tímabilið almennilega, taka góðar æfingar áður en fólk fer í sumarfrí, er lykilatriði til að ná þeim inn næsta haust held ég.“ Pálmar segir ljóst að margir krakkar séu orðnir ansi óþreyjufullir að fá að mæta aftur í íþróttasalinn eftir hið óvænta hlé: „Maður bjóst ekki við þessu. Þetta kom aftan að manni. Tveimur vikum áður sá maður aldrei fyrir að þetta væri bara að fara að enda og að engar æfingar yrðu í einhverja mánuði. Auðvitað var þetta erfitt og krökkunum hefur fundist þetta mjög erfitt. Ég er búinn að heyra sögur af mínum börnum heima hjá sér að springa gjörsamlega úr orku sem þau vantar að losna við, og er erfitt að losna við nema í íþróttasalnum. Ég er með svo ung börn, sjö ára og yngri, að þau fara ekki endilega ein út að leika sér um allt,“ segir Pálmar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Æfingar barna að hefjast að nýju Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Krakkar Valur Sportið í dag Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira