Gray Line segir upp 91 prósenti starfsfólks Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2020 15:11 Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line Iceland. Gray Line, eitt stærsta rútufyrirtæki landsins, mun segja upp 107 starfsmönnum. Samkvæmt Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Gray Line á Íslandi, störfuðu 117 hjá fyrirtækinu og er því um að ræða um 91 prósent allra starfsmanna Gray Line. Þórir hefur sagt viðbúið að Gray Line, rétt eins og önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu, þyrfti að grípa til aðgerða vegna þess gríðarlega samdráttar sem orðið hefur í geiranum á síðustu vikum og mánuðum. Sjá einnig: 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum Starfsfólk hafi leitað allra leiða til að koma fyrirtækinu í gegnum skaflinn, boðist til að fara í launalaus leyfi o.s.frv., en meira hafi þurft að koma til. „Stærsti rekstrarkostnaður fyrirtækisins er náttúrulega laun starfsmanna,“ sagði Þórir við Vísi í mars. Fyrirtækið er eitt fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sagt upp starfsfólki í dag, eftir að ríkisstjórnin tilkynnti í gær að það hyggðist greiða hluta af uppsagnafresti starfsmanna. Þannig var 150 sagt upp hjá Kynnsiferðum auk þess sem Iceland Travel réðst í stórtækar uppsaganir. Fríhöfnin fækkaði að sama skapi í starfsliði sínu um 30 manns og lækkaði starfshlutfall 100 annnarra. Er þá ótalin stærsta einstaka fjöldauppsögn Íslandssögunnar þegar Icelandair sagði upp tvö þúsund starfsmönnum í gær. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telur ferðaþjónustuna ekki standa og falla með ákvörðunum íslenskra yfirvalda Sóttvarnalæknir segir að ákvarðanir stjórnvalda hér á landi um landamæralokanir og sóttkví ráði ekki einar framtíð ferðaþjónustunnar. Ákvarðanir annarra þjóða vegi þar jafnþungt. 29. apríl 2020 15:04 Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum. 28. apríl 2020 11:54 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Gray Line, eitt stærsta rútufyrirtæki landsins, mun segja upp 107 starfsmönnum. Samkvæmt Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Gray Line á Íslandi, störfuðu 117 hjá fyrirtækinu og er því um að ræða um 91 prósent allra starfsmanna Gray Line. Þórir hefur sagt viðbúið að Gray Line, rétt eins og önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu, þyrfti að grípa til aðgerða vegna þess gríðarlega samdráttar sem orðið hefur í geiranum á síðustu vikum og mánuðum. Sjá einnig: 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum Starfsfólk hafi leitað allra leiða til að koma fyrirtækinu í gegnum skaflinn, boðist til að fara í launalaus leyfi o.s.frv., en meira hafi þurft að koma til. „Stærsti rekstrarkostnaður fyrirtækisins er náttúrulega laun starfsmanna,“ sagði Þórir við Vísi í mars. Fyrirtækið er eitt fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sagt upp starfsfólki í dag, eftir að ríkisstjórnin tilkynnti í gær að það hyggðist greiða hluta af uppsagnafresti starfsmanna. Þannig var 150 sagt upp hjá Kynnsiferðum auk þess sem Iceland Travel réðst í stórtækar uppsaganir. Fríhöfnin fækkaði að sama skapi í starfsliði sínu um 30 manns og lækkaði starfshlutfall 100 annnarra. Er þá ótalin stærsta einstaka fjöldauppsögn Íslandssögunnar þegar Icelandair sagði upp tvö þúsund starfsmönnum í gær.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telur ferðaþjónustuna ekki standa og falla með ákvörðunum íslenskra yfirvalda Sóttvarnalæknir segir að ákvarðanir stjórnvalda hér á landi um landamæralokanir og sóttkví ráði ekki einar framtíð ferðaþjónustunnar. Ákvarðanir annarra þjóða vegi þar jafnþungt. 29. apríl 2020 15:04 Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum. 28. apríl 2020 11:54 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Telur ferðaþjónustuna ekki standa og falla með ákvörðunum íslenskra yfirvalda Sóttvarnalæknir segir að ákvarðanir stjórnvalda hér á landi um landamæralokanir og sóttkví ráði ekki einar framtíð ferðaþjónustunnar. Ákvarðanir annarra þjóða vegi þar jafnþungt. 29. apríl 2020 15:04
Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum. 28. apríl 2020 11:54