265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 12:08 Vinnumálastofnun hefur fengið tilkynningar um átta hópuppsagnir og viðbúið er að þeim muni fjölga. Vísir/Hanna Vinnumálastofnun hafa borist átta tilkynningar um hópuppsagnir frá því í gær og er viðbúið að þeim fjölgi í dag og á morgun. 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Greiðslur úr atvinnuleysistryggingastjóði gætu dregist um mánaðamótin vegna mikils álags hjá stofnuninni. Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu hafa almennt lýst nokkurri ánægju með þær aðgerðir sem ríkisstjórnin greindi frá í gær. Hlutastarfaleiðin verður framlengd út ágúst en lágmarksstarfshlutfall sem miðað er við hækkar úr 25 í 50% í júlí. Þá verða settar tímabundið einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og loks gefst fyrirtækjum kostur á að sækja um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, háð skilyrðum. Þetta þýðir að mörg fyrirtæki grípa til þess ráðs að segja upp starfsfólki til að forða rekstrinum frá gjaldþroti. Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40% starfsfólks fyrirtækisins. Íslandshótel gera ráð fyrir að segja upp um 230 af 530 starfsmönnum að því er fram kom í fréttum Rúv í gær og Isavia hefur sagt upp 30 til viðbótar við þær uppsagnir sem þegar var búið að grípa til og enn fleiri verða lækkaðir í starfshlutfalli, svo fátt eitt sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mörg önnur stærri og smærri ferðaþjónustufyrirtæki að grípa til uppsagna í dag og á morgun. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. „Núna þá eru komnar tilkynningar um hópuppsagnir frá átta fyrirtækjum og inni í því eru sem sagt varðar þetta 265 einstaklinga, starfsmenn allt í allt. Þetta er fyrir utan það sem Icelandair mun tilkynna okkur væntanlega í dag eða á morgun,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu rétt fyrir hádegi í dag. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Egill Viðbúið sé að tilkynningum um hópuppsagnir muni fjölga. „Þetta eru allt saman fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustunni utan eitt sem er fiskvinnsla. Þar eru 15 manns sem eru í uppsögnum þar og það þá skýrist af loðnubresti og einhverjum aflabresti,“ segir Unnir. Gríðarlegt álag sé á stofnuninni en þegar eru rúmlega fimmtíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá eða á hlutabótum. „Við náttúrlega erum að hlaupa eins hratt og við mögulega getum en ég hef nú sagt það áður að ég á nú alveg von á því að það muni einhverjum greiðslum seinka. Ég á ekki von á að við getum verið með þetta upp á punkt og prik og allir verði búnir að fá greitt um mánaðamótin, því miður,“ segir Unnur. „Þetta er fjöldi sem að við höfum aldrei séð áður og ég held að við hefðum aldrei getað undirbúið okkur undir þetta,“ segir Unnur. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54 Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Vinnumálastofnun hafa borist átta tilkynningar um hópuppsagnir frá því í gær og er viðbúið að þeim fjölgi í dag og á morgun. 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Greiðslur úr atvinnuleysistryggingastjóði gætu dregist um mánaðamótin vegna mikils álags hjá stofnuninni. Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu hafa almennt lýst nokkurri ánægju með þær aðgerðir sem ríkisstjórnin greindi frá í gær. Hlutastarfaleiðin verður framlengd út ágúst en lágmarksstarfshlutfall sem miðað er við hækkar úr 25 í 50% í júlí. Þá verða settar tímabundið einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og loks gefst fyrirtækjum kostur á að sækja um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, háð skilyrðum. Þetta þýðir að mörg fyrirtæki grípa til þess ráðs að segja upp starfsfólki til að forða rekstrinum frá gjaldþroti. Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40% starfsfólks fyrirtækisins. Íslandshótel gera ráð fyrir að segja upp um 230 af 530 starfsmönnum að því er fram kom í fréttum Rúv í gær og Isavia hefur sagt upp 30 til viðbótar við þær uppsagnir sem þegar var búið að grípa til og enn fleiri verða lækkaðir í starfshlutfalli, svo fátt eitt sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mörg önnur stærri og smærri ferðaþjónustufyrirtæki að grípa til uppsagna í dag og á morgun. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. „Núna þá eru komnar tilkynningar um hópuppsagnir frá átta fyrirtækjum og inni í því eru sem sagt varðar þetta 265 einstaklinga, starfsmenn allt í allt. Þetta er fyrir utan það sem Icelandair mun tilkynna okkur væntanlega í dag eða á morgun,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu rétt fyrir hádegi í dag. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Egill Viðbúið sé að tilkynningum um hópuppsagnir muni fjölga. „Þetta eru allt saman fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustunni utan eitt sem er fiskvinnsla. Þar eru 15 manns sem eru í uppsögnum þar og það þá skýrist af loðnubresti og einhverjum aflabresti,“ segir Unnir. Gríðarlegt álag sé á stofnuninni en þegar eru rúmlega fimmtíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá eða á hlutabótum. „Við náttúrlega erum að hlaupa eins hratt og við mögulega getum en ég hef nú sagt það áður að ég á nú alveg von á því að það muni einhverjum greiðslum seinka. Ég á ekki von á að við getum verið með þetta upp á punkt og prik og allir verði búnir að fá greitt um mánaðamótin, því miður,“ segir Unnur. „Þetta er fjöldi sem að við höfum aldrei séð áður og ég held að við hefðum aldrei getað undirbúið okkur undir þetta,“ segir Unnur.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54 Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40
Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54
Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46