Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2020 11:46 Árni Gunnarsson forstjóri Icelandair Connect. Vísir/Egill Ferðaskipuleggjandinn Iceland Travel, dótturfélag Icelandair Group, mun segja upp meirihluta þeirra 130 sem starfa hjá fyrirtækinu. Að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Iceland Travel, má rekja uppsagnirnar til hins „algjöra tekjufalls“ sem orðið hefur í ferðaþjónustu vegna yfirstandandi kórónuveirufaraldurs. Fyrirtækið hafði þegar lækkað starfshlutfall starfsmanna sinna en í pósti Árna til starfsfólks í dag segir hann að ekki verði hjá uppsögnum komist. „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ skrifar Árni. Samhliða þessu verður mannauðssvið Iceland Travel lagt niður og upplýsingatæknideild félagsins verður sameinuð upplýsingatæknisviði Icelandair. Breytingarnar fela einnig í sér að framleiðsla og rekstur sameinast undir stjórn Berglaugar Skúladóttur. „Ferðaþjónusta í öllum heiminum á undir högg að sækja og við ekki undanskilin þar en þegar rofar til veit ég að Ísland mun koma sterkt inn sem áfangastaður og Iceland Travel mun ná að vaxa aftur þegar þar að kemur,“ skrifar Árni. Vísir reyndi að ná í Árna í morgun án árangurs. Viðbúið var að ferðaþjónustufyrirtæki myndu segja upp starfsfólki um þessi mánaðamót. Þannig tilkynntu Kynnisferðir um 150 uppsagnir í morgun, 30 var sagt upp hjá Fríhöfninni, auk þess sem Icelandair sögðu rúmlega 2000 manns upp störfum í gær í stærstu einstöku hópuppsögn Íslandssögunnar. Það sem af er degi hafa Vinnumálastofnun borist 8 tilkynningar um uppsagnir þar sem 265 hefur verið sagt upp störfum. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55 Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Ferðaskipuleggjandinn Iceland Travel, dótturfélag Icelandair Group, mun segja upp meirihluta þeirra 130 sem starfa hjá fyrirtækinu. Að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Iceland Travel, má rekja uppsagnirnar til hins „algjöra tekjufalls“ sem orðið hefur í ferðaþjónustu vegna yfirstandandi kórónuveirufaraldurs. Fyrirtækið hafði þegar lækkað starfshlutfall starfsmanna sinna en í pósti Árna til starfsfólks í dag segir hann að ekki verði hjá uppsögnum komist. „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ skrifar Árni. Samhliða þessu verður mannauðssvið Iceland Travel lagt niður og upplýsingatæknideild félagsins verður sameinuð upplýsingatæknisviði Icelandair. Breytingarnar fela einnig í sér að framleiðsla og rekstur sameinast undir stjórn Berglaugar Skúladóttur. „Ferðaþjónusta í öllum heiminum á undir högg að sækja og við ekki undanskilin þar en þegar rofar til veit ég að Ísland mun koma sterkt inn sem áfangastaður og Iceland Travel mun ná að vaxa aftur þegar þar að kemur,“ skrifar Árni. Vísir reyndi að ná í Árna í morgun án árangurs. Viðbúið var að ferðaþjónustufyrirtæki myndu segja upp starfsfólki um þessi mánaðamót. Þannig tilkynntu Kynnisferðir um 150 uppsagnir í morgun, 30 var sagt upp hjá Fríhöfninni, auk þess sem Icelandair sögðu rúmlega 2000 manns upp störfum í gær í stærstu einstöku hópuppsögn Íslandssögunnar. Það sem af er degi hafa Vinnumálastofnun borist 8 tilkynningar um uppsagnir þar sem 265 hefur verið sagt upp störfum.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55 Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55
Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40