Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2020 11:10 Frá veitingahúsi í Stokkhólmi á sunnudaginn. EPA/Jessica Gow Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. Leik- og grunnskólum var ekki lokað og útgöngubann ekki sett á. Þá hafa Svíar tekið mjög fá sýni og þar af leiðandi skimað lítið fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Markmiðið virðist vera að byggja upp hjarðónæmi, án þess að aðgerðirnar komi verulega niður á efnahagi landsins. Lena Hallengren, heilbrigðisráðherra Svíþjóðar, sagði þó nýverið að ekki væri verið að reyna að byggja upp harðónæmi. Svíar væru bara að reyna að vernda líf eins og allir aðrir. Þrátt fyrir þá neitun hafa yfirvöld Svíþjóðar fylgst með ónæmishlutfalli þjóðarinnar og sóttvarnarlæknir Svíþjóðar sagði nýverið að hjarðónæmi gæti náðst á nokkrum vikum. Svíar segja þessar öðruvísi aðgerðir hafa virkað vel. Tölurnar gefa þó mögulega í skyn að þær hafi kostað sitt í mannslífum. Mun fleiri hafa dáið í Svíþjóð Þegar CNN tók tölurnar saman í gær höfðu minnst 2.274 dáið í Svíþjóð. 427 höfðu dáið í Danmörku, 206 í Noregi og 193 í Finnlandi. Sé það fært yfir á fjölda látinna á hverja hundrað þúsund íbúa lítur það svona út: 22 í Svíþjóð. Sjö í Danmörku og fjórir í Noregi og Finnlandi. Frá því í gær hefur fjöldi látinna hækkað í minnst 2.355 í Svíþjóð. Það er hækkun um 81. Í Danmörku hefur fjöldi látinna hækkað um sjö. Í Noregi hefur fjöldinn ekki hækkað og í Finnlandi hafa sex dáið til viðbótar, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. CNN hefur einnig sett tölfræðina í samhengi þéttleika byggðar. Í Svíþjóð búa 25 manns á hverjum ferkílómetra. Í Danmörku eru þau 138, fimmtán í Noregi og 18 í Finnlandi. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar.EPA/Jessica Gow Segja dauðsföll ekki til marks um aðgerðaleysi Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir Svía, hefur mótmælt gagnrýni í garð stjórnvalda. Segir hann að misræmið í dánartíðni skýrist af miklu leyti af því að kórónuveiran hafi borist á fleiri dvalarheimili í Svíþjóð en annarsstaðar. Þetta sé sum sé ekki aðgerðaleysi að kenna heldur því að Svíum hafi mistekist almennt að vernda eldri borgara. Sjá einnig: Vægum viðbrögðum kennt um margfalda dánartíðni Um það bil helmingur þeirra sem hafa dáið í Svíþjóð hafa verið eldri borgarar á dvalarheimilum. Í viðtali við CNN sagði Tegnell að teymi hans ætti erfitt með að sjá hvernig útgöngubann og umfangsmeiri félagsforðun ætti að hafa komið í veg fyrir að faraldurinn næði til þeirra. Mun minni skimun í Svíþjóð SVT hefur sömuleiðis borið Svíþjóð saman við nágrannaríkin og með hjálp línurita en þá umfjöllun má sjá hér. Þar kemur fram að Svíar hafa gert próf á 0,7 prósentum íbúa landsins og af þeim hafi 14,1 prósent verið smitaðir. Í Danmörku er Hlutfallið 1,7 prósent prófaðir og þar af 7,8 smitaðir. Í Noregi er það 2,7 prósent prófaðir og þar af 6,9 prósent smitaðir. Í Finnlandi er búið að prófa 1,1 prósent íbúa og hafa 6,5 prósent þeirra greinst smitaðir. Þessi tölfræði varpar ljósi á það hve umfangslítil skimunin í Svíþjóð hefur verið. Götumarkaður í Malmö um síðustu helgi.EPA/Johan Nilsson Segjast betur tilbúnir í aðra bylgju Svíar segja einnig að það hvernig þeir hafa tekist á við faraldurinn muni hjálpa þeim verulega við að takast á við aðra bylgju, komi til hennar síðar á árinu. Í síðustu viku var áætlað að um 15 til 20 prósent íbúa hafi myndað ónæmi fyrir veirunni. Sjá einnig: Segir Svía betur í stakk búna til að takast á við aðra bylgju faraldursins Umdeildur dauði hjúkrunarfræðings Þann 21. apríl dó hjúkrunarfræðingur við Karolinska sjúkrahúsið á heimili sínu. Hún var á fimmtugsaldri og dó einungis fjórum dögum eftir að hún greindist með Covid-19. Samstarfsfólk hennar tilkynnti dauða hennar til lögreglu. Þau segja að hlífðarbúnaður sem hjúkrunarfræðingurinn hafi verið útvegaður í vinnu sinni hjá Karolinska hafi ekki mætt lágmarksskilyrðum heilbrigðisráðuneytisins. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu á þeim grundvelli að vinnuveitandi hafi ekki tryggt starfsöryggi en slíkar rannsóknir snúa oftast að byggingasvæðum og verktakafyrirtækjum. Forsvarsmenn Karolinska segja skilyrðum ráðuneytisins hafa verið fylgt eftir. Eins og staðan eru í dag er ómögulegt að segja hvers konar aðgerðir ríkja gegn faraldrinum báru mestan árangur og hverjar misheppnuðust. Það eru mögulega margir mánuðir í slík svör. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Sjá meira
Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. Leik- og grunnskólum var ekki lokað og útgöngubann ekki sett á. Þá hafa Svíar tekið mjög fá sýni og þar af leiðandi skimað lítið fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Markmiðið virðist vera að byggja upp hjarðónæmi, án þess að aðgerðirnar komi verulega niður á efnahagi landsins. Lena Hallengren, heilbrigðisráðherra Svíþjóðar, sagði þó nýverið að ekki væri verið að reyna að byggja upp harðónæmi. Svíar væru bara að reyna að vernda líf eins og allir aðrir. Þrátt fyrir þá neitun hafa yfirvöld Svíþjóðar fylgst með ónæmishlutfalli þjóðarinnar og sóttvarnarlæknir Svíþjóðar sagði nýverið að hjarðónæmi gæti náðst á nokkrum vikum. Svíar segja þessar öðruvísi aðgerðir hafa virkað vel. Tölurnar gefa þó mögulega í skyn að þær hafi kostað sitt í mannslífum. Mun fleiri hafa dáið í Svíþjóð Þegar CNN tók tölurnar saman í gær höfðu minnst 2.274 dáið í Svíþjóð. 427 höfðu dáið í Danmörku, 206 í Noregi og 193 í Finnlandi. Sé það fært yfir á fjölda látinna á hverja hundrað þúsund íbúa lítur það svona út: 22 í Svíþjóð. Sjö í Danmörku og fjórir í Noregi og Finnlandi. Frá því í gær hefur fjöldi látinna hækkað í minnst 2.355 í Svíþjóð. Það er hækkun um 81. Í Danmörku hefur fjöldi látinna hækkað um sjö. Í Noregi hefur fjöldinn ekki hækkað og í Finnlandi hafa sex dáið til viðbótar, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. CNN hefur einnig sett tölfræðina í samhengi þéttleika byggðar. Í Svíþjóð búa 25 manns á hverjum ferkílómetra. Í Danmörku eru þau 138, fimmtán í Noregi og 18 í Finnlandi. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar.EPA/Jessica Gow Segja dauðsföll ekki til marks um aðgerðaleysi Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir Svía, hefur mótmælt gagnrýni í garð stjórnvalda. Segir hann að misræmið í dánartíðni skýrist af miklu leyti af því að kórónuveiran hafi borist á fleiri dvalarheimili í Svíþjóð en annarsstaðar. Þetta sé sum sé ekki aðgerðaleysi að kenna heldur því að Svíum hafi mistekist almennt að vernda eldri borgara. Sjá einnig: Vægum viðbrögðum kennt um margfalda dánartíðni Um það bil helmingur þeirra sem hafa dáið í Svíþjóð hafa verið eldri borgarar á dvalarheimilum. Í viðtali við CNN sagði Tegnell að teymi hans ætti erfitt með að sjá hvernig útgöngubann og umfangsmeiri félagsforðun ætti að hafa komið í veg fyrir að faraldurinn næði til þeirra. Mun minni skimun í Svíþjóð SVT hefur sömuleiðis borið Svíþjóð saman við nágrannaríkin og með hjálp línurita en þá umfjöllun má sjá hér. Þar kemur fram að Svíar hafa gert próf á 0,7 prósentum íbúa landsins og af þeim hafi 14,1 prósent verið smitaðir. Í Danmörku er Hlutfallið 1,7 prósent prófaðir og þar af 7,8 smitaðir. Í Noregi er það 2,7 prósent prófaðir og þar af 6,9 prósent smitaðir. Í Finnlandi er búið að prófa 1,1 prósent íbúa og hafa 6,5 prósent þeirra greinst smitaðir. Þessi tölfræði varpar ljósi á það hve umfangslítil skimunin í Svíþjóð hefur verið. Götumarkaður í Malmö um síðustu helgi.EPA/Johan Nilsson Segjast betur tilbúnir í aðra bylgju Svíar segja einnig að það hvernig þeir hafa tekist á við faraldurinn muni hjálpa þeim verulega við að takast á við aðra bylgju, komi til hennar síðar á árinu. Í síðustu viku var áætlað að um 15 til 20 prósent íbúa hafi myndað ónæmi fyrir veirunni. Sjá einnig: Segir Svía betur í stakk búna til að takast á við aðra bylgju faraldursins Umdeildur dauði hjúkrunarfræðings Þann 21. apríl dó hjúkrunarfræðingur við Karolinska sjúkrahúsið á heimili sínu. Hún var á fimmtugsaldri og dó einungis fjórum dögum eftir að hún greindist með Covid-19. Samstarfsfólk hennar tilkynnti dauða hennar til lögreglu. Þau segja að hlífðarbúnaður sem hjúkrunarfræðingurinn hafi verið útvegaður í vinnu sinni hjá Karolinska hafi ekki mætt lágmarksskilyrðum heilbrigðisráðuneytisins. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu á þeim grundvelli að vinnuveitandi hafi ekki tryggt starfsöryggi en slíkar rannsóknir snúa oftast að byggingasvæðum og verktakafyrirtækjum. Forsvarsmenn Karolinska segja skilyrðum ráðuneytisins hafa verið fylgt eftir. Eins og staðan eru í dag er ómögulegt að segja hvers konar aðgerðir ríkja gegn faraldrinum báru mestan árangur og hverjar misheppnuðust. Það eru mögulega margir mánuðir í slík svör.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Sjá meira