Juventus stjarnan jákvæð í fjórða sinn á sex vikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 10:00 Paulo Dybala og Cristiano Ronaldo fagna saman einu af mörkum á þessu tímabili. Cristiano Ronaldo passar sig örugglega á því að koma ekki nálægt Dybala á næstunni. Getty/Valerio Pennicino Paulo Dybala þarf að glíma lengur en flestir við kórónuveiruna en þessi stjörnuleikmaður hjá Juventus þarf að halda sér áfram í einangrun. Nýjasta prófið sem Paulo Dybala fór í sýndi að hann er enn með kórónuveiruna en þetta var í fjórða sinn á sex vikum sem hann kemur út jákvæður út úr slíku prófi. Hinn 26 ára gamli Argentínumaður sagði fyrst frá því í mars að hann og kærasta hans, Oriana Sabatini, hefðu bæði fengið COVID-19 sjúkdóminn. Síðan er liðinn meira en mánuður og að öllu eðlilegu ætti argentínski framherjinn að vera laus við veiruna. Juventus býst líka við því og hefur sent hann margoft í próf en niðurstaðan er alltaf sú sama. Paulo Dybala 'tests positive for coronavirus for fourth time in six weeks' https://t.co/iHKO3cBayf— SPORTbible (@sportbible) April 29, 2020 Spænska sjónvarpsstöðin El Chiringuito TV hefur heimildir fyrir því að öll þessi fjögur próf hans á síðustu sex vikum hafi verið jákvæð. Paulo Dybala hefur sagt frá erfiðri upplifun sinni af því að fá COVID-19 sjúkdóminn en hann átti meðal annars erfitt með andardrátt. „Sem betur fer líður okkur mun betur þessa dagana og við erum ekki með nein einkenni. Ég var með mikil einkenni um tíma, varð mjög fljótt þreyttur þegar ég reyndi að æfa og þurfti að berjast við að ná andanum eftir aðeins fimm mínútna æfingu,“ sagði Paulo Dybala „Þá áttaði ég mig á því að eitthvað væri að. Prófin hjá félaginu sýndu að við vorum bæði jákvæð,“ sagði Paulo Dybala. Paulo Dybala tests positive for coronavirus 'for the fourth time in six weeks' https://t.co/CFfxdj9uVe pic.twitter.com/OltnEBk1Qy— Mirror Football (@MirrorFootball) April 28, 2020 „Eftir það fengum við enn verri einkenni, eins og hósta, þreytu og kuldaköst. Félagið sagði okkur að þetta yrði allt í lagi og við urðum bara að vera róleg,“ sagði Paulo Dybala. Paulo Dybala var einn af þremur leikmönnum Juventus sem fengu en hinir voru þeir Blaise Matuidi og Daniele Rugani. Ítölsku félögin ætla að hefja aftur æfingar 4. maí næstkomandi, fyrst einn á einn og svo í hópum eftir 18. maí. Það er síðan stefnt á það að byrja að spila í júní. Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Sjá meira
Paulo Dybala þarf að glíma lengur en flestir við kórónuveiruna en þessi stjörnuleikmaður hjá Juventus þarf að halda sér áfram í einangrun. Nýjasta prófið sem Paulo Dybala fór í sýndi að hann er enn með kórónuveiruna en þetta var í fjórða sinn á sex vikum sem hann kemur út jákvæður út úr slíku prófi. Hinn 26 ára gamli Argentínumaður sagði fyrst frá því í mars að hann og kærasta hans, Oriana Sabatini, hefðu bæði fengið COVID-19 sjúkdóminn. Síðan er liðinn meira en mánuður og að öllu eðlilegu ætti argentínski framherjinn að vera laus við veiruna. Juventus býst líka við því og hefur sent hann margoft í próf en niðurstaðan er alltaf sú sama. Paulo Dybala 'tests positive for coronavirus for fourth time in six weeks' https://t.co/iHKO3cBayf— SPORTbible (@sportbible) April 29, 2020 Spænska sjónvarpsstöðin El Chiringuito TV hefur heimildir fyrir því að öll þessi fjögur próf hans á síðustu sex vikum hafi verið jákvæð. Paulo Dybala hefur sagt frá erfiðri upplifun sinni af því að fá COVID-19 sjúkdóminn en hann átti meðal annars erfitt með andardrátt. „Sem betur fer líður okkur mun betur þessa dagana og við erum ekki með nein einkenni. Ég var með mikil einkenni um tíma, varð mjög fljótt þreyttur þegar ég reyndi að æfa og þurfti að berjast við að ná andanum eftir aðeins fimm mínútna æfingu,“ sagði Paulo Dybala „Þá áttaði ég mig á því að eitthvað væri að. Prófin hjá félaginu sýndu að við vorum bæði jákvæð,“ sagði Paulo Dybala. Paulo Dybala tests positive for coronavirus 'for the fourth time in six weeks' https://t.co/CFfxdj9uVe pic.twitter.com/OltnEBk1Qy— Mirror Football (@MirrorFootball) April 28, 2020 „Eftir það fengum við enn verri einkenni, eins og hósta, þreytu og kuldaköst. Félagið sagði okkur að þetta yrði allt í lagi og við urðum bara að vera róleg,“ sagði Paulo Dybala. Paulo Dybala var einn af þremur leikmönnum Juventus sem fengu en hinir voru þeir Blaise Matuidi og Daniele Rugani. Ítölsku félögin ætla að hefja aftur æfingar 4. maí næstkomandi, fyrst einn á einn og svo í hópum eftir 18. maí. Það er síðan stefnt á það að byrja að spila í júní.
Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Sjá meira