Japanir urðu að fresta Ólympíuleikunum sem áttu að fara fram í Tókýó í sumar og ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar. Japanr drógu það lengi að fresta leikunum en að lokum var ekkert annað í stöðunni.
Nýjar dagsetningar fyrir leikanna eru nú 23. júlí til 8. ágúst 2021.
Sérfræðingar í heilbrigðisstéttinni hafa sett fram efasemdir um að það sé í raun hægt að halda Ólympíuleikanna næsta sumar án þess að til verði mótefni eða áhrifarík lyf við Covid-19 sjúkdómnum.
Japan would 'scrap' Games if not held next year: Tokyo 2020 president Yoshiro Mori https://t.co/rus5sIqtNU pic.twitter.com/me7YBA7VfJ
— Reuters (@Reuters) April 28, 2020
Yoshiro Mori, forseti Ólympíuleikanna í Tókýó, var spurður út í það hvort leikarnir yrði mögulega færðir aftur.
Svarið var stutt og skýrt. „Nei,“ svaraði Yoshiro Mori en bætti svo við: „Ef það gerist þá verður Ólympíuleikunum aflýst,“ sagði Yoshiro Mori.
#UPDATES The pandemic has already forced a year-long delay of the Games, now scheduled to open on July 23, 2021, but Tokyo 2020 president Yoshiro Mori says no further postponement is possible, adding "in that case, it's cancelled" https://t.co/Jrh59NFJhG pic.twitter.com/1rdQiENJTy
— AFP news agency (@AFP) April 28, 2020
Forseti Ólympíuleikanna í Tókýó er samt bjartsýnn á það að leikarnir fari fram næsta sumar.
„Þessir Ólympíuleikar yrðu dýrmætari en allir Ólympíuleikar fortíðarinnar ef við gætum haldið þá eftir að hafa unnið þennan bardaga við kórónuveiruna,“ sagði Yoshiro Mori.
„Við verðum að trúa því annars munu mikil vinna og viðleitni okkar ekki skila neinu,“ sagði Yoshiro Mori.