Spánverjar mega æfa á mánudag og keppni gæti hafist snemma í júní Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2020 21:00 Það styttist vonandi í að Lionel Messi og aðrir geti hafið æfingar að nýju. VÍSIR/GETTY Spænsk stjórnvöld hafa tilkynnt að afreksíþróttafólk í landinu geti hafið einstaklingsæfingar 4. maí. Slakað verður á skilyrðum í nokkrum skrefum og standa vonir til að hægt verði að spila fótboltaleiki snemma í júní. Keppni í spænsku 1. deildinni í fótbolta var stöðvuð um miðjan mars vegna kórónuveirufaraldursins. Þá var 27 umferðum af 38 lokið. Samkvæmt AS er stefnt að því að þráðurinn verði tekinn upp að nýju 5. eða 12. júní. Leikmenn mega mæta á æfingasvæði síns félags frá og með 4. maí og æfa með bolta úti á velli, en þó ekki í hópum. Þann 18. maí á að leyfa allt að sex manna hópum að æfa saman, og stækka hópana í átta manns viku síðar. Ekki mega fleiri en tíu manns, að meðtöldum þjálfurum, vera á sama velli á sama tíma. Þann 1. júní er stefnt að því að venjulegar liðsæfingar á Spáni geti hafist að nýju. Samkvæmt AS er ætlast til þess að leikmenn haldi sig einangruðum frá öðrum en liðsfélögum sínum, með það í huga að hægt verði að spila fótbolta að nýju og klára tímabilið, en leikmenn hafa til þessa hafnað þeirri hugmynd. Frakkar hafa ákveðið að aflýsa sínu tímabili en Ítalir horfa til sams konar áætlunar og Spánverjar nú. Engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi ensku úrvalsdeildina en vonir standa til að hægt verði að spila í júní. Keppni í Þýskalandi hefst hins vegar að nýju 9. maí ef að þýsk stjórnvöld gefa grænt ljós. Hvergi stendur til að áhorfendur verði á leikjunum. Spænski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45 Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00 Planið sagt núna vera að spila alla leikina frá 8. júní til 27. júlí Líkurnar eru að aukast á að unnendur enska boltans fái sögulegt fótboltasumar þar sem verði nóg af fótbolta á mjög óvenjulegum tíma. 27. apríl 2020 09:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Spænsk stjórnvöld hafa tilkynnt að afreksíþróttafólk í landinu geti hafið einstaklingsæfingar 4. maí. Slakað verður á skilyrðum í nokkrum skrefum og standa vonir til að hægt verði að spila fótboltaleiki snemma í júní. Keppni í spænsku 1. deildinni í fótbolta var stöðvuð um miðjan mars vegna kórónuveirufaraldursins. Þá var 27 umferðum af 38 lokið. Samkvæmt AS er stefnt að því að þráðurinn verði tekinn upp að nýju 5. eða 12. júní. Leikmenn mega mæta á æfingasvæði síns félags frá og með 4. maí og æfa með bolta úti á velli, en þó ekki í hópum. Þann 18. maí á að leyfa allt að sex manna hópum að æfa saman, og stækka hópana í átta manns viku síðar. Ekki mega fleiri en tíu manns, að meðtöldum þjálfurum, vera á sama velli á sama tíma. Þann 1. júní er stefnt að því að venjulegar liðsæfingar á Spáni geti hafist að nýju. Samkvæmt AS er ætlast til þess að leikmenn haldi sig einangruðum frá öðrum en liðsfélögum sínum, með það í huga að hægt verði að spila fótbolta að nýju og klára tímabilið, en leikmenn hafa til þessa hafnað þeirri hugmynd. Frakkar hafa ákveðið að aflýsa sínu tímabili en Ítalir horfa til sams konar áætlunar og Spánverjar nú. Engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi ensku úrvalsdeildina en vonir standa til að hægt verði að spila í júní. Keppni í Þýskalandi hefst hins vegar að nýju 9. maí ef að þýsk stjórnvöld gefa grænt ljós. Hvergi stendur til að áhorfendur verði á leikjunum.
Spænski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45 Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00 Planið sagt núna vera að spila alla leikina frá 8. júní til 27. júlí Líkurnar eru að aukast á að unnendur enska boltans fái sögulegt fótboltasumar þar sem verði nóg af fótbolta á mjög óvenjulegum tíma. 27. apríl 2020 09:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45
Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00
Planið sagt núna vera að spila alla leikina frá 8. júní til 27. júlí Líkurnar eru að aukast á að unnendur enska boltans fái sögulegt fótboltasumar þar sem verði nóg af fótbolta á mjög óvenjulegum tíma. 27. apríl 2020 09:00