Erlent

Enn ekkert sést til Kim Jong-un

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ekkert hefur sést til einræðisherrans í að verða þrjár vikur.
Ekkert hefur sést til einræðisherrans í að verða þrjár vikur. EPA/KCNA

Enn hefur ekkert sést til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og sögusagnir um að hann sé látinn eða í lífshættu eru enn á kreiki.

Ró var yfir norðurkóresku höfuðborginni Pjongjang í dag og lífið gekk sinn vanagang. Ekkert er minnst á ástand einræðisherrans í staðarmiðlum þótt það sé til umfjöllunar nærri alls staðar annars staðar í heiminum.

Nærri þrjár vikur eru nú liðnar frá því Kim sást opinberlega. Í millitíðinni hefur hann misst af hátíðarhöldum á degi sólarinnar, en svo kallast afmælisdagur Kim Il-sung, afa Jong-un og fyrsta leiðtoga Alþýðulýðveldisins. Þetta er einn stærsti hátíðisdagur ársins í landinu.

Norðurkóreskir miðlar birtu í gær bréf frá Kim til Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, dagsett 27. apríl. Ekki er þó hægt að fullyrða að bréfið sýni fram á að Kim sé við hestaheilsu.

Suðurkóreskir embættismenn sögðu í dag, líkt og undanfarna daga, að enn sem komið er væri ekki ástæða til þess að halda að Kim væri í lífshættu eða látinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×