Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2020 07:14 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lørenskógi, rétt utan við Ósló, á leið til vinnu í morgun. Norska dagblaðið VG greinir frá þessu en lögregla hefur ekki viljað upplýsa neitt um handtökuna að svo stöddu. Í frétt VG segir að eftir handtökuna hafi lögreglumenn farið inn á heimili Hagen-hjónanna og skrifstofu Toms, sem staðsett er í bænum Rasta, steinsnar frá heimilinu. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar klukkan hálf ellefu að norskum tíma vegna málsins, eða klukkan hálf níu að íslenskum. Hér má nálgast beina útsendingu VG af fundinum. Sjá einnig: „Tom, ertu tilbúinn að semja?“ Fá sakamál í Noregi hafa vakið jafnmikla athygli síðustu ár og hvarf Anne-Elisabeth. Ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október 2018 er hún hvarf af heimili sínu og Toms, sem er einn ríkasti maður Noregs, í Lørenskógi. Lögregla hélt þétt að sér spilunum og fengu fjölmiðlar ekki veður af hvarfi hennar fyrr en í janúar í fyrra. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán en meintir mannræningjar skildu eftir bréf á vettvangi þar sem þeir útlistuðu kröfur sínar; milljónir norskra króna í órekjanlegri rafmynt. Lögregla hvarf frá þeirri kenningu í fyrrasumar og gaf það út að málið væri nú rannsakað sem morð. Anne-Elisabeth hefði að öllum líkindum verið myrt og lausnargjaldskrafan væri aðeins sett fram í þeim tilgangi að villa um fyrir lögreglu. Í frétt VG segir að Tom Hagen hafi ætíð verið samvinnuþýður lögreglu, látið sig rannsóknina mjög varða og sent marga tölvupósta til rannsakenda þar sem hann bauð aðstoð sína og hugmyndir að lausnum. Samkvæmt upplýsingum VG hefur Tom haldið því fram að innlendir glæpamenn, sem vilji koma höggi á hann persónulega, beri ábyrgð á hvarfi Anne-Elisabeth. Fréttin hefur verið uppfærð. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lørenskógi, rétt utan við Ósló, á leið til vinnu í morgun. Norska dagblaðið VG greinir frá þessu en lögregla hefur ekki viljað upplýsa neitt um handtökuna að svo stöddu. Í frétt VG segir að eftir handtökuna hafi lögreglumenn farið inn á heimili Hagen-hjónanna og skrifstofu Toms, sem staðsett er í bænum Rasta, steinsnar frá heimilinu. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar klukkan hálf ellefu að norskum tíma vegna málsins, eða klukkan hálf níu að íslenskum. Hér má nálgast beina útsendingu VG af fundinum. Sjá einnig: „Tom, ertu tilbúinn að semja?“ Fá sakamál í Noregi hafa vakið jafnmikla athygli síðustu ár og hvarf Anne-Elisabeth. Ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október 2018 er hún hvarf af heimili sínu og Toms, sem er einn ríkasti maður Noregs, í Lørenskógi. Lögregla hélt þétt að sér spilunum og fengu fjölmiðlar ekki veður af hvarfi hennar fyrr en í janúar í fyrra. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán en meintir mannræningjar skildu eftir bréf á vettvangi þar sem þeir útlistuðu kröfur sínar; milljónir norskra króna í órekjanlegri rafmynt. Lögregla hvarf frá þeirri kenningu í fyrrasumar og gaf það út að málið væri nú rannsakað sem morð. Anne-Elisabeth hefði að öllum líkindum verið myrt og lausnargjaldskrafan væri aðeins sett fram í þeim tilgangi að villa um fyrir lögreglu. Í frétt VG segir að Tom Hagen hafi ætíð verið samvinnuþýður lögreglu, látið sig rannsóknina mjög varða og sent marga tölvupósta til rannsakenda þar sem hann bauð aðstoð sína og hugmyndir að lausnum. Samkvæmt upplýsingum VG hefur Tom haldið því fram að innlendir glæpamenn, sem vilji koma höggi á hann persónulega, beri ábyrgð á hvarfi Anne-Elisabeth. Fréttin hefur verið uppfærð.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55