Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. apríl 2020 18:49 Jón Karl Ólafsson fyrrverandi forstjóri Icelandair telur mikilvægt að lífeyrissjóðir verji stöðu sina í Icelandair. Vísir/Egill Lífeyrissjóðir bíða eftir hlutafjárútboði Icelandair en þeir eiga tæpan helming í félaginu. Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að aðeins verði fjárfest ef fyrirsjáanlegt sé að fjármunirnir skili viðunandi ávöxtun. Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur að félagið fari í þrot komi sjóðirnir ekki með fjármagn. Icelandair ætlar um mánaðarmótin að segja upp stórum hluta starfsmanna félagsins. Þá hefur forstjóri félagsins sagt að það lifi ekki af sumarið nema nýtt fé komi inn. Nú sé stefnt á að gefa út nýtt hlutafé fyrir fjárfesta og hugsanlega komi ríkið í framhaldinu með lánalínur. Ekki er komin önnur tímasetning á útboðið en að það sé á næstunni. Ellefu lífeyrissjóðir eru meðal tuttugu stærstu eigenda Icelandair og þar af fer Lífeyrissjóður verslunarmanna með næst stærstan hlut uppá um 12%. Þurfa að vera rekstrarlegar forsendur fyrir áframhaldi á fjárfestingu Stefán Sveinbjörnsson formaður sjóðsins segir að það þurfi að yfirfara útboðsgögn frá Icelandair áður en fjárfest verði frekar í félaginu. Stefán Sveinbjörnsson formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir mikilvægt að forsendur séu fyrir áframhaldandi fjárfestingu.Vísir/Egill „Það þurfa að vera rekstrarlegar forsendur fyrir því að það eigi að fara að fjárfesta í félagi eins og þessu sem og öðrum félögum sem sjóðurinn hefur fjárfest í. Þannig að þeir fjármunir sem fara þar inn skili sér með viðunandi ávöxtun miðað við þá áhættu sem verið er að taka,“ segir Stefán. Beðið með ákvarðanir Fréttastofa leitaði viðbragða hjá öðrum lífeyrissjóðum í dag og fékk svör frá Birtu, Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga og Almenna lífeyrissjóðnum þar sem einnig kom fram að beðið er með allar ákvarðanir þar til Icelandair skilar útboðsgögnum. Jón Karl Ólafsson fyrrverandi forstjóri Icelandair segir mikla óvissu framundan og margir standi frammi fyrir að velja á milli vondra, verra eða verstu kosta. Hann telur mikilvægt að sjóðirnir fjárfesti áfram í félaginu. „Versti kosturinn varðandi Icelandair væri ef lífeyrissjóðirnir vilja ekki gera neitt og félagið lendir á endanum í þroti sem við vonum að verði ekki, því þar með myndu lífeyrissjóðirnir tapa öllu fjármagninu í félaginu. Ég held að það væri miklu betra fyrir lífeyrissjóðina að verja stöðu félagsins.“ segir Jón Karl. Erfitt að finna nýja fjárfesta Jón segir að langflest flugfélög í heiminum eigi í basli og því sé erfitt að leita að erlendum fjárfestum. Staðan er svo óljós og það er eiginlega ómöglegt að sækja erlent fjármagn eins og staðan er nú, “ segir Jón Karl. Hann segir að víða séu stjórnvöld að hlaupa undir bagga hjá flugfélögum. Almennt hafa flugfélög verið að fá ríkisaðstoð vegna stöðunnar. Félag eins og Lufthansa er að biðja um ríkisaðstoð, sem er eitthvað sem maður hélt að myndi aldrei koma upp, SAS, Norwegian og KLM eru að fá ríkisaðstoð. Listinn er ótæmandi. Þegar tekjufallið er algjört þá verða menn að fá hjálp til að komast til gegn. Þetta er verkefni sem allir eru að fara í gegnum ekki bara Icelandair,“ segir Jón Karl. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. 27. apríl 2020 14:05 Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. 26. apríl 2020 15:00 Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47 Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27. apríl 2020 16:41 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Lífeyrissjóðir bíða eftir hlutafjárútboði Icelandair en þeir eiga tæpan helming í félaginu. Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að aðeins verði fjárfest ef fyrirsjáanlegt sé að fjármunirnir skili viðunandi ávöxtun. Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur að félagið fari í þrot komi sjóðirnir ekki með fjármagn. Icelandair ætlar um mánaðarmótin að segja upp stórum hluta starfsmanna félagsins. Þá hefur forstjóri félagsins sagt að það lifi ekki af sumarið nema nýtt fé komi inn. Nú sé stefnt á að gefa út nýtt hlutafé fyrir fjárfesta og hugsanlega komi ríkið í framhaldinu með lánalínur. Ekki er komin önnur tímasetning á útboðið en að það sé á næstunni. Ellefu lífeyrissjóðir eru meðal tuttugu stærstu eigenda Icelandair og þar af fer Lífeyrissjóður verslunarmanna með næst stærstan hlut uppá um 12%. Þurfa að vera rekstrarlegar forsendur fyrir áframhaldi á fjárfestingu Stefán Sveinbjörnsson formaður sjóðsins segir að það þurfi að yfirfara útboðsgögn frá Icelandair áður en fjárfest verði frekar í félaginu. Stefán Sveinbjörnsson formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir mikilvægt að forsendur séu fyrir áframhaldandi fjárfestingu.Vísir/Egill „Það þurfa að vera rekstrarlegar forsendur fyrir því að það eigi að fara að fjárfesta í félagi eins og þessu sem og öðrum félögum sem sjóðurinn hefur fjárfest í. Þannig að þeir fjármunir sem fara þar inn skili sér með viðunandi ávöxtun miðað við þá áhættu sem verið er að taka,“ segir Stefán. Beðið með ákvarðanir Fréttastofa leitaði viðbragða hjá öðrum lífeyrissjóðum í dag og fékk svör frá Birtu, Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga og Almenna lífeyrissjóðnum þar sem einnig kom fram að beðið er með allar ákvarðanir þar til Icelandair skilar útboðsgögnum. Jón Karl Ólafsson fyrrverandi forstjóri Icelandair segir mikla óvissu framundan og margir standi frammi fyrir að velja á milli vondra, verra eða verstu kosta. Hann telur mikilvægt að sjóðirnir fjárfesti áfram í félaginu. „Versti kosturinn varðandi Icelandair væri ef lífeyrissjóðirnir vilja ekki gera neitt og félagið lendir á endanum í þroti sem við vonum að verði ekki, því þar með myndu lífeyrissjóðirnir tapa öllu fjármagninu í félaginu. Ég held að það væri miklu betra fyrir lífeyrissjóðina að verja stöðu félagsins.“ segir Jón Karl. Erfitt að finna nýja fjárfesta Jón segir að langflest flugfélög í heiminum eigi í basli og því sé erfitt að leita að erlendum fjárfestum. Staðan er svo óljós og það er eiginlega ómöglegt að sækja erlent fjármagn eins og staðan er nú, “ segir Jón Karl. Hann segir að víða séu stjórnvöld að hlaupa undir bagga hjá flugfélögum. Almennt hafa flugfélög verið að fá ríkisaðstoð vegna stöðunnar. Félag eins og Lufthansa er að biðja um ríkisaðstoð, sem er eitthvað sem maður hélt að myndi aldrei koma upp, SAS, Norwegian og KLM eru að fá ríkisaðstoð. Listinn er ótæmandi. Þegar tekjufallið er algjört þá verða menn að fá hjálp til að komast til gegn. Þetta er verkefni sem allir eru að fara í gegnum ekki bara Icelandair,“ segir Jón Karl.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. 27. apríl 2020 14:05 Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. 26. apríl 2020 15:00 Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47 Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27. apríl 2020 16:41 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. 27. apríl 2020 14:05
Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. 26. apríl 2020 15:00
Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47
Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27. apríl 2020 16:41