Fjárfesta í hestum frekar en hlutabréfum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. maí 2020 21:34 Bjarni Elvar Pjetursson og Kristín Heimisdóttir voru viðmælendur í mannlífsþættinum Hestalífið sem birtist á Vísi í dag. Vísir/Hestalífið Fyrir 15 árum síðan fóru tannlæknahjónin Kristín Heimisdóttir og Bjarni Elvar Pjetursson í örlagaríka hestaferð á fjöllum sem sneri lífi þeirra á hvolf. Á þessum tíma vissu þau næstum ekkert um hesta en eiga nú sveitabýli og reiðhöll á Suðurlandi, 60 hesta stóð og reka stórt ræktunar- og tamningabú. Telma Lucinda Tómasson heimsótti hjónin í Hjarðartúni við austurbakka Eystri-Rangár í mannlífsþættinum Hestalífið. „Ég veit það ekki, það bara gerðist. Ég veit ekki hvort það er útiveran, nálægðin við dýrin eða tengingin við náttúruna. Ég veit ekki hvað það er, þetta bara einhvern veginn heltekur mann þegar maður byrjar,“ útskýrir Kristín. Klippa: Hestalífið - Kristín og Bjarni á Hjarðartúni Veitir gleði Um 70 þúsund hross eru til á Íslandi og fjöldi hestamanna er einnig talinn í þúsundum. Flestir stunda hestamennsku sem áhugamál, njóta útreiða og nálægðar við skepnuna, en sumir taka sportið miklu lengra, helga því líf sitt og fjárfesta fyrir tugi eða jafnvel hundruð milljóna. Fyrsta folaldið sem Kristín og Bjarni fjárfestu í var heldur dýr en vel ættuð lítil hryssa og margir undruðust þessi kaup. „Eins og sumir segja: „Hvað eruð þið að eyða svona miklum pening í að kaupa folald? Ég meina, hefðum við keypt hlutabréf fyrir sama pening, við værum ekki búin að hafa nokkra gleði af því,“ segir Bjarni. Þau leggja hart að sér og fjárfestingin í húsakosti, hrossum og jarðnæði er mikil. Þau keyptu hrossaræktarbúið fyrir fimm árum og síðustu fjögur ár hafa þau verið að fikra sig áfram í ræktun. „Við tókum nefnilega samtalið áður en við keyptum þetta folald því það var ekki alveg gefins. Við bara veltum þessu fyrir okkur. Ef við kaupum hlutabréf þá annað hvort græðir maður á því eða tapar. Og það veitir manni enga gleði. En það að kaupa folald og fylgjast með því, og þá getur maður auðvitað annað hvort grætt á því eða tapað á því eins og á hlutabréfunum. En ferillinn á því er einhvern veginn miklu skemmtilegri. Og það er eins og með allt í lífinu að það er ekki markmiðið sjálft sem er aðal málið heldur leiðin að markmiðinu,“ segir Kristín. Það eru aðeins nokkur ár síðan hjónin vissu ekkert um hesta. Nú reka þau stóran hestabúgarð.Vísir/Hestalífið Áður en Bjarni og Kristín fóru af stað í þetta ævintýri höfðu þau prófað að vera með nokkur hross og hesthús í bænum. En það hentaði þeim ekki að stunda hestamennskuna eftir vinnu, oft á kvöldin þegar aðrir voru farnir heim. „Þannig að í staðinn fyrir að verða þessi hvíld og slökun að fara í rólegheitum upp í hesthús og vinna með hestana þá varð þetta eiginlega pínu stress. Þannig að við fórum að hugsa hvort það væri möguleiki að kaupa einhverja aðstöðu sem ber það að ráða fólk í vinnu þannig að það geti verið með okkar hesta og hesta í þjálfun þannig að við höfum meira frítt spil. Koma um helgar og fara á bak eða koma um helgar og fara ekki á bak,“ segir Bjarni. Alltaf jafn hissa Fjórir atvinnumenn temja og þjálfa í Hjarðartúni, enda mikið starf að sinna tugum hesta. Kristín segir að það hafi komið sér á óvart hvað hestamennskan getur tekið á allan líkamann. „Það er eitt að sitja hest þegar þú ert í hestaferð og að ríða á milli staða sitja eða eitthvað svoleiðis, þá þarftu að hafa ákveðið balans og það kannski líka getur verið æfing. En svo þegar þú ferð að keppa eða vinna með hestinn þá vinnur þú með öllum þínum líkama líka. Þetta kom mér rosalega á óvart og þetta hvarflaði ekki að mér áður en ég fór í hestamennskuna. Ég er alltaf jafn hissa, ég er bara sveitt að ríða nokkra hringi. Og svo horfirðu á fólk í sjónvarpinu eða inni á keppnisvellinum og þú heldur já já, það bara sest og svo nokkra hringi og út. Og svo fær maður sér bjór eða eitthvað. Þetta er ekki þannig, þetta er nefnilega ekki þannig. Þetta kom mér mjög á óvart, hvað þetta er mikil íþrótt,“ segir Kristín. Hjónin Bjarni og Kristín fundu ástríðu fyrir hestamennsku eftir örlagaríka hestaferð með vinum þar sem Kristín fór ekki einu sinni á bak.Vísir/Hestalífið Hjónunum datt í hug að setja saman lið atvinnuknapa í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í vetur, sem er í raun efsta erfiðleikastig í hestasportinu. Skemmst er frá því að segja að sigur á sigur ofan tryggði liði Hjarðartúns sæti á toppnum. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit. Hestar Hestalífið Tengdar fréttir „Mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda. 10. apríl 2020 09:00 „Menn eru að taka hana í sátt í dag“ Ein frægasta ljósmyndin úr íslenska hestaheiminum er eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Það voru þó margir sem sögðu í byrjun að myndin væri of útlensk. 31. mars 2020 09:00 Einstakar hestamyndir Gígju enduðu á lúxushóteli og tískufatnaði Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir hefur síðustu ár fagnað einstök augnablik af íslenska hestinum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndir hennar hafa meðal annars birst á veggjum lúxushótela og fatnaði og vörum frá þekktum tískuvörumerkjum 25. mars 2020 11:00 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Fyrir 15 árum síðan fóru tannlæknahjónin Kristín Heimisdóttir og Bjarni Elvar Pjetursson í örlagaríka hestaferð á fjöllum sem sneri lífi þeirra á hvolf. Á þessum tíma vissu þau næstum ekkert um hesta en eiga nú sveitabýli og reiðhöll á Suðurlandi, 60 hesta stóð og reka stórt ræktunar- og tamningabú. Telma Lucinda Tómasson heimsótti hjónin í Hjarðartúni við austurbakka Eystri-Rangár í mannlífsþættinum Hestalífið. „Ég veit það ekki, það bara gerðist. Ég veit ekki hvort það er útiveran, nálægðin við dýrin eða tengingin við náttúruna. Ég veit ekki hvað það er, þetta bara einhvern veginn heltekur mann þegar maður byrjar,“ útskýrir Kristín. Klippa: Hestalífið - Kristín og Bjarni á Hjarðartúni Veitir gleði Um 70 þúsund hross eru til á Íslandi og fjöldi hestamanna er einnig talinn í þúsundum. Flestir stunda hestamennsku sem áhugamál, njóta útreiða og nálægðar við skepnuna, en sumir taka sportið miklu lengra, helga því líf sitt og fjárfesta fyrir tugi eða jafnvel hundruð milljóna. Fyrsta folaldið sem Kristín og Bjarni fjárfestu í var heldur dýr en vel ættuð lítil hryssa og margir undruðust þessi kaup. „Eins og sumir segja: „Hvað eruð þið að eyða svona miklum pening í að kaupa folald? Ég meina, hefðum við keypt hlutabréf fyrir sama pening, við værum ekki búin að hafa nokkra gleði af því,“ segir Bjarni. Þau leggja hart að sér og fjárfestingin í húsakosti, hrossum og jarðnæði er mikil. Þau keyptu hrossaræktarbúið fyrir fimm árum og síðustu fjögur ár hafa þau verið að fikra sig áfram í ræktun. „Við tókum nefnilega samtalið áður en við keyptum þetta folald því það var ekki alveg gefins. Við bara veltum þessu fyrir okkur. Ef við kaupum hlutabréf þá annað hvort græðir maður á því eða tapar. Og það veitir manni enga gleði. En það að kaupa folald og fylgjast með því, og þá getur maður auðvitað annað hvort grætt á því eða tapað á því eins og á hlutabréfunum. En ferillinn á því er einhvern veginn miklu skemmtilegri. Og það er eins og með allt í lífinu að það er ekki markmiðið sjálft sem er aðal málið heldur leiðin að markmiðinu,“ segir Kristín. Það eru aðeins nokkur ár síðan hjónin vissu ekkert um hesta. Nú reka þau stóran hestabúgarð.Vísir/Hestalífið Áður en Bjarni og Kristín fóru af stað í þetta ævintýri höfðu þau prófað að vera með nokkur hross og hesthús í bænum. En það hentaði þeim ekki að stunda hestamennskuna eftir vinnu, oft á kvöldin þegar aðrir voru farnir heim. „Þannig að í staðinn fyrir að verða þessi hvíld og slökun að fara í rólegheitum upp í hesthús og vinna með hestana þá varð þetta eiginlega pínu stress. Þannig að við fórum að hugsa hvort það væri möguleiki að kaupa einhverja aðstöðu sem ber það að ráða fólk í vinnu þannig að það geti verið með okkar hesta og hesta í þjálfun þannig að við höfum meira frítt spil. Koma um helgar og fara á bak eða koma um helgar og fara ekki á bak,“ segir Bjarni. Alltaf jafn hissa Fjórir atvinnumenn temja og þjálfa í Hjarðartúni, enda mikið starf að sinna tugum hesta. Kristín segir að það hafi komið sér á óvart hvað hestamennskan getur tekið á allan líkamann. „Það er eitt að sitja hest þegar þú ert í hestaferð og að ríða á milli staða sitja eða eitthvað svoleiðis, þá þarftu að hafa ákveðið balans og það kannski líka getur verið æfing. En svo þegar þú ferð að keppa eða vinna með hestinn þá vinnur þú með öllum þínum líkama líka. Þetta kom mér rosalega á óvart og þetta hvarflaði ekki að mér áður en ég fór í hestamennskuna. Ég er alltaf jafn hissa, ég er bara sveitt að ríða nokkra hringi. Og svo horfirðu á fólk í sjónvarpinu eða inni á keppnisvellinum og þú heldur já já, það bara sest og svo nokkra hringi og út. Og svo fær maður sér bjór eða eitthvað. Þetta er ekki þannig, þetta er nefnilega ekki þannig. Þetta kom mér mjög á óvart, hvað þetta er mikil íþrótt,“ segir Kristín. Hjónin Bjarni og Kristín fundu ástríðu fyrir hestamennsku eftir örlagaríka hestaferð með vinum þar sem Kristín fór ekki einu sinni á bak.Vísir/Hestalífið Hjónunum datt í hug að setja saman lið atvinnuknapa í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í vetur, sem er í raun efsta erfiðleikastig í hestasportinu. Skemmst er frá því að segja að sigur á sigur ofan tryggði liði Hjarðartúns sæti á toppnum. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestar Hestalífið Tengdar fréttir „Mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda. 10. apríl 2020 09:00 „Menn eru að taka hana í sátt í dag“ Ein frægasta ljósmyndin úr íslenska hestaheiminum er eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Það voru þó margir sem sögðu í byrjun að myndin væri of útlensk. 31. mars 2020 09:00 Einstakar hestamyndir Gígju enduðu á lúxushóteli og tískufatnaði Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir hefur síðustu ár fagnað einstök augnablik af íslenska hestinum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndir hennar hafa meðal annars birst á veggjum lúxushótela og fatnaði og vörum frá þekktum tískuvörumerkjum 25. mars 2020 11:00 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
„Mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda. 10. apríl 2020 09:00
„Menn eru að taka hana í sátt í dag“ Ein frægasta ljósmyndin úr íslenska hestaheiminum er eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Það voru þó margir sem sögðu í byrjun að myndin væri of útlensk. 31. mars 2020 09:00
Einstakar hestamyndir Gígju enduðu á lúxushóteli og tískufatnaði Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir hefur síðustu ár fagnað einstök augnablik af íslenska hestinum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndir hennar hafa meðal annars birst á veggjum lúxushótela og fatnaði og vörum frá þekktum tískuvörumerkjum 25. mars 2020 11:00