Vinna við Notre Dame hafin að nýju Andri Eysteinsson skrifar 27. apríl 2020 13:28 Vinna við viðgerð kirkjunnar stöðvaðist vegna faraldursins. Getty/Chesnot Vinna við endurreisn Notre Dame kirkjunnar í París er hafin að nýju eftir að hlé var gert vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fyrir rétt rúmu ári síðan kviknaði í kirkjunni sögufrægu sem stendur við bakka árinnar Signu í París. Heimurinn fylgdist með því þegar sífellt stærri hluti kirkjunnar varð eldi að bráð og að endingu féll turnspíra kirkjunnar í eldhafið ásamt þaki kirkjunnar. Frönsk yfirvöld sögðu að litlu hefði mátt muna svo að dómkirkjan brynni öll til kaldra kola. Sjá einnig: Drónamyndir varpa ljósi á gríðarlegar skemmdir Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því skömmu eftir brunann að kirkjan skyldi endurbyggð innan fimm ára og veittu fjölmargir fjársterkir aðilar fé í söfnun vegna framkvæmdanna. Vinna hefur þó gengið hægt vegna ýmissa atriða. Blýmengun var mikil eftir eldinn og stormar settu strik í reikninginn í vetur, þá var það faraldur kórónuveirunnar sem stöðvaði framkvæmdirnar með öllu í mars. Sóknarprestur Notre Dame, Patrick Chauvet, segir í samtali við Reuters að einn og hálfur mánuður hafi farið forgörðum en framkvæmdir séu þó enn á áætlun. Vinna sé að hefjast að nýju og verði sóttvarnarreglum framfylgt. Búningsklefum og sturtuaðstöðu iðnaðarmanna á svæðinu verður breytt til að koma í veg fyrir smithættu. Spurður um gang framkvæmdanna sagði Chauvet að þó verkefnið sé á áætlun þýði það ekki endilega að þeim verði lokið að fullu að fimm árum liðnum, kirkjan verði þó nothæf á þeim tímapunkti. Chauvet sagði fyrstu verkin hafa snúið að því að fjarlægja málm sem hafði bráðnað við eldsvoðann. „Þegar hann hefur verið fjarlægður, þá getum við sagt að fyrsta skrefi, að gera aðstæður verkamanna öruggar, sé lokið.“ Frakkland Bruninn í Notre-Dame Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Vinna við endurreisn Notre Dame kirkjunnar í París er hafin að nýju eftir að hlé var gert vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fyrir rétt rúmu ári síðan kviknaði í kirkjunni sögufrægu sem stendur við bakka árinnar Signu í París. Heimurinn fylgdist með því þegar sífellt stærri hluti kirkjunnar varð eldi að bráð og að endingu féll turnspíra kirkjunnar í eldhafið ásamt þaki kirkjunnar. Frönsk yfirvöld sögðu að litlu hefði mátt muna svo að dómkirkjan brynni öll til kaldra kola. Sjá einnig: Drónamyndir varpa ljósi á gríðarlegar skemmdir Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því skömmu eftir brunann að kirkjan skyldi endurbyggð innan fimm ára og veittu fjölmargir fjársterkir aðilar fé í söfnun vegna framkvæmdanna. Vinna hefur þó gengið hægt vegna ýmissa atriða. Blýmengun var mikil eftir eldinn og stormar settu strik í reikninginn í vetur, þá var það faraldur kórónuveirunnar sem stöðvaði framkvæmdirnar með öllu í mars. Sóknarprestur Notre Dame, Patrick Chauvet, segir í samtali við Reuters að einn og hálfur mánuður hafi farið forgörðum en framkvæmdir séu þó enn á áætlun. Vinna sé að hefjast að nýju og verði sóttvarnarreglum framfylgt. Búningsklefum og sturtuaðstöðu iðnaðarmanna á svæðinu verður breytt til að koma í veg fyrir smithættu. Spurður um gang framkvæmdanna sagði Chauvet að þó verkefnið sé á áætlun þýði það ekki endilega að þeim verði lokið að fullu að fimm árum liðnum, kirkjan verði þó nothæf á þeim tímapunkti. Chauvet sagði fyrstu verkin hafa snúið að því að fjarlægja málm sem hafði bráðnað við eldsvoðann. „Þegar hann hefur verið fjarlægður, þá getum við sagt að fyrsta skrefi, að gera aðstæður verkamanna öruggar, sé lokið.“
Frakkland Bruninn í Notre-Dame Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira