„Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2020 11:52 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Borgarstjóri vill skoða hvort hægt sé að loka fyrir bílaumferð á völdum stöðum í miðborginni til að auka rými fyrir fólk sem vill njóta lífsins en um leið virða tveggja metra regluna. Borgarstjóri segir veturinn hafa farið í skipuleggja innirými vegna veirunnar, nú sé komið að útisvæðum. „Við erum aðkoma út úr vetri þar sem við erum orðin vön því að skipuleggja öll innirými til að virða tveggja metra regluna, þessi fjarlægðarmörk og tryggja sóttvarnir. Það sem við erum að sjá eftir að vorið kom og sumarið að fólk er úti að hreyfa sig og njóta lífsins. Það eru fleiri og fleiri veitingastaðir og verslanir að opna í miðborginni sem auðvitað draga til sín sem er frábært. Þess vegna höfum við fengið ábendingar um að við þurfum að huga að þessum hlutum til að allt gangi upp í samræmi við ráðleggingar sóttvarnalæknis og almannavarnir,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar. Hann segir of snemmt að segja til um hvort borgin muni ganga lengra í lokunum en áður. „Það sem við viljum gera er að koma til móts við rekstraraðila sem vilja stækka veitingastaðina með því að færa borð og stóla á gangstéttir og jafnvel götur því þau geta tekið svo fáa inn á staðina hjá sér. Það sama getur líka átt við verslanir að einhverju leyti. Við sjáum fyrir okkur að losa um regluverkið og auðvelda rekstraraðilum svona breytingar, því við vitum að þetta hefur verið mjög erfiður vetur og vor. Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar, auðvitað fyrir borgarbúa og líka fyrir gesti borgarinnar,“ segir Dagur. Veturinn hafi einkennst af ferðalögum innandyra en nú sé komið að því að ferðast innanlands í sumar. „Reykjavík ætlar að skarta sínu fegursta í sumar og auðvelda rekstraraðilum eins og nokkur er kostur að vera í samræmi í leiðbeiningar almannavarna og sóttvarnalæknis en um leið að fá til sín fólk og gera skemmtilega hluti.“ Fjöldi borga hafa gripið til þess að fjölga göngugötum og hjólastígum til að koma til móts við fólk sem vill hreyfa sig og njóta útiveru. Var það til dæmis gert eftir að ásókn í útivistarsvæði borganna var orðin mjög mikil sökum kórónuveirunnar. „Vorið og sólin kom fyrr mjög víða. Ég hef tekið eftir því að það er allskonar nýmæli í þessu og mjög víða hefur þurft að fjölga og gera tímabundna hjólastíga því þeir hafa verið of mikið notaðir og göngugötum hefur stórfjölgað í sumum borgum. Sú borg hefur lent kannski hvað verst í Covid, Mílanó á Ítalíu, þar eru mjög stór plön varðandi göngugötur til að koma til móts við mannlífið og fólk sem er komið með nóg af inniverunni.“ Hann ætlar að bera þessar hugmyndir undir almannavarnir. „Mér finnst eðlilegt að bera undir almannavarnir þetta skipulag, alveg eins og við höfum borið undir almannavarnir skipulag í skólum fundarsölum og sundlaugun,. Við erum í þessu saman og gerum þetta saman. Það hefur verið gríðarlegur styrkur í öllum viðbrögðum Íslands hvað fólk hefur verið samstíga. Við höfum einsett okkur að vera það áfram. “ Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Borgarstjóri vill skoða hvort hægt sé að loka fyrir bílaumferð á völdum stöðum í miðborginni til að auka rými fyrir fólk sem vill njóta lífsins en um leið virða tveggja metra regluna. Borgarstjóri segir veturinn hafa farið í skipuleggja innirými vegna veirunnar, nú sé komið að útisvæðum. „Við erum aðkoma út úr vetri þar sem við erum orðin vön því að skipuleggja öll innirými til að virða tveggja metra regluna, þessi fjarlægðarmörk og tryggja sóttvarnir. Það sem við erum að sjá eftir að vorið kom og sumarið að fólk er úti að hreyfa sig og njóta lífsins. Það eru fleiri og fleiri veitingastaðir og verslanir að opna í miðborginni sem auðvitað draga til sín sem er frábært. Þess vegna höfum við fengið ábendingar um að við þurfum að huga að þessum hlutum til að allt gangi upp í samræmi við ráðleggingar sóttvarnalæknis og almannavarnir,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar. Hann segir of snemmt að segja til um hvort borgin muni ganga lengra í lokunum en áður. „Það sem við viljum gera er að koma til móts við rekstraraðila sem vilja stækka veitingastaðina með því að færa borð og stóla á gangstéttir og jafnvel götur því þau geta tekið svo fáa inn á staðina hjá sér. Það sama getur líka átt við verslanir að einhverju leyti. Við sjáum fyrir okkur að losa um regluverkið og auðvelda rekstraraðilum svona breytingar, því við vitum að þetta hefur verið mjög erfiður vetur og vor. Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar, auðvitað fyrir borgarbúa og líka fyrir gesti borgarinnar,“ segir Dagur. Veturinn hafi einkennst af ferðalögum innandyra en nú sé komið að því að ferðast innanlands í sumar. „Reykjavík ætlar að skarta sínu fegursta í sumar og auðvelda rekstraraðilum eins og nokkur er kostur að vera í samræmi í leiðbeiningar almannavarna og sóttvarnalæknis en um leið að fá til sín fólk og gera skemmtilega hluti.“ Fjöldi borga hafa gripið til þess að fjölga göngugötum og hjólastígum til að koma til móts við fólk sem vill hreyfa sig og njóta útiveru. Var það til dæmis gert eftir að ásókn í útivistarsvæði borganna var orðin mjög mikil sökum kórónuveirunnar. „Vorið og sólin kom fyrr mjög víða. Ég hef tekið eftir því að það er allskonar nýmæli í þessu og mjög víða hefur þurft að fjölga og gera tímabundna hjólastíga því þeir hafa verið of mikið notaðir og göngugötum hefur stórfjölgað í sumum borgum. Sú borg hefur lent kannski hvað verst í Covid, Mílanó á Ítalíu, þar eru mjög stór plön varðandi göngugötur til að koma til móts við mannlífið og fólk sem er komið með nóg af inniverunni.“ Hann ætlar að bera þessar hugmyndir undir almannavarnir. „Mér finnst eðlilegt að bera undir almannavarnir þetta skipulag, alveg eins og við höfum borið undir almannavarnir skipulag í skólum fundarsölum og sundlaugun,. Við erum í þessu saman og gerum þetta saman. Það hefur verið gríðarlegur styrkur í öllum viðbrögðum Íslands hvað fólk hefur verið samstíga. Við höfum einsett okkur að vera það áfram. “
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent