Sport

Smáþjóðaleikum 2021 frestað vegna Covid-19

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Smáþjóðaleikarnir fóru síðast fram á Íslandi árið 2015.
Smáþjóðaleikarnir fóru síðast fram á Íslandi árið 2015. vísir/pjetur

Smáþjóðaleikunum, sem fyrirhugað var að færu fram í Andorra vorið 2021, hefur verið frestað vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins.

Ólympíunefnd Andorra staðfestir þessa ákvörðun í yfirlýsingu þar sem segir jafnframt að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hversu lengi leikunum er frestað.

Þó vonir standi til að allt íþróttastarf verði komið í eðlilegt horf næsta vor hafa frestanir þessa árs áhrif á þessa ákvörðun en til að mynda eru Ólympíuleikarnir í Tokyo nú á sömu dagsetningum og fyrirhugað var að halda Smáþjóðaleikana í Andorra.

Íslenskir íþróttamenn hafa verið áberandi á Smáþjóðaleikunum í gegnum tíðina en leikarnir eru fyrir ríki sem hafa minna en milljón íbúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×