Segir einum kafla stríðsins við veiruna lokið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2020 14:33 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nú megi segja að einum kafla í stríðinu við kórónuveiruna sem valdið getur Covid-19 sé lokið. Landi sé hins vegar ekki náð. Nú taki við nýr kafli sem felst í því að koma í veg fyrir að faraldurinn blossi upp að nýju hér á landi. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um Covid-19 hér á landi í dag. „Við þurfum að fara mjög varlega næstu mánuðina ef ekki á illa að fara,“ segir Þórólfur. Þann 4. maí verða breytingar á reglum samkomubannsins sem sett var á um miðjan mars. Þá mega 50 manns vera í sama rýminu, en ekki 20 eins og nú. Þórólfur segir að áskoranir næstu mánaða verði að aflétta samkomutakmörkunum hægt, viðhafa viðunandi ferðatakmarkanir hingað til lands, fylgjast með hópsýkingum, halda áfram að rekja smit og setja þá sem útsettir eru fyrir smiti í sóttkví, vernda viðkvæma hópa og hefja mótefnamælingar. Eins segir hann að hefjast þurfi handa við að skoða aðgerðir stjórnvalda til að hefta útbreiðslu veirunnar og það sem komið hefur út úr faraldrinum. Það muni líklega gagnast okkur og öðrum þjóðum í framtíðinni þegar tekist verður á aðra faraldra, sem og aðra bylgju þessa faraldurs ef til hennar kemur. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nú megi segja að einum kafla í stríðinu við kórónuveiruna sem valdið getur Covid-19 sé lokið. Landi sé hins vegar ekki náð. Nú taki við nýr kafli sem felst í því að koma í veg fyrir að faraldurinn blossi upp að nýju hér á landi. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um Covid-19 hér á landi í dag. „Við þurfum að fara mjög varlega næstu mánuðina ef ekki á illa að fara,“ segir Þórólfur. Þann 4. maí verða breytingar á reglum samkomubannsins sem sett var á um miðjan mars. Þá mega 50 manns vera í sama rýminu, en ekki 20 eins og nú. Þórólfur segir að áskoranir næstu mánaða verði að aflétta samkomutakmörkunum hægt, viðhafa viðunandi ferðatakmarkanir hingað til lands, fylgjast með hópsýkingum, halda áfram að rekja smit og setja þá sem útsettir eru fyrir smiti í sóttkví, vernda viðkvæma hópa og hefja mótefnamælingar. Eins segir hann að hefjast þurfi handa við að skoða aðgerðir stjórnvalda til að hefta útbreiðslu veirunnar og það sem komið hefur út úr faraldrinum. Það muni líklega gagnast okkur og öðrum þjóðum í framtíðinni þegar tekist verður á aðra faraldra, sem og aðra bylgju þessa faraldurs ef til hennar kemur.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira