Innlent

Mið­stöð ís­lenskra bók­mennta veitir rúmar 50 milljónir í styrki

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Miðstöð íslenskra bókmennta veitir rúmlega 50 milljónir í útgáfu- og þýðingastyrki í ár.
Miðstöð íslenskra bókmennta veitir rúmlega 50 milljónir í útgáfu- og þýðingastyrki í ár. Getty

Miðstöð íslenskra bókmennta mun í ár úthluta 51,5 milljónum króna í styrkjum til bókaútgáfu og þýðinga. Þetta er 8,5 milljónum hærra en úthlutað var í fyrra þegar 43 milljónum var veitt í sömu styrki. Í fréttatilkynningu frá Miðstöðinni segir að þetta sé gert til að bregðast við áhrifum ríkjandi ástands.

Rúmum 28 milljónum króna verður úthlutað í útgáfustyrki til 45 verka sem er 2 milljónum krónum hærra en í fyrra. Alls bárust 69 umsóknir og sótt var um rúmar 65 milljónir. Þá verður rúmum 13 milljónum króna úthlutað í 35 styrki til þýðinga á íslensku í fyrri úthlutun ársins en 50 umsóknir bárust. Það er þriggja milljóna króna hækkun á milli ára og átta fleiri verkefni verða styrkt en í fyrra. Þriðjungur styrkjanna mun fara til þýðinga barna- og ungmennabóka.

Úr Auði, barna- og ungmennabókasjóðnum, verður 10 milljónum úthlutað en þetta er annað skiptið sem úthlutað verður úr sjóðnum. Verkefni sjóðsins er að styrkja útgáfu vandaðra barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku. Alls hlutu 32 verk styrki að þessu sinni.

Bækurnar sem hljóta styrki í ár eru af ýmsu tagi, langar textabækur fyrir ungmenni, myndríkar smábarnabækur og allt þar á milli.


Tengdar fréttir

Þrír nýir stjórnendur ráðnir í Þjóðleikhúsið

Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir í Þjóðleikhúsið. Magnús Geir Þórðarson tók við starfi þjóðleikhússtjóra þann 1. janúar síðastliðinn og hann hefur nú fengið til liðs við sig þau Steinunni Þórhallsdóttur, Jón Þorgeir Kristjánsson og Kristínu Ólafsdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×