Bolsonaro rekur yfirmann lögreglunnar, dómsmálaráðherrann segir af sér Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2020 15:37 Samskipti Bolsonaro (t.v.) og Moro (t.h.) höfðu stirðnað undanfarið. Moro sagði af sér í dag vegna ákvörðunar forsetans um að reka yfirmann alríkislögreglunnar. Vísir/EPA Sergio Moro, dómsmálaráðherra Brasilíu, sagði af sér í dag vegna ákvörðunar Jairs Bolsonaro forseta um að reka yfirmann alríkislögreglunnar. Bolsonaro hefur ekki gefið neina formlega skýringu á brottrekstrinum. Tilkynnt var um brottrekstur Mauricio Valeixo, forstjóra alríkislögreglunnar í lögbirtingarblaði. Moro skipaði Valeixo og hótaði dómsmálaráðherrann að segja af sér nema hann fengi að velja eftirmann hans í embættið. Reuters-fréttastofan segir óljóst hvers vegna Bolsonaro vildi ryðja Valeixo úr vegi. Forsetinn hefur verið áhugasamur um að stokka upp í yfirstjórn alríkislögreglunnar í Río de Janeiro þar sem hann var áður þingmaður. Valeixo og Moro hafa hins vegar verið á móti þeim sem Bolsonaro hefur nefnt til að taka við lögreglunni þar. „Ég verð að standa vörð um ferilskrá mína og umframt allt þá skuldbindingu sem ég tók við...að við myndum standa einörð gegn spillingu, skipulagðri glæpastarfsemi og ofbeldisglæpum,“ sagði Moro á blaðmannafundi þar sem hann kynnti afsögn sína í dag, að sögn The Guardian. Moro var áður þekktur dómari og hefur verið í fararbroddi í yfirlýstum tilraunum Bolsonaro til að taka á landlægri spillingu í Brasilíu. Bolsonaro bauð sig fram til forseta með loforði um að taka á spillingu og að rannsóknir á henni yrðu lausar undan pólitískum afskiptum. Brotthvarf Moro, sem hefur notið vinsælda almennings, er talið verða ríkisstjórn Bolsonaro mikil blóðtaka. Dómsmálaráðherrann hefur ekki verið óumdeildur. Í fyrra skutu upp kollinum smáskilaboð sem gengu á milli Moro og saksóknara þegar hann var dómari í spillingarmáli gegn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta. Moro gaf þar saksóknurum ráð um hvernig þeir ættu að haga málatilbúnaði sínum. Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39 Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04 Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Sergio Moro, dómsmálaráðherra Brasilíu, sagði af sér í dag vegna ákvörðunar Jairs Bolsonaro forseta um að reka yfirmann alríkislögreglunnar. Bolsonaro hefur ekki gefið neina formlega skýringu á brottrekstrinum. Tilkynnt var um brottrekstur Mauricio Valeixo, forstjóra alríkislögreglunnar í lögbirtingarblaði. Moro skipaði Valeixo og hótaði dómsmálaráðherrann að segja af sér nema hann fengi að velja eftirmann hans í embættið. Reuters-fréttastofan segir óljóst hvers vegna Bolsonaro vildi ryðja Valeixo úr vegi. Forsetinn hefur verið áhugasamur um að stokka upp í yfirstjórn alríkislögreglunnar í Río de Janeiro þar sem hann var áður þingmaður. Valeixo og Moro hafa hins vegar verið á móti þeim sem Bolsonaro hefur nefnt til að taka við lögreglunni þar. „Ég verð að standa vörð um ferilskrá mína og umframt allt þá skuldbindingu sem ég tók við...að við myndum standa einörð gegn spillingu, skipulagðri glæpastarfsemi og ofbeldisglæpum,“ sagði Moro á blaðmannafundi þar sem hann kynnti afsögn sína í dag, að sögn The Guardian. Moro var áður þekktur dómari og hefur verið í fararbroddi í yfirlýstum tilraunum Bolsonaro til að taka á landlægri spillingu í Brasilíu. Bolsonaro bauð sig fram til forseta með loforði um að taka á spillingu og að rannsóknir á henni yrðu lausar undan pólitískum afskiptum. Brotthvarf Moro, sem hefur notið vinsælda almennings, er talið verða ríkisstjórn Bolsonaro mikil blóðtaka. Dómsmálaráðherrann hefur ekki verið óumdeildur. Í fyrra skutu upp kollinum smáskilaboð sem gengu á milli Moro og saksóknara þegar hann var dómari í spillingarmáli gegn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta. Moro gaf þar saksóknurum ráð um hvernig þeir ættu að haga málatilbúnaði sínum.
Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39 Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04 Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39
Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04
Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00