Dagskrá sjómannadagsins í Reykjavík aflýst í fyrsta sinn í 82 ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2020 11:12 Hátíð hafsins sem haldin hefur verið við Gömlu höfnina í Reykjavík undanfarin ár hefur verið vel sótt. Hátíð hafsins Skipulagðri dagskrá á sjómannadaginn í Reykjavík sunnudaginn 7. júní næstkomandi hefur verið aflýst. Er það gert vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Að því er segir í tilkynningu er þetta í fyrsta sinn í 83 ára sögu Sjómannadagsráðs sem dagskránni er aflýst en fyrsti sjómannadagurinn var haldinn árið 1938. Þá fellur dagskrá Hátíðar hafsins einnig niður en hana átti að halda dagana 6. og 7. júní við Gömlu höfnina. Engin breyting verður þó á útgáfu Sjómannadagsblaðsins og verður 83. árgangi blaðsins dreift til viðtakenda föstudaginn 5. júní. „Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins hefur allt frá árinu 1938 gengist fyrir skipulagðri dagskrá á sjómannadaginn með minningarathöfn um drukknaða sjómenn, skrúðgöngu að Dómkirkjunni, þar sem árleg sjómannamessa fer fram auk heiðrunar sjómanna. Aldrei fyrr í sögu Sjómannadagsráðs hafa þessir viðburðir fallið niður enda er sjómannadagurinn ekki síst helgaður minningu látinna sjómanna. Árlega hefur Sjómannadagsráð jafnframt gengist fyrir fjölskylduhátíð á sjómannadaginn við Gömlu höfnina í Reykjavík með ýmsum leikjum og þrautum. Undanfarin sautján ár hefur sá hluti hátíðarhaldanna verið efldur með samstarfi við Faxaflóahafnir og Brim með veglegri tveggja daga hátíðarhöldum undir merki Hátíðar hafsins á gamla hafnarsvæðinu við Grandagarð,“ segir í tilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að árlega hafi allt að 40 þúsund gestir lagt leið sína á hafnarsvæðið um sjómannadagshelgina til þess „að upplifa skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem hægt er að kynnast ýmsu sem tengist lífríki sjávarins, sjómennsku, verðmætasköpun og öðru er við kemur mikilvægi sjávar- og hafnarstarfsemi eins og hægt er að kynna sér á vef hátíðarinnar, hatidhafsins.is. Vegna takmarkana sem nú gilda af heilbrigðisástæðum um návígi fólks verður ekki af hátíðinni, en aðstandendur hennar eru staðráðnir í að taka upp þráðinn á ný að ári með veglegri dagskrá á hafnarsvæðinu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Sjávarútvegur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Skipulagðri dagskrá á sjómannadaginn í Reykjavík sunnudaginn 7. júní næstkomandi hefur verið aflýst. Er það gert vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Að því er segir í tilkynningu er þetta í fyrsta sinn í 83 ára sögu Sjómannadagsráðs sem dagskránni er aflýst en fyrsti sjómannadagurinn var haldinn árið 1938. Þá fellur dagskrá Hátíðar hafsins einnig niður en hana átti að halda dagana 6. og 7. júní við Gömlu höfnina. Engin breyting verður þó á útgáfu Sjómannadagsblaðsins og verður 83. árgangi blaðsins dreift til viðtakenda föstudaginn 5. júní. „Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins hefur allt frá árinu 1938 gengist fyrir skipulagðri dagskrá á sjómannadaginn með minningarathöfn um drukknaða sjómenn, skrúðgöngu að Dómkirkjunni, þar sem árleg sjómannamessa fer fram auk heiðrunar sjómanna. Aldrei fyrr í sögu Sjómannadagsráðs hafa þessir viðburðir fallið niður enda er sjómannadagurinn ekki síst helgaður minningu látinna sjómanna. Árlega hefur Sjómannadagsráð jafnframt gengist fyrir fjölskylduhátíð á sjómannadaginn við Gömlu höfnina í Reykjavík með ýmsum leikjum og þrautum. Undanfarin sautján ár hefur sá hluti hátíðarhaldanna verið efldur með samstarfi við Faxaflóahafnir og Brim með veglegri tveggja daga hátíðarhöldum undir merki Hátíðar hafsins á gamla hafnarsvæðinu við Grandagarð,“ segir í tilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að árlega hafi allt að 40 þúsund gestir lagt leið sína á hafnarsvæðið um sjómannadagshelgina til þess „að upplifa skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem hægt er að kynnast ýmsu sem tengist lífríki sjávarins, sjómennsku, verðmætasköpun og öðru er við kemur mikilvægi sjávar- og hafnarstarfsemi eins og hægt er að kynna sér á vef hátíðarinnar, hatidhafsins.is. Vegna takmarkana sem nú gilda af heilbrigðisástæðum um návígi fólks verður ekki af hátíðinni, en aðstandendur hennar eru staðráðnir í að taka upp þráðinn á ný að ári með veglegri dagskrá á hafnarsvæðinu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Sjávarútvegur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira