Ferðaþjónustan riðar til falls Tryggvi Jarl Sveinsson skrifar 23. apríl 2020 17:15 Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum. Einnig var ánægjulegt að sjá að þeir aðilar sem voru skyldugir til þess að loka sínum rekstri á meðan á samkomubanni stóð verði boðin sérstök fjáraðstoð. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvaða frekari fjáraðstoð verði boðin þeim fyrirtækjum sem sjá ekki enn fyrir endann á algjöru tekjuleysi sínu, þ.e. fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Auðvitað er fyrsta skref í afléttingu samkomubanns í maí góðar fréttir en það kemur ekki til með að létta róðurinn fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í landinu. Þau þurfa að horfa talsvert lengra fram í framtíðina til þess að gera sér örlitla von um betri tíma. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt til leiks leiðir sem hafa komið fyrirtækjum í ferðaþjónustunni vel. Þar ber sérstaklega að nefna hlutastarfaleiðina, sem öllum hefur boðist. Einnig má nefna aðgerðir eins og lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja ásamt öðrum frestunum o.s.frv. En er þetta nóg? Fjármálaráðherra komst sjálfur svo að orði að við værum mögulega að fara í gegnum mesta efnahagssamdrátt í 100 ár og einnig nefndi hann að nú þegar eru um 50.000 Íslendingar annað hvort komin í hlutastarfaleiðina eða án atvinnu. Ég velti því fyrir mér hvort aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu nálægt því að vera fullnægjandi í þessu samhengi. Það hve margir nýttu sér hlutastarfaleiðina sýnir hvað þörfin er brýn. Fjármálaráðherra nefndi einnig að fjölmörgum fyrirtækjum verður ekki hægt að bjarga, hjá því verður því miður ekki komist. En hvað er ásættanlegt viðmið hvað þau mál varðar, þ.e. hlutfall þeirra fyrirtækja sem ekki munu komast hjá gjaldþroti? Á síðustu dögum og vikum hafa aðilar úr stórum og öflugum fyrirtækjum í atvinnugreininni lýst yfir verulegum áhyggjum yfir stöðu mála. Það er auðvelt að taka undir þær áhyggjur, óvissan í greininni er algjör. Við erum að tala um eina stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, sem hefur lagt gríðarlega mikið til hagvaxtar á undanförnum árum. Það er ljóst að aðgerðarpakki 2 kemur ekki til móts við þessa aðila að neinu ráði. Ég er sammála mörgum sem lýst hafa vonbrigðum með aðgerðapakka 2 og bjóst ég við mun umfangsmeiri aðgerðum. Brúarlánin, sem eru ekki enn komin í framkvæmd þrátt fyrir að þau hafi verið kynnt fyrir um mánuði, koma eflaust til með að virka fyrir einhverja sem ljóstýra í því kolniðamyrkri sem greinin stendur frammi fyrir. Þó munu eflaust og skiljanlega margir koma til með að hugsa sig vel um áður en þeir skuldsetja sig, sem neyðarlausn við tekjuleysi, fram yfir öll velsæmismörk og halda áfram út í óvissuna. Það er ljóst að það þarf frekari aðgerðir og það sem fyrst ef ekki á allt að fara á versta veg, en hvaða aðgerðir koma til greina? Eflaust væri hægt að telja upp margt en nefna má eftirfarandi dæmi til umhugsunar. Komið verður til móts við kostnað fyrirtækja vegna uppsagnarfrests. Hlutastarfaleiðin yrði framlengd og færð niður í 0% og ráðningarsamband haldi. Boðið verði upp á beina styrki til fyrirtækja. Þessar aðgerðir þyrfti auðvitað að útlista betur með viðeigandi forsendum. Það hafa nú þegar þjóðir í kringum okkur farið þá leið að bjóða upp á ofangreindar aðgerðir, án þess að hér sé farið dýpra í þau mál. Fordæmin eru til staðar fyrir framan okkur. Við þurfum einungis að aðlaga þessar aðgerðir lítillega að íslenskum veruleika. Þetta eru vissulega verulega róttækar aðgerðir sem ég lista upp hér að ofan en það er ekki fram hjá því litið að atvinnugreinin riðar til falls, með öllum þeim afleiðingum sem það hefur fyrir þjóðarbúið, svo ekki sé talað um allt það fólk sem missir lífsviðurværi sitt. Það er nú þegar fullljóst að ríkisstjórnin stendur frammi fyrir verulegum kostnaði. Hvort sem kostnaðurinn felist beint í þessum róttæku aðgerðum eða óbeint við engum frekari aðgerðum af þeim skyndilega skell sem af myndi hljótast (í formi atvinnuleysisbóta og dýpri efnahagslegri niðursveiflu o.s.frv.). Hér er einnig vert að minnast á alla þá þekkingu og sérfræðikunnáttu sem færi forgörðum ásamt þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í greininni undanfarin ár. Ég vona að ríkisstjórnin sé að skoða þessar aðgerðir ítarlega og taki sérstaklega mið af þeim í aðgerðarpakka 3 sem verður vonandi kynntur sem allra fyrst. Að lokum vil ég undirstrika mikilvægi atvinnugreinarinnar með því að vitna í orð Jóhannesar Þórs, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það hve vel Ísland nær að koma sér aftur á fætur eftir efnahagslægðina velti á því hversu vel ferðaþjónustan muni standa í lok hennar.“ Höfundur er fjármálastjóri Eskimos Iceland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum. Einnig var ánægjulegt að sjá að þeir aðilar sem voru skyldugir til þess að loka sínum rekstri á meðan á samkomubanni stóð verði boðin sérstök fjáraðstoð. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvaða frekari fjáraðstoð verði boðin þeim fyrirtækjum sem sjá ekki enn fyrir endann á algjöru tekjuleysi sínu, þ.e. fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Auðvitað er fyrsta skref í afléttingu samkomubanns í maí góðar fréttir en það kemur ekki til með að létta róðurinn fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í landinu. Þau þurfa að horfa talsvert lengra fram í framtíðina til þess að gera sér örlitla von um betri tíma. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt til leiks leiðir sem hafa komið fyrirtækjum í ferðaþjónustunni vel. Þar ber sérstaklega að nefna hlutastarfaleiðina, sem öllum hefur boðist. Einnig má nefna aðgerðir eins og lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja ásamt öðrum frestunum o.s.frv. En er þetta nóg? Fjármálaráðherra komst sjálfur svo að orði að við værum mögulega að fara í gegnum mesta efnahagssamdrátt í 100 ár og einnig nefndi hann að nú þegar eru um 50.000 Íslendingar annað hvort komin í hlutastarfaleiðina eða án atvinnu. Ég velti því fyrir mér hvort aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu nálægt því að vera fullnægjandi í þessu samhengi. Það hve margir nýttu sér hlutastarfaleiðina sýnir hvað þörfin er brýn. Fjármálaráðherra nefndi einnig að fjölmörgum fyrirtækjum verður ekki hægt að bjarga, hjá því verður því miður ekki komist. En hvað er ásættanlegt viðmið hvað þau mál varðar, þ.e. hlutfall þeirra fyrirtækja sem ekki munu komast hjá gjaldþroti? Á síðustu dögum og vikum hafa aðilar úr stórum og öflugum fyrirtækjum í atvinnugreininni lýst yfir verulegum áhyggjum yfir stöðu mála. Það er auðvelt að taka undir þær áhyggjur, óvissan í greininni er algjör. Við erum að tala um eina stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, sem hefur lagt gríðarlega mikið til hagvaxtar á undanförnum árum. Það er ljóst að aðgerðarpakki 2 kemur ekki til móts við þessa aðila að neinu ráði. Ég er sammála mörgum sem lýst hafa vonbrigðum með aðgerðapakka 2 og bjóst ég við mun umfangsmeiri aðgerðum. Brúarlánin, sem eru ekki enn komin í framkvæmd þrátt fyrir að þau hafi verið kynnt fyrir um mánuði, koma eflaust til með að virka fyrir einhverja sem ljóstýra í því kolniðamyrkri sem greinin stendur frammi fyrir. Þó munu eflaust og skiljanlega margir koma til með að hugsa sig vel um áður en þeir skuldsetja sig, sem neyðarlausn við tekjuleysi, fram yfir öll velsæmismörk og halda áfram út í óvissuna. Það er ljóst að það þarf frekari aðgerðir og það sem fyrst ef ekki á allt að fara á versta veg, en hvaða aðgerðir koma til greina? Eflaust væri hægt að telja upp margt en nefna má eftirfarandi dæmi til umhugsunar. Komið verður til móts við kostnað fyrirtækja vegna uppsagnarfrests. Hlutastarfaleiðin yrði framlengd og færð niður í 0% og ráðningarsamband haldi. Boðið verði upp á beina styrki til fyrirtækja. Þessar aðgerðir þyrfti auðvitað að útlista betur með viðeigandi forsendum. Það hafa nú þegar þjóðir í kringum okkur farið þá leið að bjóða upp á ofangreindar aðgerðir, án þess að hér sé farið dýpra í þau mál. Fordæmin eru til staðar fyrir framan okkur. Við þurfum einungis að aðlaga þessar aðgerðir lítillega að íslenskum veruleika. Þetta eru vissulega verulega róttækar aðgerðir sem ég lista upp hér að ofan en það er ekki fram hjá því litið að atvinnugreinin riðar til falls, með öllum þeim afleiðingum sem það hefur fyrir þjóðarbúið, svo ekki sé talað um allt það fólk sem missir lífsviðurværi sitt. Það er nú þegar fullljóst að ríkisstjórnin stendur frammi fyrir verulegum kostnaði. Hvort sem kostnaðurinn felist beint í þessum róttæku aðgerðum eða óbeint við engum frekari aðgerðum af þeim skyndilega skell sem af myndi hljótast (í formi atvinnuleysisbóta og dýpri efnahagslegri niðursveiflu o.s.frv.). Hér er einnig vert að minnast á alla þá þekkingu og sérfræðikunnáttu sem færi forgörðum ásamt þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í greininni undanfarin ár. Ég vona að ríkisstjórnin sé að skoða þessar aðgerðir ítarlega og taki sérstaklega mið af þeim í aðgerðarpakka 3 sem verður vonandi kynntur sem allra fyrst. Að lokum vil ég undirstrika mikilvægi atvinnugreinarinnar með því að vitna í orð Jóhannesar Þórs, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það hve vel Ísland nær að koma sér aftur á fætur eftir efnahagslægðina velti á því hversu vel ferðaþjónustan muni standa í lok hennar.“ Höfundur er fjármálastjóri Eskimos Iceland
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun