Telja yfir fjórfalt fleiri hafa smitast í Kína í fyrstu bylgju faraldursins Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2020 10:51 Íbúi í Wuhan í ferðast með ferju í fyrsta sinn síðan borgin var opnuð á ný eftir faraldurinn nú í apríl. Vísir/AP Yfir 232 þúsund manns gætu hafa fengið Covid-19-sjúkdóminn, sem kórónuveiran veldur, í fyrstu bylgju faraldursins í Kína, eða yfir fjórfalt fleiri en opinberar tölur gefa til kynna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna í Hong Kong. Ástæðan að baki mismuninum er sögð þröng skilgreining kínverskra heilbrigðisyfirvalda á sjúkdómnum. Frá og með 20. febrúar höfðu kínversk yfirvöld greint frá yfir 55 þúsund tilfellum sjúkdómsins í landinu. Samkvæmt rannsókninni, sem birt var í The Lancet, ritrýndu læknariti, hefði talan hækkað svo um munar ef þeirri skilgreiningu á Covid-19-tilfelli, sem notuð er nú, hefði verið beitt frá upphafi. Sjá einnig: Skráð dauðsföll vegna Covid-19 í Wuhan hækka um nærri 50 prósent Kínversk heilbrigðisyfirvöld gáfu út sjö mismunandi skilgreiningar á sjúkdómnum frá 15. janúar til 3. mars. Í rannsókninni segir að þessar áherslubreytingar hafi haft „veruleg áhrif“ á þann fjölda Covid-19-sýkinga sem skráður var sem raunveruleg tilfelli og tekinn var með í opinberum tölum. Með hverri skilgreiningarbreytingu, þar sem m.a. var byrjað að taka vægari einkenni með í reikninginn, hefði þó hlutfall staðfestra smita aukist. Það er því mat rannsakenda að ef útvíkkaðri skilgreiningu hefði verið beitt frá upphafi hefði tala smitaðra verið um 232 þúsund þann 20. febrúar en ekki 55 þúsund, eins og raunin var. Lengi hefur allt þótt benda til þess að töluvert fleiri hafi veikst af Covid-19 í Kína en opinberar tölur segja til um. Þannig var greint frá því í síðustu viku að andlát af völdum veirunnar í kínversku borginni Wuhan, þar sem faraldurinn er talinn eiga upptök sín, séu um fimmtíu prósent fleiri en skráð hafði verið. Tekið hefur að hægja verulega á faraldrinum í Kína en nýgreindum hefur fækkað verulega síðustu daga og vikur. Alls hafa um 83 þúsund smit verið skráð í Kína en á heimsvísu eru tilfelli nú orðin rúmlega 2,6 milljónir. Þá hafa yfir 183 þúsund látist af völdum veirunnar í heiminum. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Missouri höfðar mál gegn Kína Stjórnvöld í Missouri í Bandaríkjunum hafa ákveðið að höfða mál gegn Kína þar sem yfirvöld þar í landi eru sökuð um að hafa ekki gert nægilega mikið til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 22. apríl 2020 06:25 Tólf smit staðfest á meginlandi Kína í gær Tólf smit voru staðfest á meginlandi Kína í gær samanborið við sextán á laugardag. 20. apríl 2020 08:02 Hagkerfi Kína dróst saman í fyrsta sinn í áratugi Hagkerfi Kína dróst saman á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan yfirvöld landsins byrjuðu að taka hagtölur saman yfir ársfjórðunga árið 1992. 17. apríl 2020 09:12 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Yfir 232 þúsund manns gætu hafa fengið Covid-19-sjúkdóminn, sem kórónuveiran veldur, í fyrstu bylgju faraldursins í Kína, eða yfir fjórfalt fleiri en opinberar tölur gefa til kynna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna í Hong Kong. Ástæðan að baki mismuninum er sögð þröng skilgreining kínverskra heilbrigðisyfirvalda á sjúkdómnum. Frá og með 20. febrúar höfðu kínversk yfirvöld greint frá yfir 55 þúsund tilfellum sjúkdómsins í landinu. Samkvæmt rannsókninni, sem birt var í The Lancet, ritrýndu læknariti, hefði talan hækkað svo um munar ef þeirri skilgreiningu á Covid-19-tilfelli, sem notuð er nú, hefði verið beitt frá upphafi. Sjá einnig: Skráð dauðsföll vegna Covid-19 í Wuhan hækka um nærri 50 prósent Kínversk heilbrigðisyfirvöld gáfu út sjö mismunandi skilgreiningar á sjúkdómnum frá 15. janúar til 3. mars. Í rannsókninni segir að þessar áherslubreytingar hafi haft „veruleg áhrif“ á þann fjölda Covid-19-sýkinga sem skráður var sem raunveruleg tilfelli og tekinn var með í opinberum tölum. Með hverri skilgreiningarbreytingu, þar sem m.a. var byrjað að taka vægari einkenni með í reikninginn, hefði þó hlutfall staðfestra smita aukist. Það er því mat rannsakenda að ef útvíkkaðri skilgreiningu hefði verið beitt frá upphafi hefði tala smitaðra verið um 232 þúsund þann 20. febrúar en ekki 55 þúsund, eins og raunin var. Lengi hefur allt þótt benda til þess að töluvert fleiri hafi veikst af Covid-19 í Kína en opinberar tölur segja til um. Þannig var greint frá því í síðustu viku að andlát af völdum veirunnar í kínversku borginni Wuhan, þar sem faraldurinn er talinn eiga upptök sín, séu um fimmtíu prósent fleiri en skráð hafði verið. Tekið hefur að hægja verulega á faraldrinum í Kína en nýgreindum hefur fækkað verulega síðustu daga og vikur. Alls hafa um 83 þúsund smit verið skráð í Kína en á heimsvísu eru tilfelli nú orðin rúmlega 2,6 milljónir. Þá hafa yfir 183 þúsund látist af völdum veirunnar í heiminum.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Missouri höfðar mál gegn Kína Stjórnvöld í Missouri í Bandaríkjunum hafa ákveðið að höfða mál gegn Kína þar sem yfirvöld þar í landi eru sökuð um að hafa ekki gert nægilega mikið til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 22. apríl 2020 06:25 Tólf smit staðfest á meginlandi Kína í gær Tólf smit voru staðfest á meginlandi Kína í gær samanborið við sextán á laugardag. 20. apríl 2020 08:02 Hagkerfi Kína dróst saman í fyrsta sinn í áratugi Hagkerfi Kína dróst saman á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan yfirvöld landsins byrjuðu að taka hagtölur saman yfir ársfjórðunga árið 1992. 17. apríl 2020 09:12 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Missouri höfðar mál gegn Kína Stjórnvöld í Missouri í Bandaríkjunum hafa ákveðið að höfða mál gegn Kína þar sem yfirvöld þar í landi eru sökuð um að hafa ekki gert nægilega mikið til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 22. apríl 2020 06:25
Tólf smit staðfest á meginlandi Kína í gær Tólf smit voru staðfest á meginlandi Kína í gær samanborið við sextán á laugardag. 20. apríl 2020 08:02
Hagkerfi Kína dróst saman í fyrsta sinn í áratugi Hagkerfi Kína dróst saman á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan yfirvöld landsins byrjuðu að taka hagtölur saman yfir ársfjórðunga árið 1992. 17. apríl 2020 09:12