„Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. apríl 2020 20:00 Í nýjum þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði og fleira tengt fæðingum. Vísir/Vilhelm Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. „Við erum fyrir heilbrigðar konur í heilbrigðri fæðingu með heilbrigð börn. Það er engin vökudeild á svæðinu,“ segir Hafdís um Akranes sem fæðingarstað. Einnig þurfa konur að hafa gengið fulla meðgöngu, 37 vikur eða lengur, til þess að geta nýtt sér þennan valmöguleika. „Þá erum við bara fantagóður kostur fyrir konur sem að vilja aðeins rólegra umhverfi, persónulegra.“ Ekki alltaf nauðsynlegt að fæða á spítala Hafdís segir að þó að Landspítalinn sé mikilvægur valkostur en það sé frábært að konur hafi val um nokkra fæðingarstaði, þar á meðal sitt eigið heimili. „Það er ekki margt sem þú hefur val um í okkar heilbrigðiskerfi en þú hefur val um það hvar þú vilt fæða barnið þitt. Þú getur farið á Selfoss, Keflavík, Ísafjörð, Akureyri, bara þar sem þú vilt og þetta er allt saman góðir staðir.“ Hafdís hvetur verðandi foreldra til þess að kynna sér vel alla valkosti áður en að fæðingunni kemur. „Nú er mikið um heimafæðingar af því að fólk vill ekki fara inn á hátæknisjúkdahús til að eiga börn. Ég meina hátæknisjúkrahús eru alveg nauðsynleg, en kannski ekki í þessu tilfelli ef allt er í góðu. Þá bara velur þú hvar þú vilt fara.“ Þáttinn Óskalistinn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan á helstu efnisveitum eins og Spotify. Málunum reddað Að mati Hafdísar er vökudeild Landspítalans framúrskarandi á allan hátt. „Vökudeildin á Íslandi er bara besta vökudeild í heimi. Punktur.“ Hafdís segir að það fylgi því öryggi að hafa vökudeildina sem varaplan ef eitthvað kemur upp á í fæðingu. „Stundum er bara um líf og dauða að tefla og þá eru bara allir sem einn maður og krakkinn út, endurlífgun og vökudeild og málinu bjargað sem betur fer.“ Hún hefur aldrei á ferlinum heyrt fólk kvarta undan vökudeildinni. „Þetta er faglegt fólk fram í fingurgóma sem hugsar vel um foreldrana og börnin. Fólki líður vel að sjá barnið sitt þó að það sé kannski í kassa með alls konar leiðslur og slöngur og svona. Það er bara verið að redda málunum, þetta er yndislegt.“ Á Akranesi og hugsanlega víðar er í boði að heimsækja fæðingardeildinna og skoða hana. Á vef Landspítalans er hægt að skoða myndbönd um fæðingardeildina. Björkin býður einnig upp á fæðingar en taka skal fram að staðan er þannig núna að þær geta ekki bætt við sig skjólstæðingum, biðlistinn fullur fram í júlí en búið er að opna fyrir bókanir fyrir haustið. Foreldrar ættu að mati Hafdísar að taka vel upplýsta ákvörðun um fæðingarstað, sem sé „brilliant“ kostur við íslenskt heilbrigðiskerfi. „Ég vona að þetta breytist aldrei.“ View this post on Instagram Þetta er hún Hafdís okkar, ljósmóðir. Hún er ein þeirra kvenna sem unnið hafa að bókinni #Kviknar A post shared by Kviknar & Líf kviknar (@kviknar) on Dec 6, 2017 at 1:13am PST Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Í þættinum er einning rætt við Hildi Rós, um það hvernig það er að fæða barn eftir tvær erfiðar fyrri fæðingar. Auður hjá Jógasetrinu er svo aftur í viðtali hjá Kviknar og í þetta skipti ræðir hún um fæðingarundirbúning. Vignir Bollason segir í lokin frá því þegar hann og Arna Ýr Jónsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn, sem fæddist í Björkinni. Kviknar Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00 Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. „Við erum fyrir heilbrigðar konur í heilbrigðri fæðingu með heilbrigð börn. Það er engin vökudeild á svæðinu,“ segir Hafdís um Akranes sem fæðingarstað. Einnig þurfa konur að hafa gengið fulla meðgöngu, 37 vikur eða lengur, til þess að geta nýtt sér þennan valmöguleika. „Þá erum við bara fantagóður kostur fyrir konur sem að vilja aðeins rólegra umhverfi, persónulegra.“ Ekki alltaf nauðsynlegt að fæða á spítala Hafdís segir að þó að Landspítalinn sé mikilvægur valkostur en það sé frábært að konur hafi val um nokkra fæðingarstaði, þar á meðal sitt eigið heimili. „Það er ekki margt sem þú hefur val um í okkar heilbrigðiskerfi en þú hefur val um það hvar þú vilt fæða barnið þitt. Þú getur farið á Selfoss, Keflavík, Ísafjörð, Akureyri, bara þar sem þú vilt og þetta er allt saman góðir staðir.“ Hafdís hvetur verðandi foreldra til þess að kynna sér vel alla valkosti áður en að fæðingunni kemur. „Nú er mikið um heimafæðingar af því að fólk vill ekki fara inn á hátæknisjúkdahús til að eiga börn. Ég meina hátæknisjúkrahús eru alveg nauðsynleg, en kannski ekki í þessu tilfelli ef allt er í góðu. Þá bara velur þú hvar þú vilt fara.“ Þáttinn Óskalistinn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan á helstu efnisveitum eins og Spotify. Málunum reddað Að mati Hafdísar er vökudeild Landspítalans framúrskarandi á allan hátt. „Vökudeildin á Íslandi er bara besta vökudeild í heimi. Punktur.“ Hafdís segir að það fylgi því öryggi að hafa vökudeildina sem varaplan ef eitthvað kemur upp á í fæðingu. „Stundum er bara um líf og dauða að tefla og þá eru bara allir sem einn maður og krakkinn út, endurlífgun og vökudeild og málinu bjargað sem betur fer.“ Hún hefur aldrei á ferlinum heyrt fólk kvarta undan vökudeildinni. „Þetta er faglegt fólk fram í fingurgóma sem hugsar vel um foreldrana og börnin. Fólki líður vel að sjá barnið sitt þó að það sé kannski í kassa með alls konar leiðslur og slöngur og svona. Það er bara verið að redda málunum, þetta er yndislegt.“ Á Akranesi og hugsanlega víðar er í boði að heimsækja fæðingardeildinna og skoða hana. Á vef Landspítalans er hægt að skoða myndbönd um fæðingardeildina. Björkin býður einnig upp á fæðingar en taka skal fram að staðan er þannig núna að þær geta ekki bætt við sig skjólstæðingum, biðlistinn fullur fram í júlí en búið er að opna fyrir bókanir fyrir haustið. Foreldrar ættu að mati Hafdísar að taka vel upplýsta ákvörðun um fæðingarstað, sem sé „brilliant“ kostur við íslenskt heilbrigðiskerfi. „Ég vona að þetta breytist aldrei.“ View this post on Instagram Þetta er hún Hafdís okkar, ljósmóðir. Hún er ein þeirra kvenna sem unnið hafa að bókinni #Kviknar A post shared by Kviknar & Líf kviknar (@kviknar) on Dec 6, 2017 at 1:13am PST Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Í þættinum er einning rætt við Hildi Rós, um það hvernig það er að fæða barn eftir tvær erfiðar fyrri fæðingar. Auður hjá Jógasetrinu er svo aftur í viðtali hjá Kviknar og í þetta skipti ræðir hún um fæðingarundirbúning. Vignir Bollason segir í lokin frá því þegar hann og Arna Ýr Jónsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn, sem fæddist í Björkinni.
Kviknar Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00 Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00