Staðnaði í Bandaríkjunum því þjálfarinn var meiri umboðsmaður en þjálfari Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 20:00 Valdís Þóra Jónsdóttir. LET/Tristan Jones Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir segir að hún dýrki Bandaríkin en segir tíma sinn í háskólagolfinu þar ekki hafa verið besta tíma ferilsins þar sem þjálfari skólans var meiri umboðsmaður en þjálfari. Valdís var gestur í Sportinu í dag en hún hefur keppt á mótum víðast hvar um heiminn undanfarin ár. Hún fór einnig víða um völl í Sportinu í dag og ræddi þar á meðal um tíma sinn í Texas State háskólanum en hún útskrifaðist þaðan 2013. „Ég dýrka Texas. Mér finnst það geggjað. Allir kalla þig frú og halda hurðinni opinni og svo tók maður upp þessa siði sem þau voru með,“ sagði Valdís Þóra í dag. „Ég hafði mjög gaman af því að búa í Bandaríkjunum. Ég eignaðist marga góða vini þar. Ég var mjög hrifinn af bandarísku samfélagi en þetta er svo stórt og mikið. Texas á að vera stærra og betra en allt eins og þeir vita sem hafa farið til Texas. Ég dýrka Bandaríkin en á sama tíma er ég svona: þið eruð svo lítið klikkuð þjóð.“ Klippa: Sportið í dag - Valdís Þóra um tímann sinn í háskólanum Fleiri kylfingar hafa nú á síðustu árum valið að fara sömu leið og Valdís fór en mælir hún með því? „Já og nei. Þetta er rosalega gott fyrir þig að flytja út og þú flytur ein með ferðatösku og golfsett. Þú ert ekki með neitt bakland og þú þroskast rosalega. Golflega séð fannst mér ég persónulega staðna því þjálfarinn sem var í skólanum mínum var ekki þjálfari heldur meira eins og umboðsmaður fyrir liðið. Hann var góður að fá góða spilara í liðið og vorum með mjög gott lið. Hann var góður að koma okkur inn í góð mót en hann gat ekki hjálpað okkur neitt tæknilega séð.“ Hún segir að þjálfarinn hafi síðar meir beðið hana afsökunar. „Við rifumst ekki en ég er með réttlætiskennd og ef að mér finnst ekki rétt farið að málunum þá læt ég heyra í mér. Honum líkaði það ekki. Hann bað mig reyndar afsökunar eftir að ég útskrifaðist hvað hann hafi verið leiðinlegur við mig.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Golf Sportið í dag Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir segir að hún dýrki Bandaríkin en segir tíma sinn í háskólagolfinu þar ekki hafa verið besta tíma ferilsins þar sem þjálfari skólans var meiri umboðsmaður en þjálfari. Valdís var gestur í Sportinu í dag en hún hefur keppt á mótum víðast hvar um heiminn undanfarin ár. Hún fór einnig víða um völl í Sportinu í dag og ræddi þar á meðal um tíma sinn í Texas State háskólanum en hún útskrifaðist þaðan 2013. „Ég dýrka Texas. Mér finnst það geggjað. Allir kalla þig frú og halda hurðinni opinni og svo tók maður upp þessa siði sem þau voru með,“ sagði Valdís Þóra í dag. „Ég hafði mjög gaman af því að búa í Bandaríkjunum. Ég eignaðist marga góða vini þar. Ég var mjög hrifinn af bandarísku samfélagi en þetta er svo stórt og mikið. Texas á að vera stærra og betra en allt eins og þeir vita sem hafa farið til Texas. Ég dýrka Bandaríkin en á sama tíma er ég svona: þið eruð svo lítið klikkuð þjóð.“ Klippa: Sportið í dag - Valdís Þóra um tímann sinn í háskólanum Fleiri kylfingar hafa nú á síðustu árum valið að fara sömu leið og Valdís fór en mælir hún með því? „Já og nei. Þetta er rosalega gott fyrir þig að flytja út og þú flytur ein með ferðatösku og golfsett. Þú ert ekki með neitt bakland og þú þroskast rosalega. Golflega séð fannst mér ég persónulega staðna því þjálfarinn sem var í skólanum mínum var ekki þjálfari heldur meira eins og umboðsmaður fyrir liðið. Hann var góður að fá góða spilara í liðið og vorum með mjög gott lið. Hann var góður að koma okkur inn í góð mót en hann gat ekki hjálpað okkur neitt tæknilega séð.“ Hún segir að þjálfarinn hafi síðar meir beðið hana afsökunar. „Við rifumst ekki en ég er með réttlætiskennd og ef að mér finnst ekki rétt farið að málunum þá læt ég heyra í mér. Honum líkaði það ekki. Hann bað mig reyndar afsökunar eftir að ég útskrifaðist hvað hann hafi verið leiðinlegur við mig.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Golf Sportið í dag Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira