Gátu rakið um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2020 17:34 Vaxmynd af Neanderthalsmanni á frönsku safni. Xavier Rossi/Getty Alls er hægt að rekja um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna. Þó bera ekki allir sömu búta erfðamengisins. Púsla má saman um helmingi af erfðamengi Neanderdalsmanna úr þeim forsögulegu erfðabútum sem finnast í núlifandi Íslendingum. Þetta sýnir ný rannsókn vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og starfsmanna þeirra við Háskólann í Árósum. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Nature í dag. Samkvæmt tilkynningu á vef Íslenskrar erfðagreiningar leiddi rannsóknin einnig í ljós að helming erfðamengis Neanderdalsmanna væri að finna í erfðamengi núlifandi Evrópubúa. Skoðuðu erfðamengi 28 þúsund Íslendinga Um er að ræða stærstu rannsóknina þar sem raðgreining erfðamengja hefur verið notuð til þess að varpa ljósi á kynblöndun Neanderdalsmanna og Homo sapiens fyrir 50 þúsund árum. Alls voru skoðuð erfðamengi um 28 þúsund Íslendinga, eða um tíu prósenta þjóðarinnar. Notast var við nýlega greiningaraðferð sem ekki var takmörkuð við leit að litningabútum úr þeim þremur fornu mannverum sem hafa verið raðgreindir beint úr tugþúsunda ára gömlum líkamsleifum. Eins leiddi rannsóknin í ljós að hægt er að rekja hluta erfðamengis Íslendinga til Denisovana, annarrar fornrar tegundar manna sem talin er hafa blandast Neanderdalsmönnum áður en þeir svo blönduðust Homo sapiens. Mikilvægt innlegg í leitina að uppruna mannsins Agnar Helgason einn höfunda rannsóknarinnar segir að mikilvægi hennar felist ekki síst í umfanginu, sem gefi miklu betri mynd af þessari forsögulegri blöndun og áhrifum hennar á líffræðilegan fjölbreytileika núlifandi fólks. Rannsóknin leiðir í ljós að erfðaefnið frá þessum forsögulegu frændtegundum hefur sáralítil áhrif á sjúkdóma eða svipgerð núlifandi fólks. „Einungis fundust fimm fornar erfðabreytur sem hafa áhrif á svipgerð, en þær hafa áhrif á hæð okkar, virkni blöðruhálskirtils, stærð og styrk blóðrauða og hraða blóðstorknunar.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er einn höfunda rannsóknarinnar.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem einnig er á meðal höfunda, að niðurstöður rannsóknarinnar séu mikilvægt innlegg í leitina að uppruna manneskjunnar. Hér sé um að ræða ættarsögu einnar greinar mannkynsins sem segi okkur að við séum ekki einungis Homo sapiens, heldur einnig afkomendur annarra forsögulegra tegunda. Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Alls er hægt að rekja um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna. Þó bera ekki allir sömu búta erfðamengisins. Púsla má saman um helmingi af erfðamengi Neanderdalsmanna úr þeim forsögulegu erfðabútum sem finnast í núlifandi Íslendingum. Þetta sýnir ný rannsókn vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og starfsmanna þeirra við Háskólann í Árósum. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Nature í dag. Samkvæmt tilkynningu á vef Íslenskrar erfðagreiningar leiddi rannsóknin einnig í ljós að helming erfðamengis Neanderdalsmanna væri að finna í erfðamengi núlifandi Evrópubúa. Skoðuðu erfðamengi 28 þúsund Íslendinga Um er að ræða stærstu rannsóknina þar sem raðgreining erfðamengja hefur verið notuð til þess að varpa ljósi á kynblöndun Neanderdalsmanna og Homo sapiens fyrir 50 þúsund árum. Alls voru skoðuð erfðamengi um 28 þúsund Íslendinga, eða um tíu prósenta þjóðarinnar. Notast var við nýlega greiningaraðferð sem ekki var takmörkuð við leit að litningabútum úr þeim þremur fornu mannverum sem hafa verið raðgreindir beint úr tugþúsunda ára gömlum líkamsleifum. Eins leiddi rannsóknin í ljós að hægt er að rekja hluta erfðamengis Íslendinga til Denisovana, annarrar fornrar tegundar manna sem talin er hafa blandast Neanderdalsmönnum áður en þeir svo blönduðust Homo sapiens. Mikilvægt innlegg í leitina að uppruna mannsins Agnar Helgason einn höfunda rannsóknarinnar segir að mikilvægi hennar felist ekki síst í umfanginu, sem gefi miklu betri mynd af þessari forsögulegri blöndun og áhrifum hennar á líffræðilegan fjölbreytileika núlifandi fólks. Rannsóknin leiðir í ljós að erfðaefnið frá þessum forsögulegu frændtegundum hefur sáralítil áhrif á sjúkdóma eða svipgerð núlifandi fólks. „Einungis fundust fimm fornar erfðabreytur sem hafa áhrif á svipgerð, en þær hafa áhrif á hæð okkar, virkni blöðruhálskirtils, stærð og styrk blóðrauða og hraða blóðstorknunar.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er einn höfunda rannsóknarinnar.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem einnig er á meðal höfunda, að niðurstöður rannsóknarinnar séu mikilvægt innlegg í leitina að uppruna manneskjunnar. Hér sé um að ræða ættarsögu einnar greinar mannkynsins sem segi okkur að við séum ekki einungis Homo sapiens, heldur einnig afkomendur annarra forsögulegra tegunda.
Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira