Menning

Bein útsending: Tvískinnungur

Tinni Sveinsson skrifar
Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Haraldur Ari Stefánsson léku í Tvískinnungi.
Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Haraldur Ari Stefánsson léku í Tvískinnungi. Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanninu.

Í kvöld er komið að leiklestri á Tvískinnungi eftir Jón Magnús Arnarsson. Þetta er fyrsta leikrit Jóns Magnúsar og byggir skuggalega á lífi hans og reynslu þegar ábyrgðarleysi og almennt sinnuleysi réðu ferðinni. Verkið var sett upp á árið 2018 í leikstjórn Ólafs Egils Ólafssonar. 

Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Haraldur Ari Stefánsson leikarar í sýningunni munu lesa en fyrir leiklesturinn verður spjall við Jón Magnús og Ólaf Egil um sýninguna.

Hægt er að horfa hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir, sem er á kerfum Vodafone og Símans og í Stöð 2 appinu.

Nánar um Ást er einvígi

Ofurhetjurnar Iron Man og Svarta ekkjan hittast í partýi; og ekki er augljóst hvort þar mætast óvinir eða elskendur. Tvískinnungur er einvígi tveggja. Þau stíga inn í hringinn vopnuð tungumáli sem særir og tælir. Haltu mér, slepptu mér... Rím, slangur, ný orð. Spenna, fiðringur og fegurð… Undir hálfrímuðum texta ljóðaslammsins kraumar ólgandi undiralda, tilfinninga og þráhyggju og djúp og einlæg tjáningarþrá. Það liggur allt undir í leit að sannleikanum áður en hann hverfur í grámóskuna.

Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum. Einnig er hægt að finna atburði leikhússins úr samkomubanninu á öllum helstu hlaðvarpsveitum.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Lögin úr leikhúsinu

Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanninu. Í dag er komið að því að listamenn leikhússins flytji þekkt lög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.