Öfgamenn myrtu að minnsta kosti 52 almenna borgara í norðurhluta Mósambík. Lögreglan á svæðinu sagði frá þessu í dag.
Árásin átti sér stað í Cabo Delgado-fylki en hryðjuverkasamtök hliðholl Íslamska ríkinu hafa átt í átökum við stjórnvöld á svæðinu frá árinu 2017. Hundruð hafa farist og þúsundir misst heimili sín.
Neituðu að hjálpa
Engin samtök hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni enn sem komið er. Samkvæmt lögreglu átti atvikið sér stað í þorpinu Xitaxi þann 7. apríl en það rataði ekki inn á borð lögreglu fyrr en seint í gærkvöldi.
„Upp á síðkastið hafa þessir óþokkar reynt að fá ungt fólk til liðs við sig. En hér höfðu ungmennin streist á móti. Það reiddi glæpamennina til reiði og þeir myrtu 52 ungmenni,“ höfðu staðarmiðlar eftir Orlando Mudumane, upplýsingafulltrúa lögreglu.