„KR var svona klúbbur sem fór á Rauða ljónið á fimmtudegi eftir leik og fékk sér bjór“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 09:30 Fannar Ólafsson fór um víðan völl í Sportinu í gær. vísir/s2s Fannar Ólafsson valdi KR fram yfir Grindavík árið 2005 eftir söluræðu Böðvars Guðjónssonar formanns körfuknattleiksdeildar KR. Hann segir að margt hafi verið að hjá KR á þeim tíma og að menn hafi viljað breytunum. Fannar var gestur hjá Rikka G í Sportinu í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar gerði Fannar upp ferilinn. Hann er ansi myndarlegur en hann vann tólf titla á sínum ferli, þar á meðal varð hann fimm sinnum Íslandsmeistari. Miðherjinn lék með gríska liðinu Dukas tímabilið 2004/2005 en er hann snéri heim voru það tvö lið sem vildu fá hann. „Ég kem í KR tímabilið 2005/2006 og Herbert Arnarson er með okkur. Hann er frábær þjálfari. Það er búinn til ákveðinn grunnur og Benedikt Guðmundsson kemur árið eftir,“ sagði Fannar áður en hann taldi upp flotta leikmenn KR-liðsins á þessum tíma. „Þarna var KR ekki búið að vinna titil síðan 1999. Þegar ég kem heim að utan þá heyra Böðvar Guðjónsson og Páll Kolbeinsson í mér. Grindavík var að tala við mig þarna og ég ætla ekki að vera ljúga þessu en ég man þetta ekki alveg. Mig minnir að Grindavík hafi getað borgað 350 þúsund kall en KR 150. Ég er að koma heim meiddur. Böddi segir við mig að hann vilji fá þetta klikkaða „attitude“. Hann sagðist þurfa að búa þetta til í KR.“ Fannar segir að KR hafi verið nánast aðhlátursefni þegar þeir töluðu um að þeir ætluðu að verða flottasta félagið í körfunni og hann segir að það hafi tekið sinn tíma. „Það var þannig að KR var svona klúbbur sem fór á Rauða ljónið á fimmtudegi eftir leik og fékk sér bjór. Þeir sögðu við mig að við ætlum að setja fullt af peningum í yngri flokkana og þú þarft að koma og hjálpa okkur. Sama hvort það var söluræða eða ekki. Það tók þessa klikkaða hugsun í manni og ég tók minni pening en ekki því ég treysti því að því yrði fylgt eftir.“ Klippa: Sportið í kvöld - Fannar um ákvörðunina að fara í KR Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Dominos-deild karla KR Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira
Fannar Ólafsson valdi KR fram yfir Grindavík árið 2005 eftir söluræðu Böðvars Guðjónssonar formanns körfuknattleiksdeildar KR. Hann segir að margt hafi verið að hjá KR á þeim tíma og að menn hafi viljað breytunum. Fannar var gestur hjá Rikka G í Sportinu í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar gerði Fannar upp ferilinn. Hann er ansi myndarlegur en hann vann tólf titla á sínum ferli, þar á meðal varð hann fimm sinnum Íslandsmeistari. Miðherjinn lék með gríska liðinu Dukas tímabilið 2004/2005 en er hann snéri heim voru það tvö lið sem vildu fá hann. „Ég kem í KR tímabilið 2005/2006 og Herbert Arnarson er með okkur. Hann er frábær þjálfari. Það er búinn til ákveðinn grunnur og Benedikt Guðmundsson kemur árið eftir,“ sagði Fannar áður en hann taldi upp flotta leikmenn KR-liðsins á þessum tíma. „Þarna var KR ekki búið að vinna titil síðan 1999. Þegar ég kem heim að utan þá heyra Böðvar Guðjónsson og Páll Kolbeinsson í mér. Grindavík var að tala við mig þarna og ég ætla ekki að vera ljúga þessu en ég man þetta ekki alveg. Mig minnir að Grindavík hafi getað borgað 350 þúsund kall en KR 150. Ég er að koma heim meiddur. Böddi segir við mig að hann vilji fá þetta klikkaða „attitude“. Hann sagðist þurfa að búa þetta til í KR.“ Fannar segir að KR hafi verið nánast aðhlátursefni þegar þeir töluðu um að þeir ætluðu að verða flottasta félagið í körfunni og hann segir að það hafi tekið sinn tíma. „Það var þannig að KR var svona klúbbur sem fór á Rauða ljónið á fimmtudegi eftir leik og fékk sér bjór. Þeir sögðu við mig að við ætlum að setja fullt af peningum í yngri flokkana og þú þarft að koma og hjálpa okkur. Sama hvort það var söluræða eða ekki. Það tók þessa klikkaða hugsun í manni og ég tók minni pening en ekki því ég treysti því að því yrði fylgt eftir.“ Klippa: Sportið í kvöld - Fannar um ákvörðunina að fara í KR Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Dominos-deild karla KR Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira