Telja sig á spori viðsjálla svarthola Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2020 13:09 Teikning af svartholi af gleypa í sig stjörnu. Vísindamenn telja að slíkur viðburður hafi valdið röntgenblossa sem tvö gervitungl komu auga á árið 2006. ESA/Hubble, M. Kornmesser Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. Risasvarthol er að finna í miðju flestra vetrarbrauta, þar á meðal í Vetrarbrautinni okkar. Stjarnvísindamönnum hefur gengið verr að finna meðalstór svarthol þar sem þau eru minni og ekki eins virk og þau tröllauknu. Meðalstór svarthol eru minni en þau risavöxnu í miðju vetrarbrauta en stærri en þau sem verða til eftir að massamiklar stjörnur springa sem sprengistjörnur. Þau eru talin „týndur hlekkur“ í þróun svarthola og hafa að geyma svörin við spurningum um hvernig risasvarthol verða til. Hópur vísindamanna telur sig nú hafa fundið sterkustu vísbendinguna til þessa um meðalstórt svarthol í röntgenblossa sem Chandra-röntgengeimsjónauki bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og XMM-Newton-gervitungl evrópsku geimstofnunarinnar ESA komu auga á árið 2006. Blossinn var eini vænlegi kandítötum af þeim þúsundum sem teymið skoðaði í athugunum XMM-Newton. Frekari athuganir teymisins með Hubble-geimsjónaukanum leiddu vísindamennina til þeirrar ályktunar að blossinn hafi orðið þegar meðalstórt svarthol gleypti í sig stjörnu sem villtist inn í þyngdarsvið þess. „Meðalstór svarthol eru mjög viðsjál fyrirbæri þannig að það er lykilatriði að íhuga og útiloka vandalega aðrar skýringar fyrir hvern mögulegan kandídat. Það er það sem Hubble gerði okkur kleift með kandídatinn sem við skoðuðum,“ segir Dacheng Lin frá Háskólanum í New Hamsphire í Bandaríkjunum. Grein um rannsóknin birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters. Staðsetning svartholsins er merkt með hring á þessari mynd Hubble-geimsjónaukans. Það er að finna í stjörnuþyrpingu á útjaðri vetrarbrautarinnar sem sést á miðju myndarinnar.NASA, ESA, og D. Lin (Háskólinn í New Hampshire) 50.000 sinnum massameiri en sólin Aðeins komu tvær skýringar til greina. Annað hvort kom blossinn frá fjarlægu meðalstóru svartholi utan Vetrarbrautarinnar þegar það gleypti stjörnu eða frá kólnandi nifteindastjörnu innan Vetrarbrautarinnar. Nifteindastjörnur eru ofurþéttar leifar sprengistjarna. Athuganir Hubble bentu til þess fyrrnefnda. Staðsetning svartholsins kom einnig heim og saman við kenningar vísindamannanna. Það er í fjarlægri og þéttri stjörnuþyrpingu á útjaðri annarrar vetrarbrautar. Lin og félagar áætla út frá bjarma röntgenblossans að svartholið sé um 50.000 sinnum massameira en sólin okkar. Stjarnvísindamennirnir telja að stjörnuþyrpingin þar sem svartholið situr sé mögulega kjarni dvergvetrarbrautar sem hefur raskast vegna þyngdar- og flóðkrafta stærri vetrarbrautarinnar. „Að rannsaka uppruna og þróun meðalstórra svarthola gefur okkur loksins svör við hvernig risasvartholin sem við finnum í miðju risavaxinna vetrarbrauta urðu til,“ segir Natalie Webb frá Háskólanum í Tolouse í Frakklandi. Geimurinn Vísindi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. Risasvarthol er að finna í miðju flestra vetrarbrauta, þar á meðal í Vetrarbrautinni okkar. Stjarnvísindamönnum hefur gengið verr að finna meðalstór svarthol þar sem þau eru minni og ekki eins virk og þau tröllauknu. Meðalstór svarthol eru minni en þau risavöxnu í miðju vetrarbrauta en stærri en þau sem verða til eftir að massamiklar stjörnur springa sem sprengistjörnur. Þau eru talin „týndur hlekkur“ í þróun svarthola og hafa að geyma svörin við spurningum um hvernig risasvarthol verða til. Hópur vísindamanna telur sig nú hafa fundið sterkustu vísbendinguna til þessa um meðalstórt svarthol í röntgenblossa sem Chandra-röntgengeimsjónauki bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og XMM-Newton-gervitungl evrópsku geimstofnunarinnar ESA komu auga á árið 2006. Blossinn var eini vænlegi kandítötum af þeim þúsundum sem teymið skoðaði í athugunum XMM-Newton. Frekari athuganir teymisins með Hubble-geimsjónaukanum leiddu vísindamennina til þeirrar ályktunar að blossinn hafi orðið þegar meðalstórt svarthol gleypti í sig stjörnu sem villtist inn í þyngdarsvið þess. „Meðalstór svarthol eru mjög viðsjál fyrirbæri þannig að það er lykilatriði að íhuga og útiloka vandalega aðrar skýringar fyrir hvern mögulegan kandídat. Það er það sem Hubble gerði okkur kleift með kandídatinn sem við skoðuðum,“ segir Dacheng Lin frá Háskólanum í New Hamsphire í Bandaríkjunum. Grein um rannsóknin birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters. Staðsetning svartholsins er merkt með hring á þessari mynd Hubble-geimsjónaukans. Það er að finna í stjörnuþyrpingu á útjaðri vetrarbrautarinnar sem sést á miðju myndarinnar.NASA, ESA, og D. Lin (Háskólinn í New Hampshire) 50.000 sinnum massameiri en sólin Aðeins komu tvær skýringar til greina. Annað hvort kom blossinn frá fjarlægu meðalstóru svartholi utan Vetrarbrautarinnar þegar það gleypti stjörnu eða frá kólnandi nifteindastjörnu innan Vetrarbrautarinnar. Nifteindastjörnur eru ofurþéttar leifar sprengistjarna. Athuganir Hubble bentu til þess fyrrnefnda. Staðsetning svartholsins kom einnig heim og saman við kenningar vísindamannanna. Það er í fjarlægri og þéttri stjörnuþyrpingu á útjaðri annarrar vetrarbrautar. Lin og félagar áætla út frá bjarma röntgenblossans að svartholið sé um 50.000 sinnum massameira en sólin okkar. Stjarnvísindamennirnir telja að stjörnuþyrpingin þar sem svartholið situr sé mögulega kjarni dvergvetrarbrautar sem hefur raskast vegna þyngdar- og flóðkrafta stærri vetrarbrautarinnar. „Að rannsaka uppruna og þróun meðalstórra svarthola gefur okkur loksins svör við hvernig risasvartholin sem við finnum í miðju risavaxinna vetrarbrauta urðu til,“ segir Natalie Webb frá Háskólanum í Tolouse í Frakklandi.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira