Telja sig á spori viðsjálla svarthola Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2020 13:09 Teikning af svartholi af gleypa í sig stjörnu. Vísindamenn telja að slíkur viðburður hafi valdið röntgenblossa sem tvö gervitungl komu auga á árið 2006. ESA/Hubble, M. Kornmesser Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. Risasvarthol er að finna í miðju flestra vetrarbrauta, þar á meðal í Vetrarbrautinni okkar. Stjarnvísindamönnum hefur gengið verr að finna meðalstór svarthol þar sem þau eru minni og ekki eins virk og þau tröllauknu. Meðalstór svarthol eru minni en þau risavöxnu í miðju vetrarbrauta en stærri en þau sem verða til eftir að massamiklar stjörnur springa sem sprengistjörnur. Þau eru talin „týndur hlekkur“ í þróun svarthola og hafa að geyma svörin við spurningum um hvernig risasvarthol verða til. Hópur vísindamanna telur sig nú hafa fundið sterkustu vísbendinguna til þessa um meðalstórt svarthol í röntgenblossa sem Chandra-röntgengeimsjónauki bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og XMM-Newton-gervitungl evrópsku geimstofnunarinnar ESA komu auga á árið 2006. Blossinn var eini vænlegi kandítötum af þeim þúsundum sem teymið skoðaði í athugunum XMM-Newton. Frekari athuganir teymisins með Hubble-geimsjónaukanum leiddu vísindamennina til þeirrar ályktunar að blossinn hafi orðið þegar meðalstórt svarthol gleypti í sig stjörnu sem villtist inn í þyngdarsvið þess. „Meðalstór svarthol eru mjög viðsjál fyrirbæri þannig að það er lykilatriði að íhuga og útiloka vandalega aðrar skýringar fyrir hvern mögulegan kandídat. Það er það sem Hubble gerði okkur kleift með kandídatinn sem við skoðuðum,“ segir Dacheng Lin frá Háskólanum í New Hamsphire í Bandaríkjunum. Grein um rannsóknin birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters. Staðsetning svartholsins er merkt með hring á þessari mynd Hubble-geimsjónaukans. Það er að finna í stjörnuþyrpingu á útjaðri vetrarbrautarinnar sem sést á miðju myndarinnar.NASA, ESA, og D. Lin (Háskólinn í New Hampshire) 50.000 sinnum massameiri en sólin Aðeins komu tvær skýringar til greina. Annað hvort kom blossinn frá fjarlægu meðalstóru svartholi utan Vetrarbrautarinnar þegar það gleypti stjörnu eða frá kólnandi nifteindastjörnu innan Vetrarbrautarinnar. Nifteindastjörnur eru ofurþéttar leifar sprengistjarna. Athuganir Hubble bentu til þess fyrrnefnda. Staðsetning svartholsins kom einnig heim og saman við kenningar vísindamannanna. Það er í fjarlægri og þéttri stjörnuþyrpingu á útjaðri annarrar vetrarbrautar. Lin og félagar áætla út frá bjarma röntgenblossans að svartholið sé um 50.000 sinnum massameira en sólin okkar. Stjarnvísindamennirnir telja að stjörnuþyrpingin þar sem svartholið situr sé mögulega kjarni dvergvetrarbrautar sem hefur raskast vegna þyngdar- og flóðkrafta stærri vetrarbrautarinnar. „Að rannsaka uppruna og þróun meðalstórra svarthola gefur okkur loksins svör við hvernig risasvartholin sem við finnum í miðju risavaxinna vetrarbrauta urðu til,“ segir Natalie Webb frá Háskólanum í Tolouse í Frakklandi. Geimurinn Vísindi Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. Risasvarthol er að finna í miðju flestra vetrarbrauta, þar á meðal í Vetrarbrautinni okkar. Stjarnvísindamönnum hefur gengið verr að finna meðalstór svarthol þar sem þau eru minni og ekki eins virk og þau tröllauknu. Meðalstór svarthol eru minni en þau risavöxnu í miðju vetrarbrauta en stærri en þau sem verða til eftir að massamiklar stjörnur springa sem sprengistjörnur. Þau eru talin „týndur hlekkur“ í þróun svarthola og hafa að geyma svörin við spurningum um hvernig risasvarthol verða til. Hópur vísindamanna telur sig nú hafa fundið sterkustu vísbendinguna til þessa um meðalstórt svarthol í röntgenblossa sem Chandra-röntgengeimsjónauki bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og XMM-Newton-gervitungl evrópsku geimstofnunarinnar ESA komu auga á árið 2006. Blossinn var eini vænlegi kandítötum af þeim þúsundum sem teymið skoðaði í athugunum XMM-Newton. Frekari athuganir teymisins með Hubble-geimsjónaukanum leiddu vísindamennina til þeirrar ályktunar að blossinn hafi orðið þegar meðalstórt svarthol gleypti í sig stjörnu sem villtist inn í þyngdarsvið þess. „Meðalstór svarthol eru mjög viðsjál fyrirbæri þannig að það er lykilatriði að íhuga og útiloka vandalega aðrar skýringar fyrir hvern mögulegan kandídat. Það er það sem Hubble gerði okkur kleift með kandídatinn sem við skoðuðum,“ segir Dacheng Lin frá Háskólanum í New Hamsphire í Bandaríkjunum. Grein um rannsóknin birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters. Staðsetning svartholsins er merkt með hring á þessari mynd Hubble-geimsjónaukans. Það er að finna í stjörnuþyrpingu á útjaðri vetrarbrautarinnar sem sést á miðju myndarinnar.NASA, ESA, og D. Lin (Háskólinn í New Hampshire) 50.000 sinnum massameiri en sólin Aðeins komu tvær skýringar til greina. Annað hvort kom blossinn frá fjarlægu meðalstóru svartholi utan Vetrarbrautarinnar þegar það gleypti stjörnu eða frá kólnandi nifteindastjörnu innan Vetrarbrautarinnar. Nifteindastjörnur eru ofurþéttar leifar sprengistjarna. Athuganir Hubble bentu til þess fyrrnefnda. Staðsetning svartholsins kom einnig heim og saman við kenningar vísindamannanna. Það er í fjarlægri og þéttri stjörnuþyrpingu á útjaðri annarrar vetrarbrautar. Lin og félagar áætla út frá bjarma röntgenblossans að svartholið sé um 50.000 sinnum massameira en sólin okkar. Stjarnvísindamennirnir telja að stjörnuþyrpingin þar sem svartholið situr sé mögulega kjarni dvergvetrarbrautar sem hefur raskast vegna þyngdar- og flóðkrafta stærri vetrarbrautarinnar. „Að rannsaka uppruna og þróun meðalstórra svarthola gefur okkur loksins svör við hvernig risasvartholin sem við finnum í miðju risavaxinna vetrarbrauta urðu til,“ segir Natalie Webb frá Háskólanum í Tolouse í Frakklandi.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira