Innlent

Tólf með Covid-19 á gjörgæslu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Stofugangur á Covid-göngudeild Landspítala.
Stofugangur á Covid-göngudeild Landspítala. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Tólf liggja inni á gjörgæsludeild Landspítala með Covid-19-sjúkdóminn, sem kórónuveiran veldur. Ellefu lágu þar inni í gær en einn var lagður inn í nótt. Þetta staðfestir Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum í samtali við fréttastofu fyrir hádegi. Þá telur hann líklegt að einhverjir útskrifist af gjörgæslu í dag.

Í gær lágu alls 35 sjúklingar með Covid-19 inni á Landspítala. Þar af ellefu á gjörgæslu, líkt og áður segir, og af þessum ellefu voru níu í öndunarvél. 

Staðan á gjörgæslu er í takt við svartsýnustu spá líkansins sem almannavarnir styðjast við á meðan fjöldi smita er í takti við líklega spá. 

Nánari upplýsingar um fjölda smita og stöðuna á Landspítalanum eru væntanlegar klukkan eitt.


Tengdar fréttir

Aðstandendur fá ekki að fylgja með í keisaraskurð

Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans ákvað í dag að taka fyrir að aðstandendur fái að fylgja konum á skurðstofu í keisaraskurð vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir fæðingarþjónustu segir að íþyngjandi aðgerðir sem þessar séu nauðsynlegar til að vernda viðkvæma starfsemi spítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×