Sá frekar fyrir sér að vinna við þessar óraunverulegu aðstæður í hjálparstarfi erlendis Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. apríl 2020 12:15 Steinunn Ingvarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á Landspítala. Aðsend Hjúkrunarfræðingur sem unnið hefur að opnun Covid-göngudeildar á Landspítala segir að sig hefði ekki órað fyrir því að þurfa að vinna hér heima á Íslandi við þær aðstæður sem nú eru uppi vegna kórónuveirunnar. Hún hafi frekar séð slíkt fyrir sér í hjálparstarfi á erlendum vettvangi og segir stöðuna óraunverulega. Steinunn Ingvarsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur síðan í janúar unnið að verkefnum tengdum kórónuveirunni á Landspítalanum. Síðastliðnar tvær vikur hefur hún stýrt opnun hinnar svokölluðu Covid-göngudeildar í Birkiborg, húsnæði Landspítala að Álandi 6 í Reykjavík, þar sem teknir eru inn sjúklingar sem metnir eru í hárri áhættu. Steinunn ræddi stöðuna á Landspítalanum og vinnu sína tengdri veirunni í umræðuþættinum Bítinu í morgun. Hún sagði að sig hefði raunar ekki órað fyrir því að starfa við svona nokkuð hér heima á Íslandi. „Þetta er stundum svolítið óraunverulegt allt saman og ég hef verið að segja við mína samstarfsfélaga, ég hef alltaf séð fyrir mér að starfa við eitthvað í líkingu við þetta en alltaf séð það fyrir mér á erlendum vettvangi, í einhvers konar hjálparstarfi. En mig hafði aldrei órað fyrir því að ég myndi taka þátt í svona verkefni á Íslandi, þetta er mjög sérstakt.“ Stofugangur á Covid-göngudeild Landspítala, sem Steinunn vann að því að koma á laggirnar.Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Steinunn lagði þó áherslu á að unnið væri gríðargott starf á spítalanum. „Þessi samtakamáttur og eining sem er að skapast er algjörlega ótrúleg og það á líka við utan spítalans, allir birgjarnir okkar og samstarfsaðilar eru að standa sig alveg gríðarlega vel og það eru ótrúlegir hlutir sem eru að gerast á stuttum tíma. Og spítalinn er gjörbreyttur,“ sagði Steinunn. Viðtalið við Steinunni og Berglindi Guðrúnu Chung hjúkrunarfræðing á Landspítalanum má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bítið Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur sem unnið hefur að opnun Covid-göngudeildar á Landspítala segir að sig hefði ekki órað fyrir því að þurfa að vinna hér heima á Íslandi við þær aðstæður sem nú eru uppi vegna kórónuveirunnar. Hún hafi frekar séð slíkt fyrir sér í hjálparstarfi á erlendum vettvangi og segir stöðuna óraunverulega. Steinunn Ingvarsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur síðan í janúar unnið að verkefnum tengdum kórónuveirunni á Landspítalanum. Síðastliðnar tvær vikur hefur hún stýrt opnun hinnar svokölluðu Covid-göngudeildar í Birkiborg, húsnæði Landspítala að Álandi 6 í Reykjavík, þar sem teknir eru inn sjúklingar sem metnir eru í hárri áhættu. Steinunn ræddi stöðuna á Landspítalanum og vinnu sína tengdri veirunni í umræðuþættinum Bítinu í morgun. Hún sagði að sig hefði raunar ekki órað fyrir því að starfa við svona nokkuð hér heima á Íslandi. „Þetta er stundum svolítið óraunverulegt allt saman og ég hef verið að segja við mína samstarfsfélaga, ég hef alltaf séð fyrir mér að starfa við eitthvað í líkingu við þetta en alltaf séð það fyrir mér á erlendum vettvangi, í einhvers konar hjálparstarfi. En mig hafði aldrei órað fyrir því að ég myndi taka þátt í svona verkefni á Íslandi, þetta er mjög sérstakt.“ Stofugangur á Covid-göngudeild Landspítala, sem Steinunn vann að því að koma á laggirnar.Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Steinunn lagði þó áherslu á að unnið væri gríðargott starf á spítalanum. „Þessi samtakamáttur og eining sem er að skapast er algjörlega ótrúleg og það á líka við utan spítalans, allir birgjarnir okkar og samstarfsaðilar eru að standa sig alveg gríðarlega vel og það eru ótrúlegir hlutir sem eru að gerast á stuttum tíma. Og spítalinn er gjörbreyttur,“ sagði Steinunn. Viðtalið við Steinunni og Berglindi Guðrúnu Chung hjúkrunarfræðing á Landspítalanum má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bítið Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira