Valsmenn kenna óvæntum „óvelkomnum“ uppákomum um slæma gengið á síðasta sumri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2020 17:00 Valsmenn horfðu á eftir Íslandsmeistaratitlinum til KR-inga. Vísir/Bára Valsmenn segjast ætla að draga lærdóm af síðasta tímabili í Pepsi Max deild karla þegar þeir enduðu 23 stigum frá Íslandsmeistaratitlinum og átta stigum frá sæti í Evrópukeppni. Valsmenn birtu í morgun ársreikning sinn frá síðasta ári og þar er einnig farið yfir gengi meistaraflokks karla á síðustu leiktíð. Hagnaður knattspyrnudeildarinnar minnkaði um 68 milljónir en var samt sá mesti af öllum liðum Pepsi Max deildarinnar eða 15,9 milljónir króna. Valsmenn mættu til leiks síðasta sumar sem tvöfaldir Íslandsmeistarar og var spáð Íslandsmeistaratitlinum af langflestum enda með frábært liða á pappírnum. Það gekk aftur á móti allt á afturfótunum allt sumarið og Valsliðið tapaði níu leikjum eða fimm fleirum en samanlagt sumurin 2017 og 2018. Valsmenn enduðu að lokum í sjötta sæti, 23 stigum á eftir Íslandsmeisturum KR og höfðu ekki verið neðar í deildinni í sjö ár. Stigasöfnun og tapleikir Vals undanfarin sumur Pepsi deildin 2015 33 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2016 35 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2017 50 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi deildin 2018 46 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi Max deildin 2019 29 stig og 9 tapleikir (6.sæti) „Óhætt er að segja að væntingar stjórnar, stuðningsmann og knattspyrnusamfélagsins fyrir keppnistímabilið 2019 hafi verið sanngjarnar og miklar fyrir árangri meistaraflokks karla Vals því miklu var tjaldað til í leikmannamálum, þjálfararteymi og allri umgjörð, niðurstaðan var hins vegar gríðarlega vonbrigði sem má ekki endurtaka sig og félagið verið að draga lærdóm af,“ segir í ársreikningi Valsmanna sem var gerður opinber í dag. „Eftirtaldir leikmenn gengu til liðs við félagið, Emil Sigvald Lyng, Lasse Petry, Garu Martin, Kaj Léo Bartalstovu, Garðar Bergmann Gunnlaugsson, Hannes Halldórsson og Patrick Pedersen snéri aftur um mitt sumar, allt eru þetta frábærir knattspyrnumenn sem miklar vonir voru bundnar við en meiðsli og óvæntar óvelkomnar uppákomur urðu þess valdandi að einhverjir af okkar leikmönnum náðu ekki að blómstra þetta sumarið og árangurinn varð eftir því,“ segir enn fremur í ársreikningi Valsmanna fyrir rekstrarárið 2019. Það má lesa allan ársreikninginn með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjá meira
Valsmenn segjast ætla að draga lærdóm af síðasta tímabili í Pepsi Max deild karla þegar þeir enduðu 23 stigum frá Íslandsmeistaratitlinum og átta stigum frá sæti í Evrópukeppni. Valsmenn birtu í morgun ársreikning sinn frá síðasta ári og þar er einnig farið yfir gengi meistaraflokks karla á síðustu leiktíð. Hagnaður knattspyrnudeildarinnar minnkaði um 68 milljónir en var samt sá mesti af öllum liðum Pepsi Max deildarinnar eða 15,9 milljónir króna. Valsmenn mættu til leiks síðasta sumar sem tvöfaldir Íslandsmeistarar og var spáð Íslandsmeistaratitlinum af langflestum enda með frábært liða á pappírnum. Það gekk aftur á móti allt á afturfótunum allt sumarið og Valsliðið tapaði níu leikjum eða fimm fleirum en samanlagt sumurin 2017 og 2018. Valsmenn enduðu að lokum í sjötta sæti, 23 stigum á eftir Íslandsmeisturum KR og höfðu ekki verið neðar í deildinni í sjö ár. Stigasöfnun og tapleikir Vals undanfarin sumur Pepsi deildin 2015 33 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2016 35 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2017 50 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi deildin 2018 46 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi Max deildin 2019 29 stig og 9 tapleikir (6.sæti) „Óhætt er að segja að væntingar stjórnar, stuðningsmann og knattspyrnusamfélagsins fyrir keppnistímabilið 2019 hafi verið sanngjarnar og miklar fyrir árangri meistaraflokks karla Vals því miklu var tjaldað til í leikmannamálum, þjálfararteymi og allri umgjörð, niðurstaðan var hins vegar gríðarlega vonbrigði sem má ekki endurtaka sig og félagið verið að draga lærdóm af,“ segir í ársreikningi Valsmanna sem var gerður opinber í dag. „Eftirtaldir leikmenn gengu til liðs við félagið, Emil Sigvald Lyng, Lasse Petry, Garu Martin, Kaj Léo Bartalstovu, Garðar Bergmann Gunnlaugsson, Hannes Halldórsson og Patrick Pedersen snéri aftur um mitt sumar, allt eru þetta frábærir knattspyrnumenn sem miklar vonir voru bundnar við en meiðsli og óvæntar óvelkomnar uppákomur urðu þess valdandi að einhverjir af okkar leikmönnum náðu ekki að blómstra þetta sumarið og árangurinn varð eftir því,“ segir enn fremur í ársreikningi Valsmanna fyrir rekstrarárið 2019. Það má lesa allan ársreikninginn með því að smella hér.
Stigasöfnun og tapleikir Vals undanfarin sumur Pepsi deildin 2015 33 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2016 35 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2017 50 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi deildin 2018 46 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi Max deildin 2019 29 stig og 9 tapleikir (6.sæti)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjá meira