Guðjón: Rúnar sennilega einn hæfileikaríkasti og jafnbesti fótboltamaður sem Ísland hefur átt Anton Ingi Leifsson skrifar 1. apríl 2020 10:30 Guðjón Þórðarson hrósaði Rúnari Kristinssyni mikið í þætti gærkvöldsins. vísir/anton/samsett Guðjón Þórðarson fékk það verðuga verkefni í Sportinu í kvöld að velja tvö úrvalslið; eitt draumalið sem hann þjálfaði hjá landsliðinu og eitt með þeim leikmönnum sem hann þjálfaði hjá íslenskum félagsliðum. Það kom fáum á óvart að í báðum liðum Guðjóns var Rúnar Kristinsson. KR-ingurinn spilaði 139 landsleiki en Rúnar lék einnig undir stjórn Guðjóns hjá KR. „Rúnar var hjá mér eitt ár í KR. Ég var í leikmannavandræðum í úrslitaleiknum og ég þurfti að spila honum sem framherja í úrslitaleiknum. Það var alveg sama hvað þú baðst hann um, hann reyndi að leysa það eins vel og kostur var,“ sagði Guðjón. „Rúnar er sennilega einn hæfileikaríkasti og jafnbesti fótboltamaður sem Ísland hefur átt. Hann spilaði feikna vel bæði í Noregi og svo í Belgíu. Fyrst og fremst spilaði hann geysilega flottan feril með landsliðinu. Jafnlyndur, góðlyndur og geðgóður að eðlislagi. Feikilega útsjónarsamur fótboltamaður.“ Klippa: Sportið í kvöld - Guðjón um Rúnar „Það var sem var með Rúnar var að það var aldrei hávaði eða læti í kringum hann. Hann reyndi að gera það sem hann var beðinn um að gera og gerði það vel. Það var aldrei neitt húff og púff í Rúnari. Hann æfði vel og hann lagði sig fram. Einlægur og góður karakter.“ „Rúnar er einn af þessum karakterum sem er jafnlyndur og mjög yfirvegaður. Hann lætur ekki slá sig svo glatt útaf laginu. Hann var slíkur á vellinum og hann var vel viljaður og hjálplegur. Hann gerði menninga í kringum sig að betri mönnum. Það er ein stórkostlegasti hæfileiki leikmanns að geta gert aðra betri. Rúnar hafði þann eiginleika og nýtir það sem þjálfari,“ sagði Guðjón. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Guðjón Þórðarson fékk það verðuga verkefni í Sportinu í kvöld að velja tvö úrvalslið; eitt draumalið sem hann þjálfaði hjá landsliðinu og eitt með þeim leikmönnum sem hann þjálfaði hjá íslenskum félagsliðum. Það kom fáum á óvart að í báðum liðum Guðjóns var Rúnar Kristinsson. KR-ingurinn spilaði 139 landsleiki en Rúnar lék einnig undir stjórn Guðjóns hjá KR. „Rúnar var hjá mér eitt ár í KR. Ég var í leikmannavandræðum í úrslitaleiknum og ég þurfti að spila honum sem framherja í úrslitaleiknum. Það var alveg sama hvað þú baðst hann um, hann reyndi að leysa það eins vel og kostur var,“ sagði Guðjón. „Rúnar er sennilega einn hæfileikaríkasti og jafnbesti fótboltamaður sem Ísland hefur átt. Hann spilaði feikna vel bæði í Noregi og svo í Belgíu. Fyrst og fremst spilaði hann geysilega flottan feril með landsliðinu. Jafnlyndur, góðlyndur og geðgóður að eðlislagi. Feikilega útsjónarsamur fótboltamaður.“ Klippa: Sportið í kvöld - Guðjón um Rúnar „Það var sem var með Rúnar var að það var aldrei hávaði eða læti í kringum hann. Hann reyndi að gera það sem hann var beðinn um að gera og gerði það vel. Það var aldrei neitt húff og púff í Rúnari. Hann æfði vel og hann lagði sig fram. Einlægur og góður karakter.“ „Rúnar er einn af þessum karakterum sem er jafnlyndur og mjög yfirvegaður. Hann lætur ekki slá sig svo glatt útaf laginu. Hann var slíkur á vellinum og hann var vel viljaður og hjálplegur. Hann gerði menninga í kringum sig að betri mönnum. Það er ein stórkostlegasti hæfileiki leikmanns að geta gert aðra betri. Rúnar hafði þann eiginleika og nýtir það sem þjálfari,“ sagði Guðjón. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira