Hreinsa hálfs tonns nammibar og bjóða heimsendingu ef keypt er kíló Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2020 10:07 Nammibarinn hjá Iceland nýtur mikilla vinsælda. Þess vegna urðu margir svekktir þegar honum var lokað á dögunum vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Uppfært klukkan 18: Um aprílgabb var að ræða eins og má lesa nánar um hér. Upprunalega frétt má sjá að neðan. Verslunarkeðjan Iceland hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heimsent sælgæti úr nammibarnum. Sökum kórónuveirufaraldursins þurfti Iceland líkt og fleiri verslanir að loka öllum nammibörum í forvarnarskyni. Hafa þó nokkrir viðskiptavinir lýst yfir vonbrigðum með lokun nammibaranna. „Við eigum dygga viðskiptavini sem hafa um árabil getað gengið að nammibarnum vísum og okkur þykir mjög leitt að hafa þurft að grípa til þessara aðgerða,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa Iceland býður viðskiptavinum upp á heimsendingu á vörum í versluninni. Hingað til hefur þó ekki verið boðið upp á heimsendingu úr nammibarnum. Það hefur ekki staðið til að sögn Ingibjargar en í ljósi þess að um hálft tonn af sælgæti úr nammibarnum situr á lager var ákveðið að bjóða viðskiptavinum upp á einstakt tilboð. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir er markaðsstjóri Samkaupa. „Við ætlum að bjóða viðskiptavinum sælgætið í heimsendingu. Við bjóðum kíló af nammi úr nammibarnum á þúsund krónur í heimsendingu,“ segir Ingibjörg. Hún viðurkennir að það sé auðvitað hagur verslunarinnar að selja sælgætið áður en síðasti neysludagur rennur upp. Engin leið sé að spá fyrir um hvenær nammibarinn verði opnaður aftur enda miklir óvissutímar. Hægt er að panta af nammibarnum á þessum frábæru kjörum, sem svarar til 80% afsláttar, með því að fara inn á heimsíðu Iceland, www.icelandbudir.is. Boðið er upp á brjóstsykur, karamellur, ávaxtahlaup, lakkrís og súkkulaði og þarf að taka fram hverjar þeirra nammitegunda eiga að rata í pokann. Þjónustan er eingöngu í boði á höfuðborgarsvæðinu. „Við ætlum að klára lagerinn í dag og höfum þetta þess vegna ódýrt. Vonandi kemur þetta að einhverju leyti til móts við viðskiptavini okkar. Við vonumst til að létta lund einhverra á þessum víðsjárverðu tímum,“ segir Ingibjörg. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sælgæti Tengdar fréttir Nammilandsfarar brjáluðust þegar ódýra nammið var tekið fyrr úr sölu Sælgætisbörum í verslunum Hagkaups var lokað fyrr en áætlað var í kjölfar umfjöllunar um að verslanirnar væru að selja nammið þar á sérstökum afslætti rétt fyrir lokun. 30. mars 2020 16:31 Hagkaup lokar Nammilandi en býður fyrst 70 prósenta afslátt Heilbrigðisstarfsmann og lesanda Vísis rak í rogarstans þegar hann brá sér í Hagkaup í Skeifunni í kvöld. 29. mars 2020 00:16 Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Þjónustudagur Toyota Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Greiðsluáskorun „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira
Uppfært klukkan 18: Um aprílgabb var að ræða eins og má lesa nánar um hér. Upprunalega frétt má sjá að neðan. Verslunarkeðjan Iceland hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heimsent sælgæti úr nammibarnum. Sökum kórónuveirufaraldursins þurfti Iceland líkt og fleiri verslanir að loka öllum nammibörum í forvarnarskyni. Hafa þó nokkrir viðskiptavinir lýst yfir vonbrigðum með lokun nammibaranna. „Við eigum dygga viðskiptavini sem hafa um árabil getað gengið að nammibarnum vísum og okkur þykir mjög leitt að hafa þurft að grípa til þessara aðgerða,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa Iceland býður viðskiptavinum upp á heimsendingu á vörum í versluninni. Hingað til hefur þó ekki verið boðið upp á heimsendingu úr nammibarnum. Það hefur ekki staðið til að sögn Ingibjargar en í ljósi þess að um hálft tonn af sælgæti úr nammibarnum situr á lager var ákveðið að bjóða viðskiptavinum upp á einstakt tilboð. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir er markaðsstjóri Samkaupa. „Við ætlum að bjóða viðskiptavinum sælgætið í heimsendingu. Við bjóðum kíló af nammi úr nammibarnum á þúsund krónur í heimsendingu,“ segir Ingibjörg. Hún viðurkennir að það sé auðvitað hagur verslunarinnar að selja sælgætið áður en síðasti neysludagur rennur upp. Engin leið sé að spá fyrir um hvenær nammibarinn verði opnaður aftur enda miklir óvissutímar. Hægt er að panta af nammibarnum á þessum frábæru kjörum, sem svarar til 80% afsláttar, með því að fara inn á heimsíðu Iceland, www.icelandbudir.is. Boðið er upp á brjóstsykur, karamellur, ávaxtahlaup, lakkrís og súkkulaði og þarf að taka fram hverjar þeirra nammitegunda eiga að rata í pokann. Þjónustan er eingöngu í boði á höfuðborgarsvæðinu. „Við ætlum að klára lagerinn í dag og höfum þetta þess vegna ódýrt. Vonandi kemur þetta að einhverju leyti til móts við viðskiptavini okkar. Við vonumst til að létta lund einhverra á þessum víðsjárverðu tímum,“ segir Ingibjörg.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sælgæti Tengdar fréttir Nammilandsfarar brjáluðust þegar ódýra nammið var tekið fyrr úr sölu Sælgætisbörum í verslunum Hagkaups var lokað fyrr en áætlað var í kjölfar umfjöllunar um að verslanirnar væru að selja nammið þar á sérstökum afslætti rétt fyrir lokun. 30. mars 2020 16:31 Hagkaup lokar Nammilandi en býður fyrst 70 prósenta afslátt Heilbrigðisstarfsmann og lesanda Vísis rak í rogarstans þegar hann brá sér í Hagkaup í Skeifunni í kvöld. 29. mars 2020 00:16 Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Þjónustudagur Toyota Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Greiðsluáskorun „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira
Nammilandsfarar brjáluðust þegar ódýra nammið var tekið fyrr úr sölu Sælgætisbörum í verslunum Hagkaups var lokað fyrr en áætlað var í kjölfar umfjöllunar um að verslanirnar væru að selja nammið þar á sérstökum afslætti rétt fyrir lokun. 30. mars 2020 16:31
Hagkaup lokar Nammilandi en býður fyrst 70 prósenta afslátt Heilbrigðisstarfsmann og lesanda Vísis rak í rogarstans þegar hann brá sér í Hagkaup í Skeifunni í kvöld. 29. mars 2020 00:16
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent