Rúmlega 3000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá fjármálafyrirtækjum Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2020 20:00 Um 3.300 heimili og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki hafa fengið greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir mikið kapp lagt á að hjálpa fyrirtækjum í gegnum erfiðleika. Í síðasta mánuði gerðu lánveitendur með sér samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækja. Á samkomulagið að hraða fyrirtækjum í skjól. Það þýðir að ef ein lánastofnum telur fyrirtæki standast kröfur um greiðslufrest þá geta aðrar lánastofnanir ekki sótt á það fyrirtæki um greiðslur. Síðan þá hafa 1.440 fyrirtæki sótt um greiðslufrest. 1.131 umsókn hefur þegar verið afgreidd. Af afgreiddum umsóknum hafa 92 prósent verið samþykktar, eða um 1.035. 8% töldust ekki uppfylla skilyrði samkomulagsins og eru í öðru ferli hjá sínum lánveitendum. „Fyrirfram hefði maður haldið að fleiri fyrirtæki myndu jafnvel sækja um. En það er samt erfitt að segja og 1.440 fyrirtæki er mjög mikið,“ segir Katrín Júlíusdóttir, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja. Langflest fyrirtækjanna eru örfyrirtæki með tíu starfsmenn eða lítil fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn. „En það eru líka lítil og meðalstór fyrirtæki. Þetta er því þverskurður af fyrirtækjum sem eru að sækja um greiðslufrest og fá hann.“ Tæplega 4.000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum. Þar af 3.300 fengið greiðslufrest. Sex hundruð umsóknir eru í vinnslu. „Þar eru svona almennt viðmiðin að þú sért ekki í löngum vanskilum og að þú hafi orðið fyrir tekjuskerðingu vegna Covid-19. Það hafa 3.300 heimili fengið greiðslufrest á sínum lánum.“ Heimili og fyrirtæki geta sótt um að fresta greiðslum í allt að sex mánuði hjá aðalviðskiptabanka sínum eða sparisjóði sem leggur mat á hvort viðmið séu uppfyllt. Fyrirtæki þurfa að vera í heilbrigðum rekstri, mega ekki hafa verið í vanskilum í 60 daga eða lengur í lok febrúar síðastliðinn og hafa nýtt sér viðeigandi úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldursins. Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Um 3.300 heimili og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki hafa fengið greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir mikið kapp lagt á að hjálpa fyrirtækjum í gegnum erfiðleika. Í síðasta mánuði gerðu lánveitendur með sér samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækja. Á samkomulagið að hraða fyrirtækjum í skjól. Það þýðir að ef ein lánastofnum telur fyrirtæki standast kröfur um greiðslufrest þá geta aðrar lánastofnanir ekki sótt á það fyrirtæki um greiðslur. Síðan þá hafa 1.440 fyrirtæki sótt um greiðslufrest. 1.131 umsókn hefur þegar verið afgreidd. Af afgreiddum umsóknum hafa 92 prósent verið samþykktar, eða um 1.035. 8% töldust ekki uppfylla skilyrði samkomulagsins og eru í öðru ferli hjá sínum lánveitendum. „Fyrirfram hefði maður haldið að fleiri fyrirtæki myndu jafnvel sækja um. En það er samt erfitt að segja og 1.440 fyrirtæki er mjög mikið,“ segir Katrín Júlíusdóttir, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja. Langflest fyrirtækjanna eru örfyrirtæki með tíu starfsmenn eða lítil fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn. „En það eru líka lítil og meðalstór fyrirtæki. Þetta er því þverskurður af fyrirtækjum sem eru að sækja um greiðslufrest og fá hann.“ Tæplega 4.000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum. Þar af 3.300 fengið greiðslufrest. Sex hundruð umsóknir eru í vinnslu. „Þar eru svona almennt viðmiðin að þú sért ekki í löngum vanskilum og að þú hafi orðið fyrir tekjuskerðingu vegna Covid-19. Það hafa 3.300 heimili fengið greiðslufrest á sínum lánum.“ Heimili og fyrirtæki geta sótt um að fresta greiðslum í allt að sex mánuði hjá aðalviðskiptabanka sínum eða sparisjóði sem leggur mat á hvort viðmið séu uppfyllt. Fyrirtæki þurfa að vera í heilbrigðum rekstri, mega ekki hafa verið í vanskilum í 60 daga eða lengur í lok febrúar síðastliðinn og hafa nýtt sér viðeigandi úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldursins.
Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira