Fleiri íbúðir á almennan leigumarkað vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 31. mars 2020 21:00 Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísir Um fimm til sex hundruð íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem hingað til hafa verið í skammtímaleigu gætu bæst við almennan leigumarkað sem gæti leitt til lækkunar leiguverðs. Hætt er þó við því að húsnæðisskortur skapist á næstu árum ef samdráttur í byggingariðnaði verður of mikill. Óvissa á húsnæðismarkaði hefur aukist verulega í ljósi kórónuveirufaraldursins samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. „Það hefur dregið verulega úr hækkunartakti fasteignaverðs og nú stendur fasteignaverð í raun og veru bara í stað miðað við sama tímabil í fyrra,“ segir Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Eftirspurn mun að öllum líkindum minnka að minnsta kosti til skamms tíma. „En á móti vegur auðvitað stýrivaxtalækkun Seðlabankans og aðrar aðgerðir stjórnvalda en óvissan mun að sjálfsögðu valda því að margir halda að sér höndum.“ Þá hefur orðið töluverður samdráttur í skammtímaleigu íbúða til að mynda í gegn um Airbnb. „Markaðurinn hefur í raun og veru verið að dragast mjög mikið saman alveg síðan undir lok árs 2018. Við sjáum núna í febrúar að samdrátturinn er um 25-30 prósent.“ Erfitt sé að segja til um það hver áhrifin verði um lengri tíma. „Ef mikill samdráttur verður í ferðaþjónustunni til viðbótar við það sem nú hefur þegar gerst þá gætu þetta verið kannski fimm til sex hundruð íbúðir á næstu mánuðum á höfuðborgarsvæðinu og það er stór hluti af heildarfjölda þinglýstra leigusamninga á síðasta ári þannig að ég tel alveg góðar líkur á því að leiguverð gæti lækkað. Allavega á svæðum þar sem framboðsaukningin er hvað mest.“ Þá segir hann vísbendingar um yfirvofandi samdrátt í byggingariðnaði sem sé mikið áhyggjuefni. „Það er töluverð hætta á því að við getum lent í svipuðu ástandi og gerðist eftir hrun þegar mjög lítið var byggt og þegar uppgangurinn hófst hér fyrir alvöru þá rauk fasteignaverðið upp vegna skorts á húsnæði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húsnæðismál Tengdar fréttir Mikilvæg uppbygging í þágu heimilislausra Margir hafa réttilega lýst yfir áhyggjum af stöðu heimilislausra á þessum viðsjárverðu tímum. Þeir sem eiga hvergi heima geta ekki fylgt fyrirmælum um að halda sig heima og tilheyra auk þess mörg áhættuhópum sem setja þau í viðkvæma stöðu. 31. mars 2020 11:30 Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43 Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Um fimm til sex hundruð íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem hingað til hafa verið í skammtímaleigu gætu bæst við almennan leigumarkað sem gæti leitt til lækkunar leiguverðs. Hætt er þó við því að húsnæðisskortur skapist á næstu árum ef samdráttur í byggingariðnaði verður of mikill. Óvissa á húsnæðismarkaði hefur aukist verulega í ljósi kórónuveirufaraldursins samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. „Það hefur dregið verulega úr hækkunartakti fasteignaverðs og nú stendur fasteignaverð í raun og veru bara í stað miðað við sama tímabil í fyrra,“ segir Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Eftirspurn mun að öllum líkindum minnka að minnsta kosti til skamms tíma. „En á móti vegur auðvitað stýrivaxtalækkun Seðlabankans og aðrar aðgerðir stjórnvalda en óvissan mun að sjálfsögðu valda því að margir halda að sér höndum.“ Þá hefur orðið töluverður samdráttur í skammtímaleigu íbúða til að mynda í gegn um Airbnb. „Markaðurinn hefur í raun og veru verið að dragast mjög mikið saman alveg síðan undir lok árs 2018. Við sjáum núna í febrúar að samdrátturinn er um 25-30 prósent.“ Erfitt sé að segja til um það hver áhrifin verði um lengri tíma. „Ef mikill samdráttur verður í ferðaþjónustunni til viðbótar við það sem nú hefur þegar gerst þá gætu þetta verið kannski fimm til sex hundruð íbúðir á næstu mánuðum á höfuðborgarsvæðinu og það er stór hluti af heildarfjölda þinglýstra leigusamninga á síðasta ári þannig að ég tel alveg góðar líkur á því að leiguverð gæti lækkað. Allavega á svæðum þar sem framboðsaukningin er hvað mest.“ Þá segir hann vísbendingar um yfirvofandi samdrátt í byggingariðnaði sem sé mikið áhyggjuefni. „Það er töluverð hætta á því að við getum lent í svipuðu ástandi og gerðist eftir hrun þegar mjög lítið var byggt og þegar uppgangurinn hófst hér fyrir alvöru þá rauk fasteignaverðið upp vegna skorts á húsnæði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húsnæðismál Tengdar fréttir Mikilvæg uppbygging í þágu heimilislausra Margir hafa réttilega lýst yfir áhyggjum af stöðu heimilislausra á þessum viðsjárverðu tímum. Þeir sem eiga hvergi heima geta ekki fylgt fyrirmælum um að halda sig heima og tilheyra auk þess mörg áhættuhópum sem setja þau í viðkvæma stöðu. 31. mars 2020 11:30 Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43 Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Mikilvæg uppbygging í þágu heimilislausra Margir hafa réttilega lýst yfir áhyggjum af stöðu heimilislausra á þessum viðsjárverðu tímum. Þeir sem eiga hvergi heima geta ekki fylgt fyrirmælum um að halda sig heima og tilheyra auk þess mörg áhættuhópum sem setja þau í viðkvæma stöðu. 31. mars 2020 11:30
Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43
Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18